Bókaþjóðin vaknar Lilja Alfreðsdóttir. skrifar 28. september 2017 07:00 Íslendingar eru bókaþjóð. Bækur eru vettvangur nýsköpunar og grundvöllur símenntunar alla ævi. Bækur eru snar þáttur í málþroska barna. Þær gegna lykilhlutverki í menntakerfinu og miðla sögu og menningu okkar til komandi kynslóða. Menntun, skólar og bækur eru lykill að framförum og því mikilvægt að efla allt er viðkemur skapandi skrifum, lestri og útgáfu. Læsi er forsenda þekkingar og lykill að sjálfsvirðingu. Íslensk tunga á undir högg að sækja. Öflug útgáfa á frumsömdu og þýddu fræðslu- og kennsluefni á öllum skólastigum er nauðsynleg til að styrkja innlent fræðastarf og auðga íslenska tungu af hugtökum og íðorðum á öllum sviðum. Niðurstöður PISA-rannsóknar frá 2015 sýna að Ísland kemur lakast út á Norðurlöndunum í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi og er auk þess undir OECD-meðaltali. Ljóst er að þessi árangur í PISA-rannsókninni er óásættanlegur. Bóksala hefur dregist saman um rúm 31% frá árinu 2008 og má segja að um hrun sé að ræða. Þegar svona aðstæður koma upp, þá ber stjórnvöldum að nýta stjórnvaldstæki sín, eins og skattkerfið, og bregðast við. Ein leið er að afnema bókaskatt og því lagði ég fram frumvarp á lokadegi þingsins þess efnis. Þverpólitísk sátt hefur myndast í þinginu um málið, þar sem fulltrúar allra stjórnmálaflokka eru meðflutningsmenn. Bækur eru almennt í lægra skattþrepi meðal þjóða heims. Fimm Evrópuþjóðir hafa afnumið virðisaukaskatt á bókum til að efla læsi og vernda menningu sína og tungu, þ.e. Norðmenn, Færeyingar, Bretar, Írar og Úkraínumenn. Meðaltal virðisaukaskatts á bókum í Evrópu er 7%. Þrjátíu lönd í Evrópu eru með lægri virðisaukaskatt á bókum en hér á landi. Sænsk stjórnvöld lækkuðu virðisaukaskatt á bókum árið 2002 úr 25% niður í 6%. Sala bóka jókst um 16% fyrsta árið og áhrifin voru viðvarandi. Ekki þurfti lengur að styðja sérstaklega við bóksölu í jaðarbyggðum og fleiri fjölbreyttari bókaútgáfur spruttu upp. Það er afar ánægjulegt að þverpólitísk sátt hefur myndast um að afnema bókaskatt og því á að vera auðvelt að hrinda því í framkvæmd á næsta þingi. Bókaþjóðin mun standa undir nafni með afnámi bókaskattsins.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eru bókaþjóð. Bækur eru vettvangur nýsköpunar og grundvöllur símenntunar alla ævi. Bækur eru snar þáttur í málþroska barna. Þær gegna lykilhlutverki í menntakerfinu og miðla sögu og menningu okkar til komandi kynslóða. Menntun, skólar og bækur eru lykill að framförum og því mikilvægt að efla allt er viðkemur skapandi skrifum, lestri og útgáfu. Læsi er forsenda þekkingar og lykill að sjálfsvirðingu. Íslensk tunga á undir högg að sækja. Öflug útgáfa á frumsömdu og þýddu fræðslu- og kennsluefni á öllum skólastigum er nauðsynleg til að styrkja innlent fræðastarf og auðga íslenska tungu af hugtökum og íðorðum á öllum sviðum. Niðurstöður PISA-rannsóknar frá 2015 sýna að Ísland kemur lakast út á Norðurlöndunum í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi og er auk þess undir OECD-meðaltali. Ljóst er að þessi árangur í PISA-rannsókninni er óásættanlegur. Bóksala hefur dregist saman um rúm 31% frá árinu 2008 og má segja að um hrun sé að ræða. Þegar svona aðstæður koma upp, þá ber stjórnvöldum að nýta stjórnvaldstæki sín, eins og skattkerfið, og bregðast við. Ein leið er að afnema bókaskatt og því lagði ég fram frumvarp á lokadegi þingsins þess efnis. Þverpólitísk sátt hefur myndast í þinginu um málið, þar sem fulltrúar allra stjórnmálaflokka eru meðflutningsmenn. Bækur eru almennt í lægra skattþrepi meðal þjóða heims. Fimm Evrópuþjóðir hafa afnumið virðisaukaskatt á bókum til að efla læsi og vernda menningu sína og tungu, þ.e. Norðmenn, Færeyingar, Bretar, Írar og Úkraínumenn. Meðaltal virðisaukaskatts á bókum í Evrópu er 7%. Þrjátíu lönd í Evrópu eru með lægri virðisaukaskatt á bókum en hér á landi. Sænsk stjórnvöld lækkuðu virðisaukaskatt á bókum árið 2002 úr 25% niður í 6%. Sala bóka jókst um 16% fyrsta árið og áhrifin voru viðvarandi. Ekki þurfti lengur að styðja sérstaklega við bóksölu í jaðarbyggðum og fleiri fjölbreyttari bókaútgáfur spruttu upp. Það er afar ánægjulegt að þverpólitísk sátt hefur myndast um að afnema bókaskatt og því á að vera auðvelt að hrinda því í framkvæmd á næsta þingi. Bókaþjóðin mun standa undir nafni með afnámi bókaskattsins.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar