Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2017 13:30 Thomas í dómsal þegar hann bar vitni við aðalmeðferð málsins í ágúst. vísir/eyþór Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Thomas var einnig dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en í káetu hans um borð í togaranum Polar Nanoq, þar sem hann var skipverji, fundust um 20 kíló af hassi. Hann var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu. Gæsluvarðhaldið sem hann hefur sætt frá því í janúar kemur til frádráttar refsingunni. Hann var dæmdur til að greiða 28 milljónir króna í sakarkostnað. Þar af eru 21 milljón sem fara í málsvarnarlaun verjanda hans, Páls Rúnars M. Kristjánssonar. Thomas var dæmdur til að greiða Brjáni Guðjónssyni, föður Birnu, rúmlega fjórar milljónir króna í skaðabætur ásamt vöxtum og Sigurlaugu Hreinsdóttur, móður Birnu, rúmlega þrjár milljónir í bætur með vöxtum.Gæsluvarðhald framlengt til 15. desember Ekki hefur fengist staðfest hvort dómnum verði áfrýjað en lögregla fékk framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir Thomasi til 15. desember á grundvelli almannahagsmuna. Er það jafnan gert þegar ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað.Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í Polar Nanoq þann 18. janúar. Togarinn hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf. Ákæra á hendur Thomasi var gefin út þann 30. mars síðastliðinn og var málið þingfest þann 10. apríl. Thomas hefur ávallt neitað því að hafa orðið Birnu að bana og við þingfestingu neitaði hann einnig sök varðandi ákæruliðinn sem sneri að fíkniefnalagabrotinu. Sjá einnig:Hvarf Birnu Brjánsdóttur er greypt í minni þjóðarinnar Aðalmeðferð málsins hófst ekki fyrr en þann 20. ágúst en hún dróst í nokkrar vikur þar sem beðið var eftir matsgerð þýsks réttarmeinafræðings í málinu.Hátt í 40 vitni komu fyrir dóm Fyrirtaka var þó í málinu í júlí þar sem nokkrir skipverjar af Polar Nanoq báru vitni en tækifærið var nýtt til að fá þá fyrir dóm þá þar sem togarinn var í höfn. Thomas kom svo sjálfur fyrir dóminn 20. ágúst og gaf skýrslu. Hann gjörbreytti framburði sínum af atburðum aðfaranætur 14. janúar frá því sem hann bar við hjá lögreglu á sínum tíma og beindi spjótum sínum að öðrum skipverja á Polar Nanoq sem hafði verið með honum þá um nóttina. Alls komu hátt í 40 vitni fyrir héraðsdóm en aðalmeðferð málsins tók þrjá daga. Fór Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, fram á að Thomas yrði dæmdur í 18 ára fangelsi. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Aðalmeðferðinni frestað vegna anna hjá dómurum og réttarmeinafræðingi Aðalmeðferðinni í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen var í gær frestað og verður henni framhaldið þann 1. september næstkomandi. 23. ágúst 2017 16:13 Helstu atriðin úr réttarhöldunum yfir Thomasi Möller Öðrum degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen lauk í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 23. ágúst 2017 13:38 Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Thomas var einnig dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en í káetu hans um borð í togaranum Polar Nanoq, þar sem hann var skipverji, fundust um 20 kíló af hassi. Hann var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu. Gæsluvarðhaldið sem hann hefur sætt frá því í janúar kemur til frádráttar refsingunni. Hann var dæmdur til að greiða 28 milljónir króna í sakarkostnað. Þar af eru 21 milljón sem fara í málsvarnarlaun verjanda hans, Páls Rúnars M. Kristjánssonar. Thomas var dæmdur til að greiða Brjáni Guðjónssyni, föður Birnu, rúmlega fjórar milljónir króna í skaðabætur ásamt vöxtum og Sigurlaugu Hreinsdóttur, móður Birnu, rúmlega þrjár milljónir í bætur með vöxtum.Gæsluvarðhald framlengt til 15. desember Ekki hefur fengist staðfest hvort dómnum verði áfrýjað en lögregla fékk framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir Thomasi til 15. desember á grundvelli almannahagsmuna. Er það jafnan gert þegar ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað.Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í Polar Nanoq þann 18. janúar. Togarinn hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf. Ákæra á hendur Thomasi var gefin út þann 30. mars síðastliðinn og var málið þingfest þann 10. apríl. Thomas hefur ávallt neitað því að hafa orðið Birnu að bana og við þingfestingu neitaði hann einnig sök varðandi ákæruliðinn sem sneri að fíkniefnalagabrotinu. Sjá einnig:Hvarf Birnu Brjánsdóttur er greypt í minni þjóðarinnar Aðalmeðferð málsins hófst ekki fyrr en þann 20. ágúst en hún dróst í nokkrar vikur þar sem beðið var eftir matsgerð þýsks réttarmeinafræðings í málinu.Hátt í 40 vitni komu fyrir dóm Fyrirtaka var þó í málinu í júlí þar sem nokkrir skipverjar af Polar Nanoq báru vitni en tækifærið var nýtt til að fá þá fyrir dóm þá þar sem togarinn var í höfn. Thomas kom svo sjálfur fyrir dóminn 20. ágúst og gaf skýrslu. Hann gjörbreytti framburði sínum af atburðum aðfaranætur 14. janúar frá því sem hann bar við hjá lögreglu á sínum tíma og beindi spjótum sínum að öðrum skipverja á Polar Nanoq sem hafði verið með honum þá um nóttina. Alls komu hátt í 40 vitni fyrir héraðsdóm en aðalmeðferð málsins tók þrjá daga. Fór Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, fram á að Thomas yrði dæmdur í 18 ára fangelsi.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Aðalmeðferðinni frestað vegna anna hjá dómurum og réttarmeinafræðingi Aðalmeðferðinni í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen var í gær frestað og verður henni framhaldið þann 1. september næstkomandi. 23. ágúst 2017 16:13 Helstu atriðin úr réttarhöldunum yfir Thomasi Möller Öðrum degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen lauk í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 23. ágúst 2017 13:38 Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Aðalmeðferðinni frestað vegna anna hjá dómurum og réttarmeinafræðingi Aðalmeðferðinni í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen var í gær frestað og verður henni framhaldið þann 1. september næstkomandi. 23. ágúst 2017 16:13
Helstu atriðin úr réttarhöldunum yfir Thomasi Möller Öðrum degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen lauk í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 23. ágúst 2017 13:38
Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15