Hæðin yfir Finnlandi situr sem fastast svo lægðabrautin verður áfram yfir Austurlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2017 10:27 Frá Hamarsdal í gær. Miklir vatnavextir hafa verið á Austurlandi og Suðausturlandi síðustu daga vegna mikillar úrkomu sem ekkert lát verður á fyrr en á sunnudag samkvæmt spám. Eiður ragnarsson/landsbjörg Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hæðin yfir Finnlandi sem stýri gríðarlega mikilli úrkomu yfir Austur- og Suðausturland veikist ekki fyrr en á sunnudag. Það má því búast við talsverðri og jafnvel mikilli rigningu á svæðinu í dag og á morgun. Daníel segir þó að rigningin verði ekkert í líkingu sem úrkomuna sem féll fyrr í vikunni en hún falli á blauta jörð og því verði staðan áfram varasöm. „Það er þó uppsafnað á einum sólarhring alveg 50 til 60 millimetrar þannig að þetta er nú alveg sæmileg ákefð í úrkomunni en ekkert í líkingu við það sem var. Þetta fer samt á blauta jörð þannig að þetta er alveg ennþá varasamt,“ segir Daníel. Há fjöll á Austurlandi og nálægðin við Vatnajökul hafa áhrif á úrkomuna og vatnavextina sem henni fylgja. Daníel segir að há fjöll við sjóinn valdi því að þegar að loft komi úr austri eða suðaustir þá lyftir það sér mikið og þéttist þá enn meiri raki sem eykur úrkomuákefðina. Þá fer það eftir hitastigi rigningarinnar þegar hún lendir á Vatnajökli hvort að ís og snjór bráðni og auki þá við vatnavextina. Aðspurður um hæðina yfir Finnlandi sem hélt Austurlandi í járngreipum úrhellisins fyrr í vikunni segir Daníel að hún sé enn á sínum stað og hreyfist mjög lítil. „Þá er lægðabrautin bara yfir Austurlandinu en nýjustu líkurnar hjá okkur gera ráð fyrir að þessi fyrirstöðuhæð veikist með helginni. Þá verður svona hefðbundnari lægðagangur og mun ekki mæða svona mikið á suðausturhorninu á sunnudag og eftir helgi.“ Veður Tengdar fréttir Byggja bráðabirgðabrú yfir Steinavötn Brúin yfir Steinavötn í Suðursveit er svo illa farin eftir mikla vatnavexti á Suðausturlandi síðustu daga að byggja þarf nýja brú. 29. september 2017 09:57 Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57 Áfram varað við vatnavöxtum og skriðuföllum fyrir austan Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. 29. september 2017 08:36 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hæðin yfir Finnlandi sem stýri gríðarlega mikilli úrkomu yfir Austur- og Suðausturland veikist ekki fyrr en á sunnudag. Það má því búast við talsverðri og jafnvel mikilli rigningu á svæðinu í dag og á morgun. Daníel segir þó að rigningin verði ekkert í líkingu sem úrkomuna sem féll fyrr í vikunni en hún falli á blauta jörð og því verði staðan áfram varasöm. „Það er þó uppsafnað á einum sólarhring alveg 50 til 60 millimetrar þannig að þetta er nú alveg sæmileg ákefð í úrkomunni en ekkert í líkingu við það sem var. Þetta fer samt á blauta jörð þannig að þetta er alveg ennþá varasamt,“ segir Daníel. Há fjöll á Austurlandi og nálægðin við Vatnajökul hafa áhrif á úrkomuna og vatnavextina sem henni fylgja. Daníel segir að há fjöll við sjóinn valdi því að þegar að loft komi úr austri eða suðaustir þá lyftir það sér mikið og þéttist þá enn meiri raki sem eykur úrkomuákefðina. Þá fer það eftir hitastigi rigningarinnar þegar hún lendir á Vatnajökli hvort að ís og snjór bráðni og auki þá við vatnavextina. Aðspurður um hæðina yfir Finnlandi sem hélt Austurlandi í járngreipum úrhellisins fyrr í vikunni segir Daníel að hún sé enn á sínum stað og hreyfist mjög lítil. „Þá er lægðabrautin bara yfir Austurlandinu en nýjustu líkurnar hjá okkur gera ráð fyrir að þessi fyrirstöðuhæð veikist með helginni. Þá verður svona hefðbundnari lægðagangur og mun ekki mæða svona mikið á suðausturhorninu á sunnudag og eftir helgi.“
Veður Tengdar fréttir Byggja bráðabirgðabrú yfir Steinavötn Brúin yfir Steinavötn í Suðursveit er svo illa farin eftir mikla vatnavexti á Suðausturlandi síðustu daga að byggja þarf nýja brú. 29. september 2017 09:57 Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57 Áfram varað við vatnavöxtum og skriðuföllum fyrir austan Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. 29. september 2017 08:36 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Byggja bráðabirgðabrú yfir Steinavötn Brúin yfir Steinavötn í Suðursveit er svo illa farin eftir mikla vatnavexti á Suðausturlandi síðustu daga að byggja þarf nýja brú. 29. september 2017 09:57
Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57
Áfram varað við vatnavöxtum og skriðuföllum fyrir austan Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. 29. september 2017 08:36