Nýja göngubrúin fallin eftir aðeins fjórar vikur Kristján Már Unnarsson skrifar 27. september 2017 23:04 Svona leit göngubrúin út í dag. Hólmsá í foráttuvexti. Jón Kjartansson Göngubrú yfir Hólmsá á Mýrum í Hornafirði, sem var hluti nýrrar gönguleiðar sem opnuð var fyrir aðeins fjórum vikum, er fallin í vatnavöxtum dagsins. „Hún er ekki falleg. Hún er ónýt,” sagði Jón Kjartansson, gröfumaður á Háhóli í Hornafirði, í samtali við fréttastofuna í kvöld, en hann fór um svæðið í dag. Göngubrúin yfir Hólmsá áður en hún féll, Fláajökull í baksýn.Vatnajökulsþjóðgarður.Svo vill til að fjallað var um göngubrúna í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hún er milli Fláajökuls og Heinabergsjökuls og var henni ætlað að greiða leið göngufólks að skriðjöklunum á Mýrum.Brúin hékk enn í öðrum stöplinum um miðjan dag.Jón Kjartansson„Þegar ég var þarna um tvö-þrjúleytið í dag þá var norðurstöpullinn fallinn. Ég held að það séu 90 prósent líkur á því að hún sé endanlega fallinn núna. Þetta er ekkert venjulegt vatn,” sagði Jón. Hann tók meðfylgjandi myndir af brúarleifunum í dag.Hér sést annar brúarstöpullinn.Mynd/Jón Kjartansson.Hann kveðst aldrei hafa séð Hólmsá í jafnmiklum ham og núna. Hún hafi síðast gert usla árið 2002. „En það var ekkert miðað við það sem er að gerast núna. Þetta er alveg fáránlegt. Menn verða að byggja stærri brú næst, miðað við allt þetta vatn.” „Þessi brú er lítið miðað við allt annað sem gengur á,” sagði Sigurlaug Gissurardóttir, bóndi á Brunnhóli, í kvöld. Hún segir Hólmsá í gríðarlegum ham. Hún hafi brotið sér leið í gegnum hringveginn við Hellisholt. Menn hafi þá ákveðið að rjúfa að minnsta kosti þrjú skörð í veginn til að þjóðvegurinn eyðilegðist ekki allur. Hér að neðan má sjá myndband sem Jón Kjartansson tók við Hólmsá í dag. Veður Tengdar fréttir Við erum miður okkar að hafa misst brúna "Við erum alveg miður okkar, aðstandendur þessa verkefnis. En sem fyrr sannast að við megum okkar einskis gagnvart náttúrunni,” sagði Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn. 28. september 2017 09:26 Nýjar göngubrýr greiða fólki leið að skriðjöklum Ferðamönnum hefur opnast ný gönguleið um eitt stórfenglegasta jöklasvæði landsins, með þremur göngubrúm yfir jökulár á Mýrum í Hornafirði. 26. september 2017 23:04 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Sjá meira
Göngubrú yfir Hólmsá á Mýrum í Hornafirði, sem var hluti nýrrar gönguleiðar sem opnuð var fyrir aðeins fjórum vikum, er fallin í vatnavöxtum dagsins. „Hún er ekki falleg. Hún er ónýt,” sagði Jón Kjartansson, gröfumaður á Háhóli í Hornafirði, í samtali við fréttastofuna í kvöld, en hann fór um svæðið í dag. Göngubrúin yfir Hólmsá áður en hún féll, Fláajökull í baksýn.Vatnajökulsþjóðgarður.Svo vill til að fjallað var um göngubrúna í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hún er milli Fláajökuls og Heinabergsjökuls og var henni ætlað að greiða leið göngufólks að skriðjöklunum á Mýrum.Brúin hékk enn í öðrum stöplinum um miðjan dag.Jón Kjartansson„Þegar ég var þarna um tvö-þrjúleytið í dag þá var norðurstöpullinn fallinn. Ég held að það séu 90 prósent líkur á því að hún sé endanlega fallinn núna. Þetta er ekkert venjulegt vatn,” sagði Jón. Hann tók meðfylgjandi myndir af brúarleifunum í dag.Hér sést annar brúarstöpullinn.Mynd/Jón Kjartansson.Hann kveðst aldrei hafa séð Hólmsá í jafnmiklum ham og núna. Hún hafi síðast gert usla árið 2002. „En það var ekkert miðað við það sem er að gerast núna. Þetta er alveg fáránlegt. Menn verða að byggja stærri brú næst, miðað við allt þetta vatn.” „Þessi brú er lítið miðað við allt annað sem gengur á,” sagði Sigurlaug Gissurardóttir, bóndi á Brunnhóli, í kvöld. Hún segir Hólmsá í gríðarlegum ham. Hún hafi brotið sér leið í gegnum hringveginn við Hellisholt. Menn hafi þá ákveðið að rjúfa að minnsta kosti þrjú skörð í veginn til að þjóðvegurinn eyðilegðist ekki allur. Hér að neðan má sjá myndband sem Jón Kjartansson tók við Hólmsá í dag.
Veður Tengdar fréttir Við erum miður okkar að hafa misst brúna "Við erum alveg miður okkar, aðstandendur þessa verkefnis. En sem fyrr sannast að við megum okkar einskis gagnvart náttúrunni,” sagði Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn. 28. september 2017 09:26 Nýjar göngubrýr greiða fólki leið að skriðjöklum Ferðamönnum hefur opnast ný gönguleið um eitt stórfenglegasta jöklasvæði landsins, með þremur göngubrúm yfir jökulár á Mýrum í Hornafirði. 26. september 2017 23:04 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Sjá meira
Við erum miður okkar að hafa misst brúna "Við erum alveg miður okkar, aðstandendur þessa verkefnis. En sem fyrr sannast að við megum okkar einskis gagnvart náttúrunni,” sagði Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn. 28. september 2017 09:26
Nýjar göngubrýr greiða fólki leið að skriðjöklum Ferðamönnum hefur opnast ný gönguleið um eitt stórfenglegasta jöklasvæði landsins, með þremur göngubrúm yfir jökulár á Mýrum í Hornafirði. 26. september 2017 23:04