Rétta andrúmsloftið skapast í kapellunni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. september 2017 10:15 Hægt er að ganga kringum verkið á gólfinu og líka njóta þess ofan af svölum. Mynd/Vigfús Birgisson Kapella og kjallari St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, þar sem áður var beðist fyrir og lík voru lögð til, er nú vettvangur vídeólistar Sigurðar Guðjónssonar myndlistarmanns. Innljós nefnist sýningin hans sem samanstendur af þremur verkum, einu í kapellunni og tveimur niðri í kjallara. „Þetta byrjaði með því að Listasafn ASÍ tók ákvörðun um að setja upp sýningar í ýmsum bæjum og Hafnarfjörður varð fyrst fyrir valinu. Við Elísabet Gunnarsdóttir, forstöðumaður safnsins, fórum í vettvangsferðir að skoða húsnæði og fannst kapellan strax hentugur staður fyrir það sem við ætluðum að gera,“ segir Sigurður og kveðst nýta aðstæðurnar á vissan hátt, til dæmis gólfið í kapellunni fyrir myndvörpun. „Áhorfandinn getur gengið kringum verkið og upplifað það eins og skúlptúr. Líka farið upp á svalir og horft yfir. Öllum verkunum fylgja hljóð sem unnin eru út frá myndefninu og hljómburðurinn er mjög góður á staðnum þannig að rétta andrúmsloftið skapast í kapellunni.“Sigurður hefur meðal annars sýnt í Berlín, New York, Lundúnum, Peking og Seúl. Mynd/Vigfús BirgissonSpurður hvað hann sé að segja með sýningunni svarar Sigurður: „Það er undir hverjum og einum komið að skynja og sjá sitt út úr verkunum en hreyfing og tímaelementið eru lykilatriði. Ég er ekki að vinna með nein ákveðin skilaboð heldur snýst sýningin um marglaga upplifun og heildarvirkni. Því er betra að hafa góðan tíma til að fara á milli verkanna og dvelja við þau.“ St. Jósefsspítali er við Suðurgötu 41 í Hafnarfirði. Sýningin Innljós er opin þar miðvikudaga til sunnudaga frá 12 til 17 fram í miðjan október og opnuð fyrir hópa utan reglulegs opnunartíma. Menning Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Kapella og kjallari St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, þar sem áður var beðist fyrir og lík voru lögð til, er nú vettvangur vídeólistar Sigurðar Guðjónssonar myndlistarmanns. Innljós nefnist sýningin hans sem samanstendur af þremur verkum, einu í kapellunni og tveimur niðri í kjallara. „Þetta byrjaði með því að Listasafn ASÍ tók ákvörðun um að setja upp sýningar í ýmsum bæjum og Hafnarfjörður varð fyrst fyrir valinu. Við Elísabet Gunnarsdóttir, forstöðumaður safnsins, fórum í vettvangsferðir að skoða húsnæði og fannst kapellan strax hentugur staður fyrir það sem við ætluðum að gera,“ segir Sigurður og kveðst nýta aðstæðurnar á vissan hátt, til dæmis gólfið í kapellunni fyrir myndvörpun. „Áhorfandinn getur gengið kringum verkið og upplifað það eins og skúlptúr. Líka farið upp á svalir og horft yfir. Öllum verkunum fylgja hljóð sem unnin eru út frá myndefninu og hljómburðurinn er mjög góður á staðnum þannig að rétta andrúmsloftið skapast í kapellunni.“Sigurður hefur meðal annars sýnt í Berlín, New York, Lundúnum, Peking og Seúl. Mynd/Vigfús BirgissonSpurður hvað hann sé að segja með sýningunni svarar Sigurður: „Það er undir hverjum og einum komið að skynja og sjá sitt út úr verkunum en hreyfing og tímaelementið eru lykilatriði. Ég er ekki að vinna með nein ákveðin skilaboð heldur snýst sýningin um marglaga upplifun og heildarvirkni. Því er betra að hafa góðan tíma til að fara á milli verkanna og dvelja við þau.“ St. Jósefsspítali er við Suðurgötu 41 í Hafnarfirði. Sýningin Innljós er opin þar miðvikudaga til sunnudaga frá 12 til 17 fram í miðjan október og opnuð fyrir hópa utan reglulegs opnunartíma.
Menning Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira