Dagur plastlausrar náttúru Íslands Margrét Hugadóttir og Rannveig Magnúsdóttir skrifar 14. september 2017 07:00 Ísland er umkringt hafi. Hafi sem færir okkur golfstrauminn og gerir eyjuna okkar lífvænlega. Hafi sem færir okkur meirihluta þess súrefnis sem við öndum að okkur, hafi sem færir okkur fæðu og hagvöxt. Plastmengun ógnar nú hafinu og ef fram heldur sem horfir, verður þar meira af plasti en fiski árið 2020. Við þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það. Hreinasta land í heimi? Margir halda því fram að Ísland sé hreinasta land í heimi. Vissulega er loftið hreint og vatnið gott en þrátt fyrir það notar hver Íslendingur að meðaltali 40 kíló af plastumbúðum á ári. Aðeins lítill hluti skilar sér til endurvinnslu eða endurnýtingar og er meiri hluti þess annaðhvort grafinn í jörðu og urðaður eða endar í hafinu. Plastið sjálft eyðist ekki, heldur brotnar niður í örplast á óralöngum tíma. Það þýðir, að allt plast sem ekki hefur verið brennt frá upphafsárum plastvinnslu, er enn til. Árlega eru framleidd um 300 milljón tonn af plasti. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hversu gífurlegt magn það er en þetta samsvarar um það bil heildarþyngd allra Jarðarbúa! Plast á diskinn þinn? En hvaða áhrif hefur plastmengun á lífríkið? Sjávarlífverur eins og t.d. fuglar, fiskar og skjaldbökur geta ekki alltaf gert greinarmun á plasti og fæðu. Þær éta sig saddar af plasti, sem stíflar svo meltingarveginn. Dýr drepast þannig úr næringarskorti, pakksödd. Einnig geta dýrin flækt sig í plastnet, plasthringi af flöskum og annað plastrusl, sem dregur úr vexti og getur skorist inn í hold þeirra þegar þau stækka. Í plastinu eru einnig stundum eitruð íblöndunarefni sem leka út úr því og eitra þannig fyrir dýrum. Örplast í sjó og vatni verkar eins og segull á alls kyns eiturefni og getur þannig orðið margfalt eitraðra en vatnið sem umlykur það. Einnig geta sjúkdómsvaldandi örverur sogast að örplastinu sem gefur þessum örverum nýjar leiðir til að berast á milli staða og dreifa sér. Þegar fiskar og aðrar lífverur éta örplastið þá fylgja eiturefnin og örverurnar með í „kaupbæti“ og geta valdið þeim skaða. Það sem er sérstaklega óhugnanlegt er að þessir fiskar lenda iðulega á matardiskinum okkar. Sjórinn tekur ekki lengur við Hér áður fyrr var oft sagt „lengi tekur sjórinn við“ en nú vitum við að það er alls ekki svoleiðis. Lífverur sem finnast dauðar hér við land eru alveg jafn fullar af plasti og annars staðar. Rannsókn á sjófuglum á Íslandi leiddi meðal annars í ljós að plastagnir fundust í 79 prósentum fýla sem skoðaðir voru. Hvað get ég gert? En hvað er hægt að gera í þessu? Hvað getur ein manneskja gert? Jú, við getum gert heilan helling! Til dæmis getum við notað minna plast, keypt minna plast og sóað minna af plasti. Við getum notað fjölnota burðarpoka, drukkið úr glasinu í stað þess að nota plaströr. Einnig getum við endurunnið plast og komið þannig í veg fyrir að það sé urðað. Síðast en ekki síst getum við hreinsað umhverfi okkar og fjörur landsins. Landvernd hvetur hópa, einstaklinga og fyrirtæki til að draga úr plastnotkun og skipuleggja sína eigin strandhreinsun. Í ár ber Alþjóðastrandhreinsunardaginn upp á Dag íslenskrar náttúru sem haldinn er hátíðlegur þann 16. september ár hvert. Það er því tilvalið að taka til hendinni í september. Hægt er að fá góð ráð og skrá eigin hreinsun á hreinsumisland.is. Margrét Hugadóttir er sérfræðingur hjá Landvernd. Dr. Rannveig Magnúsdóttir er verkefnastjóri hjá Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Margrét Hugadóttir Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er umkringt hafi. Hafi sem færir okkur golfstrauminn og gerir eyjuna okkar lífvænlega. Hafi sem færir okkur meirihluta þess súrefnis sem við öndum að okkur, hafi sem færir okkur fæðu og hagvöxt. Plastmengun ógnar nú hafinu og ef fram heldur sem horfir, verður þar meira af plasti en fiski árið 2020. Við þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það. Hreinasta land í heimi? Margir halda því fram að Ísland sé hreinasta land í heimi. Vissulega er loftið hreint og vatnið gott en þrátt fyrir það notar hver Íslendingur að meðaltali 40 kíló af plastumbúðum á ári. Aðeins lítill hluti skilar sér til endurvinnslu eða endurnýtingar og er meiri hluti þess annaðhvort grafinn í jörðu og urðaður eða endar í hafinu. Plastið sjálft eyðist ekki, heldur brotnar niður í örplast á óralöngum tíma. Það þýðir, að allt plast sem ekki hefur verið brennt frá upphafsárum plastvinnslu, er enn til. Árlega eru framleidd um 300 milljón tonn af plasti. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hversu gífurlegt magn það er en þetta samsvarar um það bil heildarþyngd allra Jarðarbúa! Plast á diskinn þinn? En hvaða áhrif hefur plastmengun á lífríkið? Sjávarlífverur eins og t.d. fuglar, fiskar og skjaldbökur geta ekki alltaf gert greinarmun á plasti og fæðu. Þær éta sig saddar af plasti, sem stíflar svo meltingarveginn. Dýr drepast þannig úr næringarskorti, pakksödd. Einnig geta dýrin flækt sig í plastnet, plasthringi af flöskum og annað plastrusl, sem dregur úr vexti og getur skorist inn í hold þeirra þegar þau stækka. Í plastinu eru einnig stundum eitruð íblöndunarefni sem leka út úr því og eitra þannig fyrir dýrum. Örplast í sjó og vatni verkar eins og segull á alls kyns eiturefni og getur þannig orðið margfalt eitraðra en vatnið sem umlykur það. Einnig geta sjúkdómsvaldandi örverur sogast að örplastinu sem gefur þessum örverum nýjar leiðir til að berast á milli staða og dreifa sér. Þegar fiskar og aðrar lífverur éta örplastið þá fylgja eiturefnin og örverurnar með í „kaupbæti“ og geta valdið þeim skaða. Það sem er sérstaklega óhugnanlegt er að þessir fiskar lenda iðulega á matardiskinum okkar. Sjórinn tekur ekki lengur við Hér áður fyrr var oft sagt „lengi tekur sjórinn við“ en nú vitum við að það er alls ekki svoleiðis. Lífverur sem finnast dauðar hér við land eru alveg jafn fullar af plasti og annars staðar. Rannsókn á sjófuglum á Íslandi leiddi meðal annars í ljós að plastagnir fundust í 79 prósentum fýla sem skoðaðir voru. Hvað get ég gert? En hvað er hægt að gera í þessu? Hvað getur ein manneskja gert? Jú, við getum gert heilan helling! Til dæmis getum við notað minna plast, keypt minna plast og sóað minna af plasti. Við getum notað fjölnota burðarpoka, drukkið úr glasinu í stað þess að nota plaströr. Einnig getum við endurunnið plast og komið þannig í veg fyrir að það sé urðað. Síðast en ekki síst getum við hreinsað umhverfi okkar og fjörur landsins. Landvernd hvetur hópa, einstaklinga og fyrirtæki til að draga úr plastnotkun og skipuleggja sína eigin strandhreinsun. Í ár ber Alþjóðastrandhreinsunardaginn upp á Dag íslenskrar náttúru sem haldinn er hátíðlegur þann 16. september ár hvert. Það er því tilvalið að taka til hendinni í september. Hægt er að fá góð ráð og skrá eigin hreinsun á hreinsumisland.is. Margrét Hugadóttir er sérfræðingur hjá Landvernd. Dr. Rannveig Magnúsdóttir er verkefnastjóri hjá Landvernd.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun