Í leiknum, rétt eins og í næsta FIFA-tölvuleik eins og Vísir greindi frá á dögunum, er hægt að spila sem íslenska karlalandsliðið.
Youtube-rásin „FIFA All Stars" nældi sér í eintak af leiknum í gær og hefur hlaðið upp myndbandi þar sem sjá má hvernig flestir leikmenn íslenska landsliðsins líta út í tölvuleikjaformi.
Ljóst er að sköpun sumra leikmanna hefur tekist betur en hjá öðrum. Ber þar sérstaklega að nefna Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason sem eru nær óþekkjanlegir. Bakverðirnir Birkir Már Sævarsson og Ari Freyr Skúlason eru sömuleiðis eins og klipptir út úr hryllingsmynd. Þá lítur Hörður Björgvin Magnússon eins og hann hafi spilað í 14-2 leiknum gegn Dönum árið 1967.
Yfirferðina má sjá hér að neðan.