Tilefni aðvörunarinnar er Facebook-hópur sem íbúi ríkisins stofnaði þar sem hann hvatti fólk til þess að skjóta á fellibylinn Irmu. Tugþúsundir höfðu boðað þáttöku sína og lýstu yfir áhuga á að skjóta á Irmu.
Lögreglustjórinn hefur hins vegar bent á að slíkt athæfi sé ekki einungis heimskulegt, heldur einnig stórhættulegt. Fyrir það fyrsta muni skotvopn engin áhrif hafa á framvindu Irmu.
Hætta sé hins vegar á að byssukúlurnar muni snúa aftur til jarðar í þeim miklu vindhviðum sem fylgja Irmu, og það geti skapað þeim sem séu á jörðu niðru talsverða hættu. Tísti lögreglustjórans, sem sjá má hér að neðan, fylgir skýringarmynd, um hvað gæti gerst, sé byssukúlum skotið á Irmu og aðra fellibylji.
To clarify, DO NOT shoot weapons @ #Irma. You won't make it turn around & it will have very dangerous side effectshttps://t.co/CV4Y9OJknv
— Pasco Sheriff (@PascoSheriff) September 10, 2017