Búa í garðinum hjá velviljuðu fólki Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. september 2017 20:00 Í ágúst sögðum við frá Kjartani Theódórssyni sem bjó á tjaldsvæðinu í Hafnarfirði en hann hefur ekki ráð á leiguhúsnæði. Hann hafði áhyggjur af því hvert hann færi þegar tjaldsvæðinu yrði lokað en velviljað fólk í Hafnarfirði leyfði honum og konunni hans að tjalda í garðinum sínum. Það er orðið frekar napurt úti en inni í tjaldinu er hlýtt. Hjónin hafa hitablásara í tjaldinu og sjónvarp en þau fá aðgang að rafmagni og salernisaðstöðu hjá húseigendum. „Eins og staðan er í dag þá lítur allt út fyrir að við verðum hér í vetur. Það hefur ekkert gerst í mínum málum og maður hefur reynt að fá einhverja aðstoð en það hefur ekkert breyst," segir Kjartan. Kjartan fór á götuna eftir að hann fékk hjartaáfall fyrir nokkrum mánuðum og missti tekjurnar. „Ég hef farið til læknis og hann hefur séð að heilsunni hefur hrakað. Þetta hefur tekið toll af mér - ég hef verið mjög veikur síðustu tíu daga en það er erfitt að hugsa vel um sig þegar maður er í tjaldi.“ Eina lausnin sem þeim hjónum er bent á er Gistiskýlið og Konukot. Kjartan segir það ekki lausn fyrir fjölskyldufólk en þau vilja búa barni sínu heimili. „Við eigum eina 10 ára stelpu, sem er stjúpdóttir mín og ég hef alið upp frá þriggja ára aldri. Hún er nú hjá föður sínum sem tók hana að sér. Meðal annars til að hjálpa okkur í þessari stöðu, að þurfa ekki að vera með barnið með okkur hér í tjaldi.“ Kjartan segist vera í baráttuham og fer fyrir hópi fólks sem ætlar að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Hann segir að fundað verði á næstu dögum og fólk sé reitt. „Við erum aðallega að einbeita okkur að fólkinu sem blæðir í þessu landi, það eru öryrkjar, ellilífeyrisþegar, fólk með langveik börn og fólk á götunni. Fólk með vímuefna- og áfengisvanda. Þetta er fólk sem mér finnst stjórnvöld ekki vera að skipta sér af, sem mér finnst skipta máli svo landið okkar geti verið gott með hamingjusömu fólki," segir Kjartan. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Sjá meira
Í ágúst sögðum við frá Kjartani Theódórssyni sem bjó á tjaldsvæðinu í Hafnarfirði en hann hefur ekki ráð á leiguhúsnæði. Hann hafði áhyggjur af því hvert hann færi þegar tjaldsvæðinu yrði lokað en velviljað fólk í Hafnarfirði leyfði honum og konunni hans að tjalda í garðinum sínum. Það er orðið frekar napurt úti en inni í tjaldinu er hlýtt. Hjónin hafa hitablásara í tjaldinu og sjónvarp en þau fá aðgang að rafmagni og salernisaðstöðu hjá húseigendum. „Eins og staðan er í dag þá lítur allt út fyrir að við verðum hér í vetur. Það hefur ekkert gerst í mínum málum og maður hefur reynt að fá einhverja aðstoð en það hefur ekkert breyst," segir Kjartan. Kjartan fór á götuna eftir að hann fékk hjartaáfall fyrir nokkrum mánuðum og missti tekjurnar. „Ég hef farið til læknis og hann hefur séð að heilsunni hefur hrakað. Þetta hefur tekið toll af mér - ég hef verið mjög veikur síðustu tíu daga en það er erfitt að hugsa vel um sig þegar maður er í tjaldi.“ Eina lausnin sem þeim hjónum er bent á er Gistiskýlið og Konukot. Kjartan segir það ekki lausn fyrir fjölskyldufólk en þau vilja búa barni sínu heimili. „Við eigum eina 10 ára stelpu, sem er stjúpdóttir mín og ég hef alið upp frá þriggja ára aldri. Hún er nú hjá föður sínum sem tók hana að sér. Meðal annars til að hjálpa okkur í þessari stöðu, að þurfa ekki að vera með barnið með okkur hér í tjaldi.“ Kjartan segist vera í baráttuham og fer fyrir hópi fólks sem ætlar að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Hann segir að fundað verði á næstu dögum og fólk sé reitt. „Við erum aðallega að einbeita okkur að fólkinu sem blæðir í þessu landi, það eru öryrkjar, ellilífeyrisþegar, fólk með langveik börn og fólk á götunni. Fólk með vímuefna- og áfengisvanda. Þetta er fólk sem mér finnst stjórnvöld ekki vera að skipta sér af, sem mér finnst skipta máli svo landið okkar geti verið gott með hamingjusömu fólki," segir Kjartan.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Sjá meira