Geðræðisleg og sturluð vinnubrögð hjá stjórnsýslustofnun: „Hver má, og hver má ekki” Davíð Bergmann Davíðsson skrifar 11. september 2017 13:45 Ég ákvað að hafa fyrirsögnina svona sterka því það er full innstæða fyrir henni í mínu tilfelli hvað snertir samskipti mín við Barnaverndarstofu, sem fyrrverandi starfsmaður sem heyrði undir þá stjórnsýslustofnun til 16 ára. Sem starfsmaður meðferðarheimilisins Stuðla frá 21 maí 2001 til 1 feb 2017 sem ráðráðgjafi, hópstjóri meðferðardeildar, ráðgjafi á neyðarvistun og næturvörður síðustu 3 árin. Áður en ég hóf störf á Stuðlum vann ég sem unglinga- og skólaráðgjafi við utanverðan Eyjafjörð. Unglingaráðgjafi í hverfamiðstöð á vegum Félagsþjónustunnar Rvk., Útideildinni sálugu sem var á vegum unglingadeildar Félagsmálastofnunar Rvk., Mótorsmiðjunni sem var þá samvinnu verkefni ÍTR og unglingadeildar félagsmálastofunnar Rvk. borgar. Fyrir utan fyrirlestrana sem ég hef haldið á eigum vegum sem skipta hundruðum og hópstarf mitt fyrir drengi sem hafa verið að feta sig á hættulegar brautir. Ef ég tek þetta saman hef ég verið á þessum vettvangi í nærri aldarfjórðung. Ég hef kynnst ýmsu á mínum ferli , en ekkert í líkindum við valdsmannshrokann, yfirganginn og þöggunina sem einkennir Barnaverndarstofu. Málavextir eru þessir ég var með hópstarf til fjölda ára fyrir unga drengi sem voru farnir að feta sig á hættulegar brautir. Fyrirmyndina sótti ég víða, meðal annars til vinar míns Björns Ragnarssonar sem vann með mér í Útideildinni á sínum tíma og Mótorsmiðjunni. Eins hafði ég verkefni eins og youth offending team YOT sem er upprunnið frá Bretlandi mér til fyrirmyndar. Þar er unnið markvisst í því að fá drengi sem brjóta af sér til að tengja saman orsakir og afleiðingar afbrota. Eftir hafa skoðað þetta með hliðsjón að íslenskum veruleika bjó til fræðsluefni með það að leiðarljósi að fræða þá á vettvangi „learning by doing“ en ekki yfir skrifborð. Samstarfsaðilarnir sem ég fékk í lið með mér voru eftirfarandi: Lögreglan Slökkvilið Grensásdeildin Tryggingafélagið Sjóvá Fyrrverandi fangar Þyrlusveit Slysavarnafélagsins Björgunarsveit Það er of langt mál að útskýra hvert hlutverk hvers og eins var, af hverju það hafði svona mikla þýðingu, þegar drengjunum var kastað í sjóinn og það var farið með bátinn burt og þeir veltust um í öldunum stjórnlaust. Síga fram af brún á fjalli, sett á svið slys þar sem þeir þurftu að klippa dúkku út úr bíl og endurlífga hana, hitta lækna sem fræddu þá um höfuðhögg, tryggingafélag talaði um bótarét, og hver veröld fanga er á bak við lás og slá. Dag einn kom að tali við mig kona sem var í félagsráðgjafarnámi. Hún vildi koma af stað svona hópstarfi fyrir stúlkur. Ég var meira en lítið til í það að hjálpa henni enda vissi ég að ástandið var virkilega slæmt á þessum tíma. Það leið ekki sú vika að ekki var auglýst eftir stúlkum í stroki í fjölmiðlum og stundum oft í viku. Hvar voru þær? Jú, þær voru jafnvel í felum hjá fullorðnum stórhættulegum síbrotamönnum sem hafði hroðalegar afleiðingar fyrir sumar. Ef það var einhvern tímann nauðsyn að vera með eitthvað fyrir illa staddar áttavilltar stúlkur þá var það þarna. Ég fór að spyrjast fyrir um málið í Barnavernd Reykjavíkur. Þ.e.a.s. ég hitti konu sem var að vinna á vegum Barnaverndar Rvk. og ég spurði hana einfaldlega hvort það væri ekki þörf á svona starfi og það gerði ég á gangi Neyðarvistunar. Afleiðing af þeirri spurningu var að ég fékk sent heim til mín uppsagnarbréf í ábyrgðarpósti á föstudagskvöld á fríhelginni minni. Barnaverndarstofa var stofnuð 1995 og höfundur þeirra stofnunar er maður að nafni Bragi Guðbrandsson. Þá var hann aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra. Bragi hefur verið forstjóri Barnaverndunarstofu síðan hún opnaði. Að mínu mati löngu löngu runninn út á tíma og ég er ekki einn með þá skoðun veit ég. Fleiri sem vinna í kerfinu deila henni með mér. Það mæti líka velta ýmsum steinum við hjá BVS miðað við fyrir hvað mín áminning stendur fyrir, því það er greinilegt að það er ekki sama hvort þú ert „Séra Jón“ eða ekki, þegar kemur að því að nýta hagsmuni sér til framdráttar innan BVS. „Hver má, hver má ekki?“ Máli mínu til stuðnings ætla ég að grípa inn í fundargerðina sem var gerð þegar það stóð til að vísa mér úr starfi fyrir að segja eina setningu við starfsmann Barnaverndar Rvk. á gangi neyðarvistunar Stuðla. „Lögfræðingurinn bvs vakti enn fremur athygli á því að í fyrirmælunum sem gefin voru í mars þá hafi menn ekki verið að banna DB að vera með hópastarfið en í fyrirmælunum hafi honum verið gefinn ákveðinn rammi í því hvernig hann gæti sinnt starfinu samhliða starfi sínu á Stuðlum, hann megi t.d. ekki nýta vitneskju sína úr starfi sínu á Stuðlum hópstarfi sínu til framdráttar. Það verður að vera ákveðinn veggur þarna á milli en það sé ljóst að þessi fyrirmæli hafi verið brotin.“ Stoppum aðeins hérna. Nota mér til framdráttar? Til að byrja með vann ég ekki fyrir barnavernd heldur þjónustumiðstöð Breiðholts og í mínum frítíma. Hins vegar hefur sonur forstjórans unnið sem handleiðari á meðferðarheimili sem heyrir undir BVS og komið að ýmsum öðrum verkefnum á vegum Barnaverndarstofu! Þarna komum við að því að vera séra Jón eða ekki. Ég efast um að þau verk sem sonurinn hefur unnið hafi verið auglýst eins og stjórnsýslustofnun ber að gera. Eins efast ég ekki um að það er til fullt af færu fólki þarna úti sem hefur eflaust sótt um starfið. Á þeim sextán árum sem ég vann á Stuðlum fékk ég tvær áminningar. Aðra fyrir það að hafa hátt í fjölmiðlum um stöðu mála ungra drengja sem voru að feta sig á hættulegar brautir. Þarna kem ég inn á þöggunina. Þetta fór óskaplega fyrir brjóst BVS að ég hafi tjáð mig á opinberum commentavef að ég teldi getuleysið og framkvæmdaleysið hrópandi í þeim málaflokki. Ég er enn á þeirri skoðun í dag. Hin áminningin var fyrir að spyrja starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur einnar spurningar, segja eina setningu, á gangi neyðarvistunar Stuðla fyrir annan aðila. Grípum aftur í fundargerðina frægu. Lögfræðingur BVS segir þá að það skipti ekki höfuðmáli hver samskiptamátinn er, aðalatriðið séu þessi samskipti því þar sé hann DB í sínu hlutverki sem starfsmaður Stuðla að ræða hópastarf í vinnunni við barnaverndarnefndarstarfsmann, þetta sé óásættanlegt.“ Verjandi minn svarar þessu svona. „Verjandinn tekur þá til máls og spyr hvort það sé virkilega svo að óbreyttir starfsmenn megi ekki ræða það í vinnunni hvernig bæta megi meðferðarstarf á Íslandi. Lögfræðingur BVS grípur fram í og segir hér skipta höfuðmáli að þessi samræða sé í tengslum við hópstarf sem starfsmaður DB er aðili að og að starfsmenn megi ekki, ef þeir sinna meðferðarstarfi utan Stuðla, hafa samband við nefndirnar og bjóða fram þessa meðferðarvinnu.“ Ég á fundargerðina frá seinni áminningunni og mun glaður birta hana ef þess er óskað opinberlega til að afhjúpa þetta leikrit fáránleikans. Ég minni enn og aftur á að ég var ekki að vinna fyrir neina barnavernd á þessum tíma. Ég var líka að spyrjast fyrir um fyrir annan aðila sem ætlaði að setja svona starf á laggirnar fyrir stúlkur að fyrirmynd mínu starfi fyrir drengi. Ég hugleiddi alvarlega á sínum tíma að kæra síðustu áminningu til umboðsmanns alþingis þar sem þetta hafði gífurlegt fjárhagslegt tjón fyrir mína fjölskyldu svo ekki sé talað um andlegt tjón. Þar sem ég hef enga trú á stjórnsýslunni og réttarfarinu lengur þá nenni ég ekki að standa í því og ekki að ástæðulausu. Að lokum ef BVS telur það þjóna hagsmunum sínum að lögsækja mig fyrir þessi skrif þá segi ég verði þeim að góðu. Þau geta þá reynt að hafa af mér hundinn en það er eitt á hreinu að þessi diplómaprik tóku starfsheiður minn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég ákvað að hafa fyrirsögnina svona sterka því það er full innstæða fyrir henni í mínu tilfelli hvað snertir samskipti mín við Barnaverndarstofu, sem fyrrverandi starfsmaður sem heyrði undir þá stjórnsýslustofnun til 16 ára. Sem starfsmaður meðferðarheimilisins Stuðla frá 21 maí 2001 til 1 feb 2017 sem ráðráðgjafi, hópstjóri meðferðardeildar, ráðgjafi á neyðarvistun og næturvörður síðustu 3 árin. Áður en ég hóf störf á Stuðlum vann ég sem unglinga- og skólaráðgjafi við utanverðan Eyjafjörð. Unglingaráðgjafi í hverfamiðstöð á vegum Félagsþjónustunnar Rvk., Útideildinni sálugu sem var á vegum unglingadeildar Félagsmálastofnunar Rvk., Mótorsmiðjunni sem var þá samvinnu verkefni ÍTR og unglingadeildar félagsmálastofunnar Rvk. borgar. Fyrir utan fyrirlestrana sem ég hef haldið á eigum vegum sem skipta hundruðum og hópstarf mitt fyrir drengi sem hafa verið að feta sig á hættulegar brautir. Ef ég tek þetta saman hef ég verið á þessum vettvangi í nærri aldarfjórðung. Ég hef kynnst ýmsu á mínum ferli , en ekkert í líkindum við valdsmannshrokann, yfirganginn og þöggunina sem einkennir Barnaverndarstofu. Málavextir eru þessir ég var með hópstarf til fjölda ára fyrir unga drengi sem voru farnir að feta sig á hættulegar brautir. Fyrirmyndina sótti ég víða, meðal annars til vinar míns Björns Ragnarssonar sem vann með mér í Útideildinni á sínum tíma og Mótorsmiðjunni. Eins hafði ég verkefni eins og youth offending team YOT sem er upprunnið frá Bretlandi mér til fyrirmyndar. Þar er unnið markvisst í því að fá drengi sem brjóta af sér til að tengja saman orsakir og afleiðingar afbrota. Eftir hafa skoðað þetta með hliðsjón að íslenskum veruleika bjó til fræðsluefni með það að leiðarljósi að fræða þá á vettvangi „learning by doing“ en ekki yfir skrifborð. Samstarfsaðilarnir sem ég fékk í lið með mér voru eftirfarandi: Lögreglan Slökkvilið Grensásdeildin Tryggingafélagið Sjóvá Fyrrverandi fangar Þyrlusveit Slysavarnafélagsins Björgunarsveit Það er of langt mál að útskýra hvert hlutverk hvers og eins var, af hverju það hafði svona mikla þýðingu, þegar drengjunum var kastað í sjóinn og það var farið með bátinn burt og þeir veltust um í öldunum stjórnlaust. Síga fram af brún á fjalli, sett á svið slys þar sem þeir þurftu að klippa dúkku út úr bíl og endurlífga hana, hitta lækna sem fræddu þá um höfuðhögg, tryggingafélag talaði um bótarét, og hver veröld fanga er á bak við lás og slá. Dag einn kom að tali við mig kona sem var í félagsráðgjafarnámi. Hún vildi koma af stað svona hópstarfi fyrir stúlkur. Ég var meira en lítið til í það að hjálpa henni enda vissi ég að ástandið var virkilega slæmt á þessum tíma. Það leið ekki sú vika að ekki var auglýst eftir stúlkum í stroki í fjölmiðlum og stundum oft í viku. Hvar voru þær? Jú, þær voru jafnvel í felum hjá fullorðnum stórhættulegum síbrotamönnum sem hafði hroðalegar afleiðingar fyrir sumar. Ef það var einhvern tímann nauðsyn að vera með eitthvað fyrir illa staddar áttavilltar stúlkur þá var það þarna. Ég fór að spyrjast fyrir um málið í Barnavernd Reykjavíkur. Þ.e.a.s. ég hitti konu sem var að vinna á vegum Barnaverndar Rvk. og ég spurði hana einfaldlega hvort það væri ekki þörf á svona starfi og það gerði ég á gangi Neyðarvistunar. Afleiðing af þeirri spurningu var að ég fékk sent heim til mín uppsagnarbréf í ábyrgðarpósti á föstudagskvöld á fríhelginni minni. Barnaverndarstofa var stofnuð 1995 og höfundur þeirra stofnunar er maður að nafni Bragi Guðbrandsson. Þá var hann aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra. Bragi hefur verið forstjóri Barnaverndunarstofu síðan hún opnaði. Að mínu mati löngu löngu runninn út á tíma og ég er ekki einn með þá skoðun veit ég. Fleiri sem vinna í kerfinu deila henni með mér. Það mæti líka velta ýmsum steinum við hjá BVS miðað við fyrir hvað mín áminning stendur fyrir, því það er greinilegt að það er ekki sama hvort þú ert „Séra Jón“ eða ekki, þegar kemur að því að nýta hagsmuni sér til framdráttar innan BVS. „Hver má, hver má ekki?“ Máli mínu til stuðnings ætla ég að grípa inn í fundargerðina sem var gerð þegar það stóð til að vísa mér úr starfi fyrir að segja eina setningu við starfsmann Barnaverndar Rvk. á gangi neyðarvistunar Stuðla. „Lögfræðingurinn bvs vakti enn fremur athygli á því að í fyrirmælunum sem gefin voru í mars þá hafi menn ekki verið að banna DB að vera með hópastarfið en í fyrirmælunum hafi honum verið gefinn ákveðinn rammi í því hvernig hann gæti sinnt starfinu samhliða starfi sínu á Stuðlum, hann megi t.d. ekki nýta vitneskju sína úr starfi sínu á Stuðlum hópstarfi sínu til framdráttar. Það verður að vera ákveðinn veggur þarna á milli en það sé ljóst að þessi fyrirmæli hafi verið brotin.“ Stoppum aðeins hérna. Nota mér til framdráttar? Til að byrja með vann ég ekki fyrir barnavernd heldur þjónustumiðstöð Breiðholts og í mínum frítíma. Hins vegar hefur sonur forstjórans unnið sem handleiðari á meðferðarheimili sem heyrir undir BVS og komið að ýmsum öðrum verkefnum á vegum Barnaverndarstofu! Þarna komum við að því að vera séra Jón eða ekki. Ég efast um að þau verk sem sonurinn hefur unnið hafi verið auglýst eins og stjórnsýslustofnun ber að gera. Eins efast ég ekki um að það er til fullt af færu fólki þarna úti sem hefur eflaust sótt um starfið. Á þeim sextán árum sem ég vann á Stuðlum fékk ég tvær áminningar. Aðra fyrir það að hafa hátt í fjölmiðlum um stöðu mála ungra drengja sem voru að feta sig á hættulegar brautir. Þarna kem ég inn á þöggunina. Þetta fór óskaplega fyrir brjóst BVS að ég hafi tjáð mig á opinberum commentavef að ég teldi getuleysið og framkvæmdaleysið hrópandi í þeim málaflokki. Ég er enn á þeirri skoðun í dag. Hin áminningin var fyrir að spyrja starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur einnar spurningar, segja eina setningu, á gangi neyðarvistunar Stuðla fyrir annan aðila. Grípum aftur í fundargerðina frægu. Lögfræðingur BVS segir þá að það skipti ekki höfuðmáli hver samskiptamátinn er, aðalatriðið séu þessi samskipti því þar sé hann DB í sínu hlutverki sem starfsmaður Stuðla að ræða hópastarf í vinnunni við barnaverndarnefndarstarfsmann, þetta sé óásættanlegt.“ Verjandi minn svarar þessu svona. „Verjandinn tekur þá til máls og spyr hvort það sé virkilega svo að óbreyttir starfsmenn megi ekki ræða það í vinnunni hvernig bæta megi meðferðarstarf á Íslandi. Lögfræðingur BVS grípur fram í og segir hér skipta höfuðmáli að þessi samræða sé í tengslum við hópstarf sem starfsmaður DB er aðili að og að starfsmenn megi ekki, ef þeir sinna meðferðarstarfi utan Stuðla, hafa samband við nefndirnar og bjóða fram þessa meðferðarvinnu.“ Ég á fundargerðina frá seinni áminningunni og mun glaður birta hana ef þess er óskað opinberlega til að afhjúpa þetta leikrit fáránleikans. Ég minni enn og aftur á að ég var ekki að vinna fyrir neina barnavernd á þessum tíma. Ég var líka að spyrjast fyrir um fyrir annan aðila sem ætlaði að setja svona starf á laggirnar fyrir stúlkur að fyrirmynd mínu starfi fyrir drengi. Ég hugleiddi alvarlega á sínum tíma að kæra síðustu áminningu til umboðsmanns alþingis þar sem þetta hafði gífurlegt fjárhagslegt tjón fyrir mína fjölskyldu svo ekki sé talað um andlegt tjón. Þar sem ég hef enga trú á stjórnsýslunni og réttarfarinu lengur þá nenni ég ekki að standa í því og ekki að ástæðulausu. Að lokum ef BVS telur það þjóna hagsmunum sínum að lögsækja mig fyrir þessi skrif þá segi ég verði þeim að góðu. Þau geta þá reynt að hafa af mér hundinn en það er eitt á hreinu að þessi diplómaprik tóku starfsheiður minn!
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar