Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. september 2017 06:00 Múslimar í pakistönsku borginni Karachi stóðu með Rohingjum um helgina og mótmæltu meintu aðgerðarleysi Suu Kyi. Á plakati sem hér má sjá var Suu Kyi sagt að skammast sín. vísir/afp Árið 1991 hlaut Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, friðarverðlaun Nóbels. Hún hafði ári áður leitt flokk sinn í þingkosningum og fengið 58,7 prósent greiddra atkvæða. Herforingjastjórn landsins, sem hafði boðað til kosninganna, leist hins vegar ekki á Suu Kyi. Stjórnin ógilti því kosningarnar og hélt völdum. Í kjölfarið var Suu Kyi sett í stofufangelsi á heimili sínu í borginni Rangoon. Á meðan hún var í stofufangelsi hlaut hún bæði Sakharov-verðlaunin, líkt og Nelson Mandela hafði áður gert og Malala Yousafzai og Kofi Annan hafa gert síðan, og svo fyrrnefnd friðarverðlaun Nóbels. Árið 2015 vann flokkur Suu Kyi öruggan meirihluta í þingkosningum Mjanmar og í þetta skipti voru niðurstöður kosninganna virtar. Tók Suu Kyi árið 2016 við hlutverki svokallaðs ríkisráðgjafa og er því nú eins konar forsætisráðherra Mjanmar. Árið 2017, nánar tiltekið á mánudag, sagði Zeid Raad Al Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, að fram fari þjóðernishreinsanir í Rakhine-héraði Mjanmar. Þar séu meðlimir þjóðflokksins Rohingja teknir af lífi án dóms og laga. „Við höfum fengið fjölmargar fregnir og séð gervihnattaljósmyndir af öryggissveitum og almenningi að brenna bæi Rohingja og drepa Rohingja án dóms og laga, meðal annars eru almennir borgarar á flótta skotnir til bana,“ sagði Al Hussein í gær og bætti við: „Ég kalla eftir því að ríkisstjórnin bindi enda á grimmilegar hernaðaraðgerðir sínar í héraðinu, axli ábyrgð á öllum brotum sem kunna að hafa verið framin og hætti alvarlegri mismunun sinni í garð Rohingja.“ Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa rúmlega 370.000 Rohingjar flúið til Bangladess frá því að átök blossuðu upp í Rakhine í síðasta mánuði. Átökin brutust út þegar Rohingja-skæruliðar réðust á lögreglustöð í norðurhluta Rakhine og drápu tólf starfsmenn. BBC greinir frá því að Rohingjar í Bangladess segi mjanmarska herinn hafa brugðist við af ofsa, brennt bæi Rohingja og ráðist á almenna borgara til þess að flæma þá úr landi. Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar. Nordicphotos/AFP Meint mismunun í garð Rohingja í Mjanmar á sér þó lengri sögu. Samkvæmt Amnesty International hefur verið brotið með skipulögðum hætti á mannréttindum þeirra síðan herforingjastjórnin tók völdin í landinu, sem þá hét Búrma, árið 1988. BBC fjallaði um ofsóknir í garð Rohingja árið 2009 þar sem meðal annars kemur fram að Rohingjar fái ekki ríkisborgararétt, þeir megi margir hverjir ekki eiga land, hafi ekki ferðafrelsi og séu þvingaðir til þess að vinna fyrir ríkið. Forsætisráðherra Bangladess, Sheikh Hasina Wazed, heimsótti flóttamannabúðir Rohingja í gær og hvatti yfirvöld í Mjanmar til að láta mannúðarsjónarmið ráða för, saklaust fólk væri þarna að þjást. „Þetta fólk, saklausa fólk, börn, konur, er að þjást. Þetta fólk á heima í Mjanmar. Í hundruð ára hefur þetta fólk búið þar. Hvernig geta yfirvöld í Mjanmar neitað því um ríkisborgararétt?“ spurði Hasina. Öllu svartari frásögn birtist á Al Jazeera árið 2015, stuttu áður en flokkur Suu Kyi sigraði í þingkosningum. Segir þar að rannsóknarteymi Al Jazeera hafi fundið sterkar vísbendingar um þjóðarmorð. Ríkisstjórnin æsi upp almenning í því skyni að Mjanmarar drepi sem flesta Rohingja. Fjölmargir hafa nú skorað á nóbelsverðlaunahafann Suu Kyi að gera eitthvað í málunum og uppræta ofbeldi í garð Rohingja. Aðrir friðarverðlaunahafar, til að mynda Malala Yousafzai og Desmond Tutu, hafa skorað á Suu Kyi og sagt ofbeldi í garð Rohingja hrylling. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur gert slíkt hið sama og það hefur Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, einnig gert. Suu Kyi hefur hins vegar haldið því fram að „risavaxinn ísjaki rangra upplýsinga“ valdi því að heimsbyggðin misskilji ástandið. Í samtali við Erdogan í september sagði Suu Kyi, samkvæmt Al Jazeera, að ríkisstjórnin gengi úr skugga um að allir í Mjanmar fengju að njóta mannréttinda sinna og ríkisstjórnin gerði allt sem hún gæti til að vernda þegna sína. Að öðru leyti hefur Suu Kyi ekki mikið tjáð sig um málið. Þögn Suu Kyi er afar umdeild og hafa áhrifamiklir einstaklingar og fjölmiðlar gert hana að umfjöllunarefni. Fyrrnefndur Tutu fordæmdi þögn Suu Kyi til að mynda á föstudag og hvatti hana til að vera „hugrakka á ný“. Í frétt Guardian segir að fáir nútímamenn hafi verið jafn dáðir og Suu Kyi og fallið jafn hratt í áliti. Eftir tveggja áratuga baráttu hafi hún sigrað og staðið þögul á meðan hundruð þúsunda þegna hennar var slátrað. Blaðamaður Washington Post fer sömuleiðis ófögrum orðum um Suu Kyi í grein sinni: „Skammarleg þögn Suu Kyi: Arfleifð í molum“. „Þegar kemur að Rohingjum hefur Suu Kyi sýnt lítinn áhuga á því að koma á friði,“ skrifar blaðamaðurinn um Aung San Suu Kyi, handhafa friðarverðlauna Nóbels. Mjanmar Róhingjar Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Árið 1991 hlaut Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, friðarverðlaun Nóbels. Hún hafði ári áður leitt flokk sinn í þingkosningum og fengið 58,7 prósent greiddra atkvæða. Herforingjastjórn landsins, sem hafði boðað til kosninganna, leist hins vegar ekki á Suu Kyi. Stjórnin ógilti því kosningarnar og hélt völdum. Í kjölfarið var Suu Kyi sett í stofufangelsi á heimili sínu í borginni Rangoon. Á meðan hún var í stofufangelsi hlaut hún bæði Sakharov-verðlaunin, líkt og Nelson Mandela hafði áður gert og Malala Yousafzai og Kofi Annan hafa gert síðan, og svo fyrrnefnd friðarverðlaun Nóbels. Árið 2015 vann flokkur Suu Kyi öruggan meirihluta í þingkosningum Mjanmar og í þetta skipti voru niðurstöður kosninganna virtar. Tók Suu Kyi árið 2016 við hlutverki svokallaðs ríkisráðgjafa og er því nú eins konar forsætisráðherra Mjanmar. Árið 2017, nánar tiltekið á mánudag, sagði Zeid Raad Al Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, að fram fari þjóðernishreinsanir í Rakhine-héraði Mjanmar. Þar séu meðlimir þjóðflokksins Rohingja teknir af lífi án dóms og laga. „Við höfum fengið fjölmargar fregnir og séð gervihnattaljósmyndir af öryggissveitum og almenningi að brenna bæi Rohingja og drepa Rohingja án dóms og laga, meðal annars eru almennir borgarar á flótta skotnir til bana,“ sagði Al Hussein í gær og bætti við: „Ég kalla eftir því að ríkisstjórnin bindi enda á grimmilegar hernaðaraðgerðir sínar í héraðinu, axli ábyrgð á öllum brotum sem kunna að hafa verið framin og hætti alvarlegri mismunun sinni í garð Rohingja.“ Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa rúmlega 370.000 Rohingjar flúið til Bangladess frá því að átök blossuðu upp í Rakhine í síðasta mánuði. Átökin brutust út þegar Rohingja-skæruliðar réðust á lögreglustöð í norðurhluta Rakhine og drápu tólf starfsmenn. BBC greinir frá því að Rohingjar í Bangladess segi mjanmarska herinn hafa brugðist við af ofsa, brennt bæi Rohingja og ráðist á almenna borgara til þess að flæma þá úr landi. Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar. Nordicphotos/AFP Meint mismunun í garð Rohingja í Mjanmar á sér þó lengri sögu. Samkvæmt Amnesty International hefur verið brotið með skipulögðum hætti á mannréttindum þeirra síðan herforingjastjórnin tók völdin í landinu, sem þá hét Búrma, árið 1988. BBC fjallaði um ofsóknir í garð Rohingja árið 2009 þar sem meðal annars kemur fram að Rohingjar fái ekki ríkisborgararétt, þeir megi margir hverjir ekki eiga land, hafi ekki ferðafrelsi og séu þvingaðir til þess að vinna fyrir ríkið. Forsætisráðherra Bangladess, Sheikh Hasina Wazed, heimsótti flóttamannabúðir Rohingja í gær og hvatti yfirvöld í Mjanmar til að láta mannúðarsjónarmið ráða för, saklaust fólk væri þarna að þjást. „Þetta fólk, saklausa fólk, börn, konur, er að þjást. Þetta fólk á heima í Mjanmar. Í hundruð ára hefur þetta fólk búið þar. Hvernig geta yfirvöld í Mjanmar neitað því um ríkisborgararétt?“ spurði Hasina. Öllu svartari frásögn birtist á Al Jazeera árið 2015, stuttu áður en flokkur Suu Kyi sigraði í þingkosningum. Segir þar að rannsóknarteymi Al Jazeera hafi fundið sterkar vísbendingar um þjóðarmorð. Ríkisstjórnin æsi upp almenning í því skyni að Mjanmarar drepi sem flesta Rohingja. Fjölmargir hafa nú skorað á nóbelsverðlaunahafann Suu Kyi að gera eitthvað í málunum og uppræta ofbeldi í garð Rohingja. Aðrir friðarverðlaunahafar, til að mynda Malala Yousafzai og Desmond Tutu, hafa skorað á Suu Kyi og sagt ofbeldi í garð Rohingja hrylling. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur gert slíkt hið sama og það hefur Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, einnig gert. Suu Kyi hefur hins vegar haldið því fram að „risavaxinn ísjaki rangra upplýsinga“ valdi því að heimsbyggðin misskilji ástandið. Í samtali við Erdogan í september sagði Suu Kyi, samkvæmt Al Jazeera, að ríkisstjórnin gengi úr skugga um að allir í Mjanmar fengju að njóta mannréttinda sinna og ríkisstjórnin gerði allt sem hún gæti til að vernda þegna sína. Að öðru leyti hefur Suu Kyi ekki mikið tjáð sig um málið. Þögn Suu Kyi er afar umdeild og hafa áhrifamiklir einstaklingar og fjölmiðlar gert hana að umfjöllunarefni. Fyrrnefndur Tutu fordæmdi þögn Suu Kyi til að mynda á föstudag og hvatti hana til að vera „hugrakka á ný“. Í frétt Guardian segir að fáir nútímamenn hafi verið jafn dáðir og Suu Kyi og fallið jafn hratt í áliti. Eftir tveggja áratuga baráttu hafi hún sigrað og staðið þögul á meðan hundruð þúsunda þegna hennar var slátrað. Blaðamaður Washington Post fer sömuleiðis ófögrum orðum um Suu Kyi í grein sinni: „Skammarleg þögn Suu Kyi: Arfleifð í molum“. „Þegar kemur að Rohingjum hefur Suu Kyi sýnt lítinn áhuga á því að koma á friði,“ skrifar blaðamaðurinn um Aung San Suu Kyi, handhafa friðarverðlauna Nóbels.
Mjanmar Róhingjar Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira