Gunnar Nelson fellur niður um eitt sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni.
Gunnar var í 11. sæti en er kominn niður í það tólfta. Hann hefur sætaskipti við Kamaru Usman.
Staða annarra á styrkleikalistanum í veltivigtinni er óbreytt. Robbie Lawler er í 1. sæti, Stephen Thompson í öðru og Demain Maia í því þriðja.
Gunnar keppti síðast gegn Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio í Glasgow um miðjan júlí. Gunnar þurfti að sætta sig við sitt tap sem var afar umdeilt enda potaði Ponzinibbio puttunum nokkrum sinnum í augun á Gunnari.
Gunnar fellur niður um eitt sæti

Tengdar fréttir

Áfrýjun Gunnars hafnað og úrslitin standa
UFC ákvað að breyta ekki úrslitum í viðureign Gunnars Nelson og Santiago Pozinibbio.

Gunnar keppir ekki meira á árinu
Segist þakklátur fyrir að hafa haldið sjóninni eftir augnapot Santiago Ponzinibbio í Glasgow í síðasta mánuði.