Thomas Møller Olsen mun að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi Þórdís Valsdóttir skrifar 29. september 2017 18:45 Thomas huldi andlit sitt við skýrslutökur fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Hann var í dag dæmdur í 19 ára fangelsi. Vísir/Anton Brink Miklar líkur eru á því að Thomas Møller Olsen muni afplána dóm sinn í heimalandi sínu. Thomas var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Þá var hann einnig dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnilagabrot. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að Fangelsismálastofnun leggi mikla áherslu á það að menn verði sendir heim í afplánun þegar um er að ræða Norðurlandabúa. „Þegar um er að ræða ríkisborgara Norðurlandanna þá er samningur á milli þjóðanna um flutning dæmdra manna.“Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að Fangelsismálastofnun reyni eftir bestu getu að senda menn til heimalands síns til afplánunar.Vísir/Anton BrinkUmrætt samstarf byggist á því að ríkin viðurkenna dóma hvers annars og er samstarfinu ætlað að tryggja að refsidómar fylgi dómþola, flytji hann á milli Norðurlandanna. Dómþolar geta óskað eftir því að afplána dóm sinn í heimalandi sínu en þeir geta einnig óskað eftir því að vera ekki fluttir til síns heima, en þá reynir á Fangelsismálastofnun. „Þegar menn eru dæmdir í þungar refsingar munum við alltaf gera allt sem við getum til að koma mönnum heim í afplánun og það gengur yfirleitt hratt og örugglega fyrir sig,“ segir Páll. Nú bíða tæplega 600 dæmdir einstaklingar eftir afplánun hérlendis og Fangelsismálastofnun nýtir öll pláss eins vel og mögulega, að sögn Páls. „Ef við getum komið mönnum heim í afplánun, þá gerum við það.“ Páll Winkel segist ekki geta tjáð sig beint um mál Thomasar Møller Olsen, heldur einungis almennt um mál Norðurlandabúa. „Flestir á Norðurlöndum vilja fara heim til sín, vilja afplána nálægt fjölskyldu sinni. Við tökum við mjög mörgum Íslendingum frá Norðurlöndunum sem óska eftir því að koma heim." Ekki er víst að Thomas muni þó geta afplánað dóm sinn í heimalandi sínu því um þessar mundir er verið að byggja fangelsi í Grænlandi, en óvíst er hvenær það mun vera tekið í notkun. Fangelsið ber heitið Ny Anstalt og er staðsett í Nuuk, höfuðborg Grænlands. „Danir sjá um fangelsismál Grænlendinga svo ef um er að ræða grænlenska ríkisborgara eigum við samskipti við dönsk fangelsismálayfirvöld,“ segir Páll. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ofbeldi á Grænlandi tengt áfengi og karlamenningu Ofbeldisglæpir eins og morð og kynferðisbrot gegn konum eru tíðari á Grænlandi en á öðrum Norðurlöndum. 3. febrúar 2017 20:30 Svona verður útsýnið úr grænlenska fangelsinu Þeir segja að engir fangar í heiminum fái betra útsýni því allir fangaklefar verða með glugga út á fjörðinn. Við blasa stórkostlegir fjallatindar og mögnuð fjarðamynni þar sem skipin sigla út og inn. 2. febrúar 2017 20:30 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Miklar líkur eru á því að Thomas Møller Olsen muni afplána dóm sinn í heimalandi sínu. Thomas var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Þá var hann einnig dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnilagabrot. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að Fangelsismálastofnun leggi mikla áherslu á það að menn verði sendir heim í afplánun þegar um er að ræða Norðurlandabúa. „Þegar um er að ræða ríkisborgara Norðurlandanna þá er samningur á milli þjóðanna um flutning dæmdra manna.“Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að Fangelsismálastofnun reyni eftir bestu getu að senda menn til heimalands síns til afplánunar.Vísir/Anton BrinkUmrætt samstarf byggist á því að ríkin viðurkenna dóma hvers annars og er samstarfinu ætlað að tryggja að refsidómar fylgi dómþola, flytji hann á milli Norðurlandanna. Dómþolar geta óskað eftir því að afplána dóm sinn í heimalandi sínu en þeir geta einnig óskað eftir því að vera ekki fluttir til síns heima, en þá reynir á Fangelsismálastofnun. „Þegar menn eru dæmdir í þungar refsingar munum við alltaf gera allt sem við getum til að koma mönnum heim í afplánun og það gengur yfirleitt hratt og örugglega fyrir sig,“ segir Páll. Nú bíða tæplega 600 dæmdir einstaklingar eftir afplánun hérlendis og Fangelsismálastofnun nýtir öll pláss eins vel og mögulega, að sögn Páls. „Ef við getum komið mönnum heim í afplánun, þá gerum við það.“ Páll Winkel segist ekki geta tjáð sig beint um mál Thomasar Møller Olsen, heldur einungis almennt um mál Norðurlandabúa. „Flestir á Norðurlöndum vilja fara heim til sín, vilja afplána nálægt fjölskyldu sinni. Við tökum við mjög mörgum Íslendingum frá Norðurlöndunum sem óska eftir því að koma heim." Ekki er víst að Thomas muni þó geta afplánað dóm sinn í heimalandi sínu því um þessar mundir er verið að byggja fangelsi í Grænlandi, en óvíst er hvenær það mun vera tekið í notkun. Fangelsið ber heitið Ny Anstalt og er staðsett í Nuuk, höfuðborg Grænlands. „Danir sjá um fangelsismál Grænlendinga svo ef um er að ræða grænlenska ríkisborgara eigum við samskipti við dönsk fangelsismálayfirvöld,“ segir Páll.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ofbeldi á Grænlandi tengt áfengi og karlamenningu Ofbeldisglæpir eins og morð og kynferðisbrot gegn konum eru tíðari á Grænlandi en á öðrum Norðurlöndum. 3. febrúar 2017 20:30 Svona verður útsýnið úr grænlenska fangelsinu Þeir segja að engir fangar í heiminum fái betra útsýni því allir fangaklefar verða með glugga út á fjörðinn. Við blasa stórkostlegir fjallatindar og mögnuð fjarðamynni þar sem skipin sigla út og inn. 2. febrúar 2017 20:30 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Ofbeldi á Grænlandi tengt áfengi og karlamenningu Ofbeldisglæpir eins og morð og kynferðisbrot gegn konum eru tíðari á Grænlandi en á öðrum Norðurlöndum. 3. febrúar 2017 20:30
Svona verður útsýnið úr grænlenska fangelsinu Þeir segja að engir fangar í heiminum fái betra útsýni því allir fangaklefar verða með glugga út á fjörðinn. Við blasa stórkostlegir fjallatindar og mögnuð fjarðamynni þar sem skipin sigla út og inn. 2. febrúar 2017 20:30