Andrea Olsen lögmaður hefur verið ráðin til Deloitte og mun starfa sem liðsstjóri á skatta- og lögfræðisviði hjá félaginu.
Í tilkynningu frá Deloitte kemur fram að Andrea hafi lokið laganámi við Háskólann í Reykjavík árið 2009 og starfað hjá LOGOS lögmannsþjónustu undanfarin átta ár. Hún hafi meðal annars sérhæft sig í félagarétti, samrunum og yfirtökum, fjárhagslegum endurskipulagningum og fjármögnun fyrirtækja.
Áður en Andrea gekk til liðs við LOGOS starfaði hún hjá Creditinfo og Icelandair.
Bjarni Þór Bjarnason, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, segir það vera mikinn akkur fyrir fyrirtækið að fá Andreu í hópinn. „Við leggjum mikla áherslu á að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og trausta og áreiðanlega lögfræðiráðgjöf. Andrea hefur undanfarin ár starfað hjá stærstu lögmannsstofu landsins og kemur til okkar með mikla og góða reynslu sem mun nýtast Deloitte vel í þeim verkefnum sem framundan eru,“ segir Bjarni.
Andrea til liðs við Deloitte
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB
Viðskipti erlent

Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn
Viðskipti innlent

Íbúðum í byggingu fækkar
Viðskipti innlent

Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum
Viðskipti erlent

Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi
Viðskipti innlent

Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum
Viðskipti innlent

Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér
Viðskipti innlent

Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna
Viðskipti innlent

Um forvitna yfirmanninn
Atvinnulíf

Engin U-beygja hjá Play
Viðskipti innlent