Tölfræðingarnir á Opta Joe twitter-síðunni hafa nú reiknað það út að enski landsliðsframherjinn sé búinn að skora fleiri mörk á árinu 2017 heldur en sjö lið í ensku úrvalsdeildinni.
2017 - Goals in 2017 so far:
Harry Kane - 34
Southampton - 33
Swansea - 33
Burnley - 32
Watford - 31
Stoke - 28
WBA - 27
C.Palace - 26.
Wow. pic.twitter.com/s7UHotvvfp
— OptaJoe (@OptaJoe) September 27, 2017
Miklu munar um frammistöðu kappans í september en hann hefur skorað tvö mörk eða fleiri í fjórum af fimm leikjum Tottenham-liðsins í september.
Kane hefur skorað þessi 34 mörk í aðeiuns 30 leikjum og er með tíu mörkum meira en næsti leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í öllum keppnum á árinu 2017. Þeir eru Sergio Aguero hjá Manchester City og Romelu Lukaku hjá Manchester United.
34 - No player has scored more goals in all competitions for a Premier League club in 2017 than Harry Kane (34). Phenomenon. pic.twitter.com/LM2QP6D7h3
— OptaJoe (@OptaJoe) September 26, 2017