Móðir lagði banka sem lánaði syninum milljónir fyrir Audi árið 2007 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2017 11:45 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/pjetur Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumannsins á Norðurlandi eystra að nauðungarsala fari fram á fasteign konunnar. Hafði kona, búsett á Akureyri, ábyrgst lán sonar síns sem hann tók til að kaupa Audi-bifreið, að eigin sögn til að „búa til smá pening“. Rekja má málið aftur til ársins 2007 þegar sonur konunnar tók 3,5 milljóna lán hjá Sparisjóði Reykjavíkur til þess að kaupa Audi-bifreið að verðmæti 7,2 milljóna króna. Móðir hans ábyrgðist lánið og var fasteign hennar á Akureyri sett að veði til tryggingar skuldinni. Í dómi héraðsdóms kemur fram að sonur konunnar hafi greitt af láninu allt þangað til í ársbyrjun 2010. Fyrir dómi sagði sonurinn að ástæðan fyrir því að hann hætti að greiða af láninu hafi verið sú að hann hafi sótt um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara, sem hafi bannað honum að borga af láninu. Fyrir dómi kom jafnframt að hugmyndin með bílakaupunum hafi verið að reyna að hagnast á þeim. Ætlaði hann að selja bifreiðin aftur með hagnaði. Þetta hafii hins vegar farið „eins illa og hægt var“ en „það einfaldlega hrundi markaðurinn í bílasölu og það seldist ekki neitt og ég sat uppi með þennan bíl,“ líkt og kom fram hjá syninum fyrir dómi.Konan býr á Akureyri.Vísir/PjeturTaldi að bankinn hefði átt að vita að sonurinn gæti ekki staðið undir afborgunum Þegar uppi var staðið var skuldin komin í 8,9 milljónir króna og var móðir mannsins í ábyrgð fyrir þeim. Árið 2015 fór Arion banki, sem hafði fengið skuldina framselda frá Dróma hf., fram á það að fasteign konunnar yrði seld nauðungarsölu. Sýslumaðurinn á Norðurlandi varð við beiðni Arion banka. Konan tók hins vegar til varna og vildi fá ákvörðun sýslumanns hnekkt. Byggði hún mál sitt meðal annars á því að Sparisjóður Reykjavíkur, upphaflegi lánveitandinn, hefði ekki staðið rétt að gerð greiðslumats þegar sonur hennar sótti um bílalánið. Framvísaði hún gögnum sem sýndu fram á það að mánaðarlegar tekjur sonar hennar og sambýliskonu þegar lánið var tekið árið 2007 hefðu ekki dugað fyrir mánaðarlegum útgjöldum. Voru mánaðarleg útgjöld þeirra alls 52.445 krónum hærri fjárhæð en mánaðarlegar ráðstöfunartekjur. Taldi hún að niðurstaða greiðslumats, sem benti til þess að sonur hennar gæti staðið við skuldbindingar sínar miðað við fjárhagsstöðu, væri röng. Taldi hún að ef réttilega hefði verið staðið að gerð greiðslumatsins hefði sonur hennar aldrei staðist greiðslumatið og því ekki fengið lánið. Miðað við fjármálasögu sonar hennar og sambýliskonu hefði bankanum mátt vera ljóst að þau gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar. Við þær aðstæður hafi það verið ósanngjarnt að bankinn gæti velt áhættunni af lánveitingunni yfir á sig, að mati konunnar. Í dómi héraðsdóms segir að konan hafi leitt sterkar líkur að því að niðurstaða greiðslumatsins um að sonur hennar ætti að geta staðið við bílalánið væri röng. Þar segir jafnframt að þrátt fyrir að konan hafi sýnt af sér „talsvert fyrirhyggjuleysi“ með því að gangast í ábyrgð fyrir lánið hafi ekki verið sýnt fram á að hún hefði gert það, ef niðurstaða greiðslumatsins hefði verið á þá leið að sonur hennar gæti ekki staðið við lánaskuldbingar sínar. Var ákvörðun sýslumanns um að nauðungarsala fari fram á fasteign konunnar felld úr gildi. Þá þarf Arion banki jafnframt að greiða 1,7 milljón í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumannsins á Norðurlandi eystra að nauðungarsala fari fram á fasteign konunnar. Hafði kona, búsett á Akureyri, ábyrgst lán sonar síns sem hann tók til að kaupa Audi-bifreið, að eigin sögn til að „búa til smá pening“. Rekja má málið aftur til ársins 2007 þegar sonur konunnar tók 3,5 milljóna lán hjá Sparisjóði Reykjavíkur til þess að kaupa Audi-bifreið að verðmæti 7,2 milljóna króna. Móðir hans ábyrgðist lánið og var fasteign hennar á Akureyri sett að veði til tryggingar skuldinni. Í dómi héraðsdóms kemur fram að sonur konunnar hafi greitt af láninu allt þangað til í ársbyrjun 2010. Fyrir dómi sagði sonurinn að ástæðan fyrir því að hann hætti að greiða af láninu hafi verið sú að hann hafi sótt um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara, sem hafi bannað honum að borga af láninu. Fyrir dómi kom jafnframt að hugmyndin með bílakaupunum hafi verið að reyna að hagnast á þeim. Ætlaði hann að selja bifreiðin aftur með hagnaði. Þetta hafii hins vegar farið „eins illa og hægt var“ en „það einfaldlega hrundi markaðurinn í bílasölu og það seldist ekki neitt og ég sat uppi með þennan bíl,“ líkt og kom fram hjá syninum fyrir dómi.Konan býr á Akureyri.Vísir/PjeturTaldi að bankinn hefði átt að vita að sonurinn gæti ekki staðið undir afborgunum Þegar uppi var staðið var skuldin komin í 8,9 milljónir króna og var móðir mannsins í ábyrgð fyrir þeim. Árið 2015 fór Arion banki, sem hafði fengið skuldina framselda frá Dróma hf., fram á það að fasteign konunnar yrði seld nauðungarsölu. Sýslumaðurinn á Norðurlandi varð við beiðni Arion banka. Konan tók hins vegar til varna og vildi fá ákvörðun sýslumanns hnekkt. Byggði hún mál sitt meðal annars á því að Sparisjóður Reykjavíkur, upphaflegi lánveitandinn, hefði ekki staðið rétt að gerð greiðslumats þegar sonur hennar sótti um bílalánið. Framvísaði hún gögnum sem sýndu fram á það að mánaðarlegar tekjur sonar hennar og sambýliskonu þegar lánið var tekið árið 2007 hefðu ekki dugað fyrir mánaðarlegum útgjöldum. Voru mánaðarleg útgjöld þeirra alls 52.445 krónum hærri fjárhæð en mánaðarlegar ráðstöfunartekjur. Taldi hún að niðurstaða greiðslumats, sem benti til þess að sonur hennar gæti staðið við skuldbindingar sínar miðað við fjárhagsstöðu, væri röng. Taldi hún að ef réttilega hefði verið staðið að gerð greiðslumatsins hefði sonur hennar aldrei staðist greiðslumatið og því ekki fengið lánið. Miðað við fjármálasögu sonar hennar og sambýliskonu hefði bankanum mátt vera ljóst að þau gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar. Við þær aðstæður hafi það verið ósanngjarnt að bankinn gæti velt áhættunni af lánveitingunni yfir á sig, að mati konunnar. Í dómi héraðsdóms segir að konan hafi leitt sterkar líkur að því að niðurstaða greiðslumatsins um að sonur hennar ætti að geta staðið við bílalánið væri röng. Þar segir jafnframt að þrátt fyrir að konan hafi sýnt af sér „talsvert fyrirhyggjuleysi“ með því að gangast í ábyrgð fyrir lánið hafi ekki verið sýnt fram á að hún hefði gert það, ef niðurstaða greiðslumatsins hefði verið á þá leið að sonur hennar gæti ekki staðið við lánaskuldbingar sínar. Var ákvörðun sýslumanns um að nauðungarsala fari fram á fasteign konunnar felld úr gildi. Þá þarf Arion banki jafnframt að greiða 1,7 milljón í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Sjá meira