Irma stefnir upp vesturströndina: „Við héldum að við værum örugg“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. september 2017 12:00 Íbúar í Tampa hafa streymt í neyðarskýli. Vísir/afp Fellibylurinn Irma nálgast Flórída-skaga óðfluga og er nú farinn að lemja á eyjum undan suðurodda skagans. Irma stefnir á vesturstönd skagans og kom það embættismönnum þar í opna skjöldu. Gert hafði verið ráð fyrir að Irma myndi spæna upp miðjan skagann en í nótt tók fellibylurinn stefnuna að vesturströnd skagans. Reiknað er þvi með að fjölmennar stórborgir á borð við Miami muni því ekki finna fyrir Irmu af fullum þunga.Sjá einnig:Bein útsending - Irma skellur á FlórídaÞað mun þó milljónaborgin Tampa gera og embættismenn í nærliggjandi sýslum höfðu ekki búist við að fá Irmu beint í fangið, eins og nú er útlit fyrir. „Við héldum að við værum örugg,“ sagði talskona Collier-sýslu á vesturströnd Flórída, í samtali við New York Times.Model forecast wind gusts are consistent w/Category 4 hurricane up entire Florida peninsula ... NWS forecasts have been nearly same.#Irma pic.twitter.com/JI0mroXcGR— Ryan Maue (@RyanMaue) September 9, 2017 Þegar því var spáð á fimmtudaginn að Irma gæti mögulega spænt upp vesturströndina reyndu yfirvöld á vesturströndinni að bregðast fljótt við og voru skýli og neyðaráætlanir útbúnar í flýti.Seint í gærkvöldi voru öll skýli full. Gert er ráð fyrir rúmlega 45 m/s vindhviðum og allt að 50 sentímetra rigningu á næstu dögum. Þá eru stórir hlutar Flórída við sjávarmál og óttast er að sjór muni ná langt inn á land. Sjávarmál gæti í raun hækkað um allt að fimm metra.Yfirvöld í Flórída hafa gefið það út að of seint sé að flýja Irmu. Íbúum í Collier-sýslu sem búa í tveggja hæða húsum eða meira og höfðu ekki flúið, var sagt að færa sig á efri hæðirnar. Útlit er fyrir að tjón af völdum Irmu verði gríðarlegt en reiknað er með að Irma muni skella á skaganum síðdegis í dag eða í kvöld. Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Segir of seint fyrir íbúa að flýja Ríkisstjóri Flórdía segir að þeir sem séu að reyna að flýja undan Irmu eigi að hætta við og finna næsta neyðarskýli. 9. september 2017 21:30 Eindregið varað við því að skjóta á Irmu Lögreglustjóri Pasco-sýslu í Flórída hefur gefið út viðvörun þess efnis að skotvopn muni ekki hefta för Irmu. Stórhættulegt sé að skjóta á fellibylinn. 10. september 2017 09:27 Irma hefur sogað sjóinn frá ströndum Bahama-eyja Kraftur Irmu hefur valdið því að sjórinn hefur sogast frá ströndum Bahama-eyja. Veðurfræðingur Washington Post segir þetta vera sjaldbæft veðurfyrirbæri. 10. september 2017 10:15 Á flótta undan storminum Fellibylurinn Irma mun skella á Flórídaskaga af fullum þunga seint í nótt og á morgun. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og milljónir manna eru á flótta undan hamförunum. Íslensku pari var gert að yfirgefa hótelið sitt á svæðinu í dag en þau hafa þó ekki yfirgefið Orlando. 9. september 2017 19:47 Bein útsending: Irma skellur á Flórída Fellibylurinn Irma er nú á leið frá Kúbu til Flórída þar sem rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sína og flýja. 10. september 2017 08:22 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Fellibylurinn Irma nálgast Flórída-skaga óðfluga og er nú farinn að lemja á eyjum undan suðurodda skagans. Irma stefnir á vesturstönd skagans og kom það embættismönnum þar í opna skjöldu. Gert hafði verið ráð fyrir að Irma myndi spæna upp miðjan skagann en í nótt tók fellibylurinn stefnuna að vesturströnd skagans. Reiknað er þvi með að fjölmennar stórborgir á borð við Miami muni því ekki finna fyrir Irmu af fullum þunga.Sjá einnig:Bein útsending - Irma skellur á FlórídaÞað mun þó milljónaborgin Tampa gera og embættismenn í nærliggjandi sýslum höfðu ekki búist við að fá Irmu beint í fangið, eins og nú er útlit fyrir. „Við héldum að við værum örugg,“ sagði talskona Collier-sýslu á vesturströnd Flórída, í samtali við New York Times.Model forecast wind gusts are consistent w/Category 4 hurricane up entire Florida peninsula ... NWS forecasts have been nearly same.#Irma pic.twitter.com/JI0mroXcGR— Ryan Maue (@RyanMaue) September 9, 2017 Þegar því var spáð á fimmtudaginn að Irma gæti mögulega spænt upp vesturströndina reyndu yfirvöld á vesturströndinni að bregðast fljótt við og voru skýli og neyðaráætlanir útbúnar í flýti.Seint í gærkvöldi voru öll skýli full. Gert er ráð fyrir rúmlega 45 m/s vindhviðum og allt að 50 sentímetra rigningu á næstu dögum. Þá eru stórir hlutar Flórída við sjávarmál og óttast er að sjór muni ná langt inn á land. Sjávarmál gæti í raun hækkað um allt að fimm metra.Yfirvöld í Flórída hafa gefið það út að of seint sé að flýja Irmu. Íbúum í Collier-sýslu sem búa í tveggja hæða húsum eða meira og höfðu ekki flúið, var sagt að færa sig á efri hæðirnar. Útlit er fyrir að tjón af völdum Irmu verði gríðarlegt en reiknað er með að Irma muni skella á skaganum síðdegis í dag eða í kvöld.
Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Segir of seint fyrir íbúa að flýja Ríkisstjóri Flórdía segir að þeir sem séu að reyna að flýja undan Irmu eigi að hætta við og finna næsta neyðarskýli. 9. september 2017 21:30 Eindregið varað við því að skjóta á Irmu Lögreglustjóri Pasco-sýslu í Flórída hefur gefið út viðvörun þess efnis að skotvopn muni ekki hefta för Irmu. Stórhættulegt sé að skjóta á fellibylinn. 10. september 2017 09:27 Irma hefur sogað sjóinn frá ströndum Bahama-eyja Kraftur Irmu hefur valdið því að sjórinn hefur sogast frá ströndum Bahama-eyja. Veðurfræðingur Washington Post segir þetta vera sjaldbæft veðurfyrirbæri. 10. september 2017 10:15 Á flótta undan storminum Fellibylurinn Irma mun skella á Flórídaskaga af fullum þunga seint í nótt og á morgun. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og milljónir manna eru á flótta undan hamförunum. Íslensku pari var gert að yfirgefa hótelið sitt á svæðinu í dag en þau hafa þó ekki yfirgefið Orlando. 9. september 2017 19:47 Bein útsending: Irma skellur á Flórída Fellibylurinn Irma er nú á leið frá Kúbu til Flórída þar sem rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sína og flýja. 10. september 2017 08:22 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Segir of seint fyrir íbúa að flýja Ríkisstjóri Flórdía segir að þeir sem séu að reyna að flýja undan Irmu eigi að hætta við og finna næsta neyðarskýli. 9. september 2017 21:30
Eindregið varað við því að skjóta á Irmu Lögreglustjóri Pasco-sýslu í Flórída hefur gefið út viðvörun þess efnis að skotvopn muni ekki hefta för Irmu. Stórhættulegt sé að skjóta á fellibylinn. 10. september 2017 09:27
Irma hefur sogað sjóinn frá ströndum Bahama-eyja Kraftur Irmu hefur valdið því að sjórinn hefur sogast frá ströndum Bahama-eyja. Veðurfræðingur Washington Post segir þetta vera sjaldbæft veðurfyrirbæri. 10. september 2017 10:15
Á flótta undan storminum Fellibylurinn Irma mun skella á Flórídaskaga af fullum þunga seint í nótt og á morgun. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og milljónir manna eru á flótta undan hamförunum. Íslensku pari var gert að yfirgefa hótelið sitt á svæðinu í dag en þau hafa þó ekki yfirgefið Orlando. 9. september 2017 19:47
Bein útsending: Irma skellur á Flórída Fellibylurinn Irma er nú á leið frá Kúbu til Flórída þar sem rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sína og flýja. 10. september 2017 08:22