Auka við hjálparstarf í Karíbahafi eftir að hafa sætt gagnrýni fyrir að gera ekki nóg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. september 2017 23:40 Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, ræðir við litla stúlku á eyjunni Sankti Martin í Karíbahafi. vísir/getty Leiðtogar Evrópuríkjanna sem ráða yfir fjölda eyja í Karíbahafi sem urðu illa úti í fellibylnum Irmu eru nú á leið til eyjanna eða eru þegar komnir. Þeir heita að auka við hjálparstarf á eyjunum en það loforð kemur í kjölfarið á gagnrýni sem þeir hafa sætt fyrir að bregðast seint og illa við náttúruhamförunum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kom á svæðið í dag og heimsækir frönsku eyjarnar í Karíbahafi en á eyjunum Sankti Barts og Sankti Martin týndu alls tíu manns lífi í fellibylnum. Macron sagði að verulega yrði bætt í hjálparstarf og björgunaraðgerðir. Fellibylurinn Irma væri fordæmalaus og þá hefði annar fellibylur, Jose, sem kom strax í kjölfarið, hamlað hjálparstarfi. Macron hét því að sveigja reglur og verkferla ef þess þyrfti til þess að byggja eyjarnar upp á ný. Bresk yfirvöld hafa jafnframt verið gagnrýnd vegna viðbragða sinna við Irmu en alls létust níu manns á breskum yfirráðasvæðum í Karíbahafinu. Von er á Boris Johnson, utanríkisráðherra, á svæðið síðar í vikunni. Þá hefur hollenski konungurinn, Willem Alexander, heimsótt hollensk yfirráðasvæði í dag. „Ég hef séð afleiðingar stríðsátaka og náttúruhamfara áður en ég hef aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Það er sama hvert litið er, eyðileggingin blasir alls staðar við,“ sagði hollenski konungurinn við blaðamenn í dag. Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Milljónir flúðu áður en Irma skall á Fjórða stigs fellibylur skall á Flórída í Bandaríkjunum í gær eftir að hafa farið yfir Karíbahaf. Íbúi í Tampa segir við Fréttablaðið að fólk sitji fast því ekki sé hægt að fá bensín í ríkinu. 11. september 2017 06:00 Þessar eyjur hafa orðið á vegi fellibylsins Irmu Fellibylurinn hefur valið mikilli eyðileggingu og þegar kostað tíu mannslíf hið minnsta. 7. september 2017 12:49 Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Ráðamenn vestanhafs þráskallast enn við að trúa vísindamönnum sem vara þá við að hnattræn hlýnun geti gefið fellibyljum aukinn kraft. 12. september 2017 17:00 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Leiðtogar Evrópuríkjanna sem ráða yfir fjölda eyja í Karíbahafi sem urðu illa úti í fellibylnum Irmu eru nú á leið til eyjanna eða eru þegar komnir. Þeir heita að auka við hjálparstarf á eyjunum en það loforð kemur í kjölfarið á gagnrýni sem þeir hafa sætt fyrir að bregðast seint og illa við náttúruhamförunum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kom á svæðið í dag og heimsækir frönsku eyjarnar í Karíbahafi en á eyjunum Sankti Barts og Sankti Martin týndu alls tíu manns lífi í fellibylnum. Macron sagði að verulega yrði bætt í hjálparstarf og björgunaraðgerðir. Fellibylurinn Irma væri fordæmalaus og þá hefði annar fellibylur, Jose, sem kom strax í kjölfarið, hamlað hjálparstarfi. Macron hét því að sveigja reglur og verkferla ef þess þyrfti til þess að byggja eyjarnar upp á ný. Bresk yfirvöld hafa jafnframt verið gagnrýnd vegna viðbragða sinna við Irmu en alls létust níu manns á breskum yfirráðasvæðum í Karíbahafinu. Von er á Boris Johnson, utanríkisráðherra, á svæðið síðar í vikunni. Þá hefur hollenski konungurinn, Willem Alexander, heimsótt hollensk yfirráðasvæði í dag. „Ég hef séð afleiðingar stríðsátaka og náttúruhamfara áður en ég hef aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Það er sama hvert litið er, eyðileggingin blasir alls staðar við,“ sagði hollenski konungurinn við blaðamenn í dag.
Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Milljónir flúðu áður en Irma skall á Fjórða stigs fellibylur skall á Flórída í Bandaríkjunum í gær eftir að hafa farið yfir Karíbahaf. Íbúi í Tampa segir við Fréttablaðið að fólk sitji fast því ekki sé hægt að fá bensín í ríkinu. 11. september 2017 06:00 Þessar eyjur hafa orðið á vegi fellibylsins Irmu Fellibylurinn hefur valið mikilli eyðileggingu og þegar kostað tíu mannslíf hið minnsta. 7. september 2017 12:49 Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Ráðamenn vestanhafs þráskallast enn við að trúa vísindamönnum sem vara þá við að hnattræn hlýnun geti gefið fellibyljum aukinn kraft. 12. september 2017 17:00 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Milljónir flúðu áður en Irma skall á Fjórða stigs fellibylur skall á Flórída í Bandaríkjunum í gær eftir að hafa farið yfir Karíbahaf. Íbúi í Tampa segir við Fréttablaðið að fólk sitji fast því ekki sé hægt að fá bensín í ríkinu. 11. september 2017 06:00
Þessar eyjur hafa orðið á vegi fellibylsins Irmu Fellibylurinn hefur valið mikilli eyðileggingu og þegar kostað tíu mannslíf hið minnsta. 7. september 2017 12:49
Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Ráðamenn vestanhafs þráskallast enn við að trúa vísindamönnum sem vara þá við að hnattræn hlýnun geti gefið fellibyljum aukinn kraft. 12. september 2017 17:00