Fjögurra stjörnu sóknarlína hjá Liverpool í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2017 08:00 Philippe Coutinho sýndi snilli sína í síðasta leik. Hér fagna félagar hans honum í sigrinum á Leicester. Vísir/Getty Sadio Mane, Philippe Coutinho, Roberto Firmino og Mohamed Salah gætu allir verið í byrjunarliði Liverpool í kvöld þegar liðið heimsækir Spartak Moskvu í Meistaradeildinni. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hefur aldrei byrjað með þá fjóra saman í byrjunarliðinu á þessu tímabili en þegar þeir voru í byrjunarliðinu í eitt skipti á undirbúningstímabilinu þá vann Liverpool 3-0 sigur á þýska stórliðinu Bayern München. Ekki er vitað hvað Klopp gerir og hann gaf ekkert upp á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það verður að vera rétta jafnvægið í liðinu. Við erum sóknar hugsandi lið en þetta snýst um að spila Meistaradeildarfótbolta,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundinum. Telegraph velti fyrir sér mögulegu byrjunarliði. „Við þurfum að ná úrslitum. Menn þurfa að gera það rétta í stöðunni á réttum tímapunktum. Þetta snýst ekki um að setja á svið einhverja sýningu. Þetta snýst um að vera góðir, klára hlutina og klára þá á réttum tíma. Við getum ekki komið með alla listamennina fram í einu en ef það passar fyrir okkar lið þá munum við gera það,“ sagði Klopp. Allir ættu að vera klárir í bátana. Sadio Mane er búinn að taka út leikbannið sitt og Philippe Coutinho er kominn í leikform eins og hann sýndi með marki og stoðsendingu í sigri á Leicester City um síðustu helgi. „Leikurinn á móti Bayern var góður leikur hjá okkur en það er langt síðan hann var. Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en þú sagðir mér það að þetta hafi verið eini leikurinn þar sem þeir hafa allir byrjað,“ sagði Klopp þegar staðreyndin um stjörnurnar fjórar var borin undir hann. Hvort blaðamaðurinn á Telegraph hafi gefið honum góða hugmynd kemur ekki í ljós fyrr en í kvöld. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Sjá meira
Sadio Mane, Philippe Coutinho, Roberto Firmino og Mohamed Salah gætu allir verið í byrjunarliði Liverpool í kvöld þegar liðið heimsækir Spartak Moskvu í Meistaradeildinni. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hefur aldrei byrjað með þá fjóra saman í byrjunarliðinu á þessu tímabili en þegar þeir voru í byrjunarliðinu í eitt skipti á undirbúningstímabilinu þá vann Liverpool 3-0 sigur á þýska stórliðinu Bayern München. Ekki er vitað hvað Klopp gerir og hann gaf ekkert upp á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það verður að vera rétta jafnvægið í liðinu. Við erum sóknar hugsandi lið en þetta snýst um að spila Meistaradeildarfótbolta,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundinum. Telegraph velti fyrir sér mögulegu byrjunarliði. „Við þurfum að ná úrslitum. Menn þurfa að gera það rétta í stöðunni á réttum tímapunktum. Þetta snýst ekki um að setja á svið einhverja sýningu. Þetta snýst um að vera góðir, klára hlutina og klára þá á réttum tíma. Við getum ekki komið með alla listamennina fram í einu en ef það passar fyrir okkar lið þá munum við gera það,“ sagði Klopp. Allir ættu að vera klárir í bátana. Sadio Mane er búinn að taka út leikbannið sitt og Philippe Coutinho er kominn í leikform eins og hann sýndi með marki og stoðsendingu í sigri á Leicester City um síðustu helgi. „Leikurinn á móti Bayern var góður leikur hjá okkur en það er langt síðan hann var. Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en þú sagðir mér það að þetta hafi verið eini leikurinn þar sem þeir hafa allir byrjað,“ sagði Klopp þegar staðreyndin um stjörnurnar fjórar var borin undir hann. Hvort blaðamaðurinn á Telegraph hafi gefið honum góða hugmynd kemur ekki í ljós fyrr en í kvöld.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Sjá meira