Hæð yfir Finnlandi heldur Austurlandi í járngreipum úrhellisins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2017 16:30 Það er allt á floti í Fljótsdal. Mynd/Landsbjörg „Mér fannst ótrúlegt hvað þetta hækkar mikið miðað við hvað þetta er vítt og opið,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands eftir að hafa skoðað loftmyndir af Fljótsdal. Þar hafa bændur og björgunarsveitir staðið í ströngu við að bjarga kindum eftir að Jökulsá í Fljótsdal flæddi yfir bakka sína. Talið er að tugir kinda hafi drepist og á túnum á Valþjófsstaðanesi liggur klofhátt vatn yfir túnunum að stórum hluta. Gríðarleg úrkoma hefur verið á Suðausturlandi og Austfjörðum undanfarna daga og segjast íbúar þar aldrei hafa séð aðra eins úrkomu og þá sem gengið hefur yfir austanvert landið undanfarin sólarhring.Sjá einnig:Aldrei séð svona úrhelliVarað hefur verið við vatnavöxtum á þessu svæði undanfarna daga en Óli Þór segir að vatnavextirnir á Fljótsdalshéraði hafi samt sem áður komið á óvart.Björgunarsveitarmenn sigldu um á bát til þess að bjarga því sem bjarga varð.Mynd/Landsbjörg„Maður átti von á vatnavöxtum við Suðausturströndina og á sunnanverðum Austfjörðum en það var bara nægilega hvasst til að draga þessa úrkomu líka yfir fjöllin þannig að þetta fór inn á vatnasvið ánna sem renna inn á Fljótsdalshérað,“ segir Óli Þór.Finnska hæðin veldur usla Á vef Veðurstofunnar má sjá að rennsli í Jökulsá í Fljótsdal hefur nærri þrefaldast á örfáum klukkutímum við Valþjófsstaðanes. Þá hefur vatnshæð hækkað um nærri einn og hálfan metra. Þurftu björgunarsveitarmenn að sigla um túnin á bátum til þess að bjarga því sem hægt var að bjarga.Sjá einnig: Ágætt að láta loka sig inni annað slagiðÓli Þór telur þó líklegt að vatnsstaðan á túnunum fari lækkandi í nótt og á morgun en ekki sé hægt að segja til um hversu hratt það gerist. Það muni fara eftir því hvenær hætti að rigna á vatnasviðum ánna á Fljótsdalshéraði.Eins og sjá má er gríðarleg úrkoma á austanverðu landinu.Mynd/VeðurstofanÞá þyki veðurfræðingum einnig óvenjulegt hversu staðbundin úrkoman er. Líkt og sjá má á kortinu hér fyrir ofan er gríðarleg úrkoma á Austfjörðum og Suðausturlandi en lítil sem engin annars staðar. „Það er þessi gríðarstóra hæð yfir Finnlandi sem heldur þessu þarna í járngreipum, hún situr bara föst þarna á sama stað,“ segir Óli Þór sem telur þó líklegt að draga muni úr úrkomunni á morgun. „Um miðjan dag á morgun fara þessi skil nokkuð hratt austur og þá verður hlé.“Að neðan má sjá myndasyrpu sem Ingi Ragnarsson, sem rekur ferðaþjónustu á Bragðavöllum í Hamarsfirði ásamt bróður sínum Eiði, tók af Hamarsá og umhverfi í dag. Veður Tengdar fréttir Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45 Bóndinn í Hamarsseli: Ágætt að láta loka sig inni annað slagið Gautur Sverrisson, bóndi í Hamarsseli í Djúpavogshreppi kemst ekki langt á meðan hellirignir og ár flæða á Austurlandi. 27. september 2017 15:39 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
„Mér fannst ótrúlegt hvað þetta hækkar mikið miðað við hvað þetta er vítt og opið,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands eftir að hafa skoðað loftmyndir af Fljótsdal. Þar hafa bændur og björgunarsveitir staðið í ströngu við að bjarga kindum eftir að Jökulsá í Fljótsdal flæddi yfir bakka sína. Talið er að tugir kinda hafi drepist og á túnum á Valþjófsstaðanesi liggur klofhátt vatn yfir túnunum að stórum hluta. Gríðarleg úrkoma hefur verið á Suðausturlandi og Austfjörðum undanfarna daga og segjast íbúar þar aldrei hafa séð aðra eins úrkomu og þá sem gengið hefur yfir austanvert landið undanfarin sólarhring.Sjá einnig:Aldrei séð svona úrhelliVarað hefur verið við vatnavöxtum á þessu svæði undanfarna daga en Óli Þór segir að vatnavextirnir á Fljótsdalshéraði hafi samt sem áður komið á óvart.Björgunarsveitarmenn sigldu um á bát til þess að bjarga því sem bjarga varð.Mynd/Landsbjörg„Maður átti von á vatnavöxtum við Suðausturströndina og á sunnanverðum Austfjörðum en það var bara nægilega hvasst til að draga þessa úrkomu líka yfir fjöllin þannig að þetta fór inn á vatnasvið ánna sem renna inn á Fljótsdalshérað,“ segir Óli Þór.Finnska hæðin veldur usla Á vef Veðurstofunnar má sjá að rennsli í Jökulsá í Fljótsdal hefur nærri þrefaldast á örfáum klukkutímum við Valþjófsstaðanes. Þá hefur vatnshæð hækkað um nærri einn og hálfan metra. Þurftu björgunarsveitarmenn að sigla um túnin á bátum til þess að bjarga því sem hægt var að bjarga.Sjá einnig: Ágætt að láta loka sig inni annað slagiðÓli Þór telur þó líklegt að vatnsstaðan á túnunum fari lækkandi í nótt og á morgun en ekki sé hægt að segja til um hversu hratt það gerist. Það muni fara eftir því hvenær hætti að rigna á vatnasviðum ánna á Fljótsdalshéraði.Eins og sjá má er gríðarleg úrkoma á austanverðu landinu.Mynd/VeðurstofanÞá þyki veðurfræðingum einnig óvenjulegt hversu staðbundin úrkoman er. Líkt og sjá má á kortinu hér fyrir ofan er gríðarleg úrkoma á Austfjörðum og Suðausturlandi en lítil sem engin annars staðar. „Það er þessi gríðarstóra hæð yfir Finnlandi sem heldur þessu þarna í járngreipum, hún situr bara föst þarna á sama stað,“ segir Óli Þór sem telur þó líklegt að draga muni úr úrkomunni á morgun. „Um miðjan dag á morgun fara þessi skil nokkuð hratt austur og þá verður hlé.“Að neðan má sjá myndasyrpu sem Ingi Ragnarsson, sem rekur ferðaþjónustu á Bragðavöllum í Hamarsfirði ásamt bróður sínum Eiði, tók af Hamarsá og umhverfi í dag.
Veður Tengdar fréttir Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45 Bóndinn í Hamarsseli: Ágætt að láta loka sig inni annað slagið Gautur Sverrisson, bóndi í Hamarsseli í Djúpavogshreppi kemst ekki langt á meðan hellirignir og ár flæða á Austurlandi. 27. september 2017 15:39 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30
Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45
Bóndinn í Hamarsseli: Ágætt að láta loka sig inni annað slagið Gautur Sverrisson, bóndi í Hamarsseli í Djúpavogshreppi kemst ekki langt á meðan hellirignir og ár flæða á Austurlandi. 27. september 2017 15:39
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent