Everybodys Golf: Aulalega skemmtilegur Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2017 16:00 Nýjasti leikurinn í Everybody‘s Golf seríunni kom mér skemmtilega á óvart. Ég hef ekki spilað fyrri leiki seríunnar og „ragequit-aði“ nokkrum sinnum en skemmti mér þó konunglega. Framleiðendur leiksins taka sig alls ekki alvarlega og leiknum ætlað að vera lítið annað en skemmtilegur. Það tekst ágætlega. Leikurinn hentar börnum sem vilja læra um golf, eða eiga foreldra sem vilja að þau læri um golf (sem er líklegra), en annars er erfitt að segja mikið um Everybody‘s Golf annað en að leikurinn sé einmitt skemmtilegur og að mörgu leyti er hann meiri hlutverkaleikur en golfleikur. Það er reyndar líka hægt að veiða fisk og fara í spurningaleiki í leiknum.Í byrjun leiksins þurfa spilarar að búa til persónu og læra helstu tökin. Persónusköpunin er fjölbreytt og mér tókst að búa til einstaklega Samma-legan Avatar. Þegar spilarar hafa tekið fyrstu þrepin er þó í rauninni búið að læra mest allt. Það er ekki mikið sem stendur spilurum til boða þegar kemur að fínpússun högga. Í fyrstu allavega. Nauðsynlegt er að sigra nokkurs konar endakarla til að öðlast og læra á þá hæfileika. Sömuleiðis verður Avatar spilara sífellt betri eftir því sem hann spilar meira og með því að ná góðu höggi með ákveðinni kylfu verður Avatarinn betri með þeirri kylfu. Þar að auki þurfa spilarar að sigra velli til að opna fleiri og öðruvísi velli. Auk einspilunar er einnig hægt að spila á netinu. Bæði í einkaleikjum við vini sína og einnig á stórum mótum þar sem fjölmargir spilarar koma saman á golfvelli, í nokkurs konar „Open World“ umhverfi, og keppa um hver sé best(ur).Þrátt fyrir að ég hafi skemmt mér vel í leiknum, dreg ég í efa að hann muni halda áhuga mínum lengi. Sérstaklega þar sem ég hef nákvæmlega engan áhuga á golfi. Það hvað leikurinn er aulalegur og skemmtilegur er þó heillandi. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Nýjasti leikurinn í Everybody‘s Golf seríunni kom mér skemmtilega á óvart. Ég hef ekki spilað fyrri leiki seríunnar og „ragequit-aði“ nokkrum sinnum en skemmti mér þó konunglega. Framleiðendur leiksins taka sig alls ekki alvarlega og leiknum ætlað að vera lítið annað en skemmtilegur. Það tekst ágætlega. Leikurinn hentar börnum sem vilja læra um golf, eða eiga foreldra sem vilja að þau læri um golf (sem er líklegra), en annars er erfitt að segja mikið um Everybody‘s Golf annað en að leikurinn sé einmitt skemmtilegur og að mörgu leyti er hann meiri hlutverkaleikur en golfleikur. Það er reyndar líka hægt að veiða fisk og fara í spurningaleiki í leiknum.Í byrjun leiksins þurfa spilarar að búa til persónu og læra helstu tökin. Persónusköpunin er fjölbreytt og mér tókst að búa til einstaklega Samma-legan Avatar. Þegar spilarar hafa tekið fyrstu þrepin er þó í rauninni búið að læra mest allt. Það er ekki mikið sem stendur spilurum til boða þegar kemur að fínpússun högga. Í fyrstu allavega. Nauðsynlegt er að sigra nokkurs konar endakarla til að öðlast og læra á þá hæfileika. Sömuleiðis verður Avatar spilara sífellt betri eftir því sem hann spilar meira og með því að ná góðu höggi með ákveðinni kylfu verður Avatarinn betri með þeirri kylfu. Þar að auki þurfa spilarar að sigra velli til að opna fleiri og öðruvísi velli. Auk einspilunar er einnig hægt að spila á netinu. Bæði í einkaleikjum við vini sína og einnig á stórum mótum þar sem fjölmargir spilarar koma saman á golfvelli, í nokkurs konar „Open World“ umhverfi, og keppa um hver sé best(ur).Þrátt fyrir að ég hafi skemmt mér vel í leiknum, dreg ég í efa að hann muni halda áhuga mínum lengi. Sérstaklega þar sem ég hef nákvæmlega engan áhuga á golfi. Það hvað leikurinn er aulalegur og skemmtilegur er þó heillandi.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira