Mýtan um Norðurlöndin Guðmundur Edgarsson skrifar 13. september 2017 07:00 Hún er lífseig mýtan um að hagsæld Norðurlandanna byggi á víðtæku velferðarkerfi og háum sköttum. Ef svo væri myndu lönd eins og Frakkland, Grikkland og Ítalía njóta sams konar velgengni. Þrátt fyrir skattagleði þessara ríkja og rausnarlegs velferðarkerfis er staðan í þessum löndum hins vegar óralangt frá því að vera viðunandi. Löndin glíma við gríðarlegar skuldir, langvarandi atvinnuleysi og stöðnun á mörgum sviðum. Það sem Norðurlöndin hafa haft fram yfir flest önnur samanburðarlönd er því ekki hið margrómaða velferðarkerfi heldur aðrir þættir.Menningin skýringarþáttur Þannig er að Norðurlöndin hafa þá sérstöðu að vera tiltölulega fámenn og einsleit samfélög. Íbúarnir tala sama tungumálið og deila sömu sögu, trú og hefðum. Hugsunarháttur og lífsstíll er áþekkur sem dregur úr líkum á spillingu og valdabrölti í stjórnkerfinu. Í ofanálag hafa Norðurlöndin búið við tiltölulega frjálst atvinnulíf sem lagt hefur grunninn að traustum efnahag þeirra. Það sem ennfremur bendir til þess að hin norræna menning sé mun sterkari áhrifaþáttur í velgengni Norðurlandanna en háir skattar og viðamikið velferðarkerfi er að norrænu fólki vegnar mun betur í Bandaríkjunum en á Norðurlöndunum þar sem skattar eru mun hærri. Atvinnuleysi meðal norrænna Bandaríkjamanna er til að mynda mun minna, laun hærri og félagslegur hreyfanleiki talsvert meiri en þekkist á Norðurlöndunum.Norðurlöndin áður fyrr Þá nutu Norðurlöndin mun meiri velgengni en önnur vestræn ríki áður en norræna velferðarmódelið var tekið upp í kringum 1960. Fyrir 1960 voru lönd eins og Danmörk og Svíþjóð með markaðsdrifnari löndum hins vestræna heims. Skattar voru lágir, opinberi geirinn lítill og velferðarþjónusta miðaðist við þá sem ekki voru bjargálna. Löndin bjuggu við þróttmikið efnahagslíf og velferð á flestum sviðum í samanburði við önnur ríki. Tíðni ungbarnadauða var með því lægsta sem þekktist, ævilíkur meðal þeirra hæstu í heiminum, fátækt minni og menntunarstig hærra en finna mátti annars staðar. Norræna velferðin virðist því byggja á menningartengdum þáttum fremur en umfangsmiklu velferðarkerfi og ofursköttum. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Hún er lífseig mýtan um að hagsæld Norðurlandanna byggi á víðtæku velferðarkerfi og háum sköttum. Ef svo væri myndu lönd eins og Frakkland, Grikkland og Ítalía njóta sams konar velgengni. Þrátt fyrir skattagleði þessara ríkja og rausnarlegs velferðarkerfis er staðan í þessum löndum hins vegar óralangt frá því að vera viðunandi. Löndin glíma við gríðarlegar skuldir, langvarandi atvinnuleysi og stöðnun á mörgum sviðum. Það sem Norðurlöndin hafa haft fram yfir flest önnur samanburðarlönd er því ekki hið margrómaða velferðarkerfi heldur aðrir þættir.Menningin skýringarþáttur Þannig er að Norðurlöndin hafa þá sérstöðu að vera tiltölulega fámenn og einsleit samfélög. Íbúarnir tala sama tungumálið og deila sömu sögu, trú og hefðum. Hugsunarháttur og lífsstíll er áþekkur sem dregur úr líkum á spillingu og valdabrölti í stjórnkerfinu. Í ofanálag hafa Norðurlöndin búið við tiltölulega frjálst atvinnulíf sem lagt hefur grunninn að traustum efnahag þeirra. Það sem ennfremur bendir til þess að hin norræna menning sé mun sterkari áhrifaþáttur í velgengni Norðurlandanna en háir skattar og viðamikið velferðarkerfi er að norrænu fólki vegnar mun betur í Bandaríkjunum en á Norðurlöndunum þar sem skattar eru mun hærri. Atvinnuleysi meðal norrænna Bandaríkjamanna er til að mynda mun minna, laun hærri og félagslegur hreyfanleiki talsvert meiri en þekkist á Norðurlöndunum.Norðurlöndin áður fyrr Þá nutu Norðurlöndin mun meiri velgengni en önnur vestræn ríki áður en norræna velferðarmódelið var tekið upp í kringum 1960. Fyrir 1960 voru lönd eins og Danmörk og Svíþjóð með markaðsdrifnari löndum hins vestræna heims. Skattar voru lágir, opinberi geirinn lítill og velferðarþjónusta miðaðist við þá sem ekki voru bjargálna. Löndin bjuggu við þróttmikið efnahagslíf og velferð á flestum sviðum í samanburði við önnur ríki. Tíðni ungbarnadauða var með því lægsta sem þekktist, ævilíkur meðal þeirra hæstu í heiminum, fátækt minni og menntunarstig hærra en finna mátti annars staðar. Norræna velferðin virðist því byggja á menningartengdum þáttum fremur en umfangsmiklu velferðarkerfi og ofursköttum. Höfundur er kennari.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar