Alda Music og 300 Entertainment í eina sæng Stefán Árni Pálsson skrifar 12. september 2017 17:00 Mynd af Sölva Blöndal og David Giberga, head of A&R hjá 300 Entertainment, tekin í New York á dögunum. Bandaríska Hip Hop útgáfan 300 Entertainment og Alda Music hafa gert með sér samkomulag um samstarf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Öldu. Samstarf útgáfanna felst í því að Alda Music verður sérstakur samstarfsaðili 300 Entertainment á Íslandi, en 300 Entertainment hefur rennt hýru auga hingað til lands undanfarin misseri vegna sérlega blómlegrar útgáfu í HipHop tónlist. Útgáfan hyggst einnig víkka út starfsvettvang sinn hingað til lands og til hinna Norðurlandanna, en í því starfi verður Alda Music í lykilhlutverki. 300 Entertainment er Bandarískt Hip Hop útgáfufyrirtæki og hefur á sínum snærum marga af fremstu Hip Hop listamönnum heims um þessar mundir, þar á meðal Migos og Young Thug. 300 Entertainment hóf starfsemi árið 2014 en að baki útgáfunni standa margir þungaviktaraðilar úr hljómplötuútgáfu sögunni, viðriðnir útgáfur á borð við Def Jam og Warner Music. Alda Music er nýtt íslenskt útgáfufyrirtæki sem tók yfir tónlistarútgáfuhluta Senu árið 2016 með Ólaf Arnalds og Sölva Blöndal í fararbroddi. Fyrirtækið býr yfir viðamiklum katalóg íslenskrar dægurtónlistar sem teygir anga sína aftur til sjötta áratugarins, en einnig hefur fyrirtækið staðið að baki nokkrum nýjum útgáfum á íslenskri tónlist undanfarin misseri, ma. nýrri hljómplötu rappsveitarinnar Úlfur Úlfur og Kristalsplötu Páls Óskars, EP plötu með Hildi sem og Ella Grill. Auk endurútgáfa eldri verka td. Ellyjar Vilhjálmss og Hauks Morthens. Samkomulagið felur í sér að listamenn undir merkjum Alda Music fá aðgang að víðfeðmu tengslaneti 300 Entertainment auk aðgangs að nýjum mörkuðum bæði fyrir útgáfur og til hljómleikahalds. Þetta samstarf mun því fela í sér mikla verðmætaaukningu á íslenskri tónlist sem útflutningsvöru. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Bandaríska Hip Hop útgáfan 300 Entertainment og Alda Music hafa gert með sér samkomulag um samstarf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Öldu. Samstarf útgáfanna felst í því að Alda Music verður sérstakur samstarfsaðili 300 Entertainment á Íslandi, en 300 Entertainment hefur rennt hýru auga hingað til lands undanfarin misseri vegna sérlega blómlegrar útgáfu í HipHop tónlist. Útgáfan hyggst einnig víkka út starfsvettvang sinn hingað til lands og til hinna Norðurlandanna, en í því starfi verður Alda Music í lykilhlutverki. 300 Entertainment er Bandarískt Hip Hop útgáfufyrirtæki og hefur á sínum snærum marga af fremstu Hip Hop listamönnum heims um þessar mundir, þar á meðal Migos og Young Thug. 300 Entertainment hóf starfsemi árið 2014 en að baki útgáfunni standa margir þungaviktaraðilar úr hljómplötuútgáfu sögunni, viðriðnir útgáfur á borð við Def Jam og Warner Music. Alda Music er nýtt íslenskt útgáfufyrirtæki sem tók yfir tónlistarútgáfuhluta Senu árið 2016 með Ólaf Arnalds og Sölva Blöndal í fararbroddi. Fyrirtækið býr yfir viðamiklum katalóg íslenskrar dægurtónlistar sem teygir anga sína aftur til sjötta áratugarins, en einnig hefur fyrirtækið staðið að baki nokkrum nýjum útgáfum á íslenskri tónlist undanfarin misseri, ma. nýrri hljómplötu rappsveitarinnar Úlfur Úlfur og Kristalsplötu Páls Óskars, EP plötu með Hildi sem og Ella Grill. Auk endurútgáfa eldri verka td. Ellyjar Vilhjálmss og Hauks Morthens. Samkomulagið felur í sér að listamenn undir merkjum Alda Music fá aðgang að víðfeðmu tengslaneti 300 Entertainment auk aðgangs að nýjum mörkuðum bæði fyrir útgáfur og til hljómleikahalds. Þetta samstarf mun því fela í sér mikla verðmætaaukningu á íslenskri tónlist sem útflutningsvöru.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög