Lauk afplánun mánuði áður en hann varð Birnu að bana Þórdís Valsdóttir skrifar 29. september 2017 23:06 Thomas Møller Olsen huldi ávallt andlit sitt undir teppi þegar hann var leiddur í dómssal. Hann neitaði að hafa orðið Birnu að bana, en í dag var hann dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir manndráp. Vísir/Anton Brink Thomas Møller Olsen, sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrr í dag af Héraðsdómi Reykjaness, fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana, hefur áður gerst sekur um refsivert brot. Þann 3. september 2015 var Thomas dæmdur til eins árs fangelsisvistar af Landsrétti Grænlands fyrir fíkniefnabrot. Hann var látinn laus 12. desemer 2016, rúmum mánuði áður en hann varð Birnu að bana. Við ákvörðun dóms yfir Thomasi horfði dómurinn til þess að atlaga hans að Birnu Brjánsdóttur, þann 14. janúar síðastliðinn, hafi verið afar hrottafengin og langdregin. Einnig leiddi það til refsiþyngingar yfir Thomasi að hann hafi aðhafst margt til þess að reyna að leyna broti sínu og fyrir dómi gerði hann tilraun til þess að varpa sök á skipsfélaga sinn, Nikolaj Olsen. Fjölskipaður dómur komst að þeirri niðurstöðu að hann ætti sér engar málsbætur. Dómurinn segir jafnframt að Thomas hafi ekki gefið viðhlítandi skýringar á því misræmi sem var í framburði hans hjá lögreglu annars vegar og fyrir dómi hins vegar. Honum tókst því ekki að færa sönnur fyrir því að frásögn hans í skýrslutöku hafi frábrugðin frásögn hans fyrir dómi vegna þrýstings frá lögreglu og leiðandi spurninga. Thomas var einnig sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.Einn þyngsti dómur sem fallið hefur hér á landi Dómurinn yfir Thomasi Møller er einn sá þyngsti sem fallið hefur í Hérðasdómi á Íslandi. Ef Thomas ákveður að áfrýja dóminum á efra dómstig og hann yrði staðfestur þar, þá væri sá dómur næst þyngsti endanlegi dómur sem fallið hefur hér á landi. Áfrýjunarfrestur héraðsdómsins er fjórar vikur. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því í janúar og hefur gæsluvarðhald yfir honum verið framlengt til 15. desember næstkomandi á grundvelli almannahagsmuna. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Birnumálið mögulega eitt af fyrstu málunum sem fer fyrir Landsrétt Verði það raunin gæti þurft að taka allar vitnaleiðslur fyrir aftur. 29. september 2017 14:19 Thomas Møller Olsen mun að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi Thomas Møller Olsen var í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Samningur á milli Norðurlandanna gerir það að verkum að hann muni að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi. 29. september 2017 18:45 Thomas fékk þyngri dóm fyrir að varpa sök á skipsfélaga sinn Árás grænlenska skipverjans var hrottafengin og langdregin auk þess sem hann reyndi að afvegaleiða lögreglu við rannsóknina. 29. september 2017 16:18 Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Thomas Møller Olsen, sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrr í dag af Héraðsdómi Reykjaness, fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana, hefur áður gerst sekur um refsivert brot. Þann 3. september 2015 var Thomas dæmdur til eins árs fangelsisvistar af Landsrétti Grænlands fyrir fíkniefnabrot. Hann var látinn laus 12. desemer 2016, rúmum mánuði áður en hann varð Birnu að bana. Við ákvörðun dóms yfir Thomasi horfði dómurinn til þess að atlaga hans að Birnu Brjánsdóttur, þann 14. janúar síðastliðinn, hafi verið afar hrottafengin og langdregin. Einnig leiddi það til refsiþyngingar yfir Thomasi að hann hafi aðhafst margt til þess að reyna að leyna broti sínu og fyrir dómi gerði hann tilraun til þess að varpa sök á skipsfélaga sinn, Nikolaj Olsen. Fjölskipaður dómur komst að þeirri niðurstöðu að hann ætti sér engar málsbætur. Dómurinn segir jafnframt að Thomas hafi ekki gefið viðhlítandi skýringar á því misræmi sem var í framburði hans hjá lögreglu annars vegar og fyrir dómi hins vegar. Honum tókst því ekki að færa sönnur fyrir því að frásögn hans í skýrslutöku hafi frábrugðin frásögn hans fyrir dómi vegna þrýstings frá lögreglu og leiðandi spurninga. Thomas var einnig sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.Einn þyngsti dómur sem fallið hefur hér á landi Dómurinn yfir Thomasi Møller er einn sá þyngsti sem fallið hefur í Hérðasdómi á Íslandi. Ef Thomas ákveður að áfrýja dóminum á efra dómstig og hann yrði staðfestur þar, þá væri sá dómur næst þyngsti endanlegi dómur sem fallið hefur hér á landi. Áfrýjunarfrestur héraðsdómsins er fjórar vikur. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því í janúar og hefur gæsluvarðhald yfir honum verið framlengt til 15. desember næstkomandi á grundvelli almannahagsmuna.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Birnumálið mögulega eitt af fyrstu málunum sem fer fyrir Landsrétt Verði það raunin gæti þurft að taka allar vitnaleiðslur fyrir aftur. 29. september 2017 14:19 Thomas Møller Olsen mun að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi Thomas Møller Olsen var í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Samningur á milli Norðurlandanna gerir það að verkum að hann muni að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi. 29. september 2017 18:45 Thomas fékk þyngri dóm fyrir að varpa sök á skipsfélaga sinn Árás grænlenska skipverjans var hrottafengin og langdregin auk þess sem hann reyndi að afvegaleiða lögreglu við rannsóknina. 29. september 2017 16:18 Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Birnumálið mögulega eitt af fyrstu málunum sem fer fyrir Landsrétt Verði það raunin gæti þurft að taka allar vitnaleiðslur fyrir aftur. 29. september 2017 14:19
Thomas Møller Olsen mun að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi Thomas Møller Olsen var í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Samningur á milli Norðurlandanna gerir það að verkum að hann muni að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi. 29. september 2017 18:45
Thomas fékk þyngri dóm fyrir að varpa sök á skipsfélaga sinn Árás grænlenska skipverjans var hrottafengin og langdregin auk þess sem hann reyndi að afvegaleiða lögreglu við rannsóknina. 29. september 2017 16:18
Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30