Tengdasonurinn gerði það sama og Trump gagnrýndi Hillary fyrir Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. september 2017 07:04 Donald Trump með tengdasyninum Jared Kushner. Vísir/AFP Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trump og einn helsti ráðgjafi Bandaríkaforseta, notaði eigið tölvupóstfang í störfum sínum fyrir Hvíta húsið. Frá þessu greindi lögmaður Kushner í nótt. Mörgum þykir þetta skjóta skökku við því Trump hamraði á dómgreindarleysi mótframbjóðenda síns, Hillary Clinton, í kosningabaráttunni í fyrra fyrir að hafa gert slíkt hið sama. Tölvupóstsmál hennar snerist í grunninn um að Clinton, í tíð sinni sem utanríkisráðherra, nýtti sér sitt eigið tölvupóstfang sem hýst var á einkavefþjóni hennar, en ekki tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar. Meðferð leyniskjala, sem fundust í póstum hennar er ólögleg á slíkum einkavefþjónum auk þess sem slíkir vefþjónar eru ekki eins öryggir og ríkisvefþjónar.Sjá einnig: Tengdasonur Trumps sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Voru tölvupóstar hennar því eitt af leiðarstefjum kosningabaráttu Trumps og ýjaði hann jafnvel að því að hann myndi henda henni í steininn fyrir vikið, yrði hann forseti. Máli Clinton lauk án ákæru. Nú hefur komið á daginn að Kushner skiptist á tugum tölvupósta við aðra trúnaðarmenn innan Hvíta hússins í gegnum eigið tölvupóstfang. Fram kemur á vef Politco, sem fyrst greindi frá málinu, að tölvupóstarnir hafi verið um allt milli himins og jarðar, t.a.m. fjölmiðlaumfjöllun og skipulagningu viðburða. Lögmaður Kushners viðurkennir að hann hafi vissulega notað sitt eigið tölvupóstfang í störfum sínum en að hann hafi ekki notað það til að deila neinum trúnaðargögnum.Sjá einnig: Viðskipti tengdasonar Trump til rannsóknar „Hr. Kushner sendi og tók við færri en 100 tölvupóstum frá samstarfsmönnum sínum í Hvíta húsinu í gegnum tölvupóstfang sitt frá janúar fram í ágúst,“ segir í yfirlýsingu frá lögmanninum. Bandarísk lög kveða á um hvernig samskiptum forsetans og annarra trúnaðarmanna hans skuli háttað. Notkun einkatölvupóstfanga getur orðið til þess að erfiðara verður fyrir blaðamenn og óbreytta þingmenn að nálgast opinber gögn að sögn BBC. Donald Trump Tengdar fréttir Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48 Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trump og einn helsti ráðgjafi Bandaríkaforseta, notaði eigið tölvupóstfang í störfum sínum fyrir Hvíta húsið. Frá þessu greindi lögmaður Kushner í nótt. Mörgum þykir þetta skjóta skökku við því Trump hamraði á dómgreindarleysi mótframbjóðenda síns, Hillary Clinton, í kosningabaráttunni í fyrra fyrir að hafa gert slíkt hið sama. Tölvupóstsmál hennar snerist í grunninn um að Clinton, í tíð sinni sem utanríkisráðherra, nýtti sér sitt eigið tölvupóstfang sem hýst var á einkavefþjóni hennar, en ekki tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar. Meðferð leyniskjala, sem fundust í póstum hennar er ólögleg á slíkum einkavefþjónum auk þess sem slíkir vefþjónar eru ekki eins öryggir og ríkisvefþjónar.Sjá einnig: Tengdasonur Trumps sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Voru tölvupóstar hennar því eitt af leiðarstefjum kosningabaráttu Trumps og ýjaði hann jafnvel að því að hann myndi henda henni í steininn fyrir vikið, yrði hann forseti. Máli Clinton lauk án ákæru. Nú hefur komið á daginn að Kushner skiptist á tugum tölvupósta við aðra trúnaðarmenn innan Hvíta hússins í gegnum eigið tölvupóstfang. Fram kemur á vef Politco, sem fyrst greindi frá málinu, að tölvupóstarnir hafi verið um allt milli himins og jarðar, t.a.m. fjölmiðlaumfjöllun og skipulagningu viðburða. Lögmaður Kushners viðurkennir að hann hafi vissulega notað sitt eigið tölvupóstfang í störfum sínum en að hann hafi ekki notað það til að deila neinum trúnaðargögnum.Sjá einnig: Viðskipti tengdasonar Trump til rannsóknar „Hr. Kushner sendi og tók við færri en 100 tölvupóstum frá samstarfsmönnum sínum í Hvíta húsinu í gegnum tölvupóstfang sitt frá janúar fram í ágúst,“ segir í yfirlýsingu frá lögmanninum. Bandarísk lög kveða á um hvernig samskiptum forsetans og annarra trúnaðarmanna hans skuli háttað. Notkun einkatölvupóstfanga getur orðið til þess að erfiðara verður fyrir blaðamenn og óbreytta þingmenn að nálgast opinber gögn að sögn BBC.
Donald Trump Tengdar fréttir Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48 Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48
Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38
Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09