Dagur plastlausrar náttúru Íslands Margrét Hugadóttir og Rannveig Magnúsdóttir skrifar 14. september 2017 07:00 Ísland er umkringt hafi. Hafi sem færir okkur golfstrauminn og gerir eyjuna okkar lífvænlega. Hafi sem færir okkur meirihluta þess súrefnis sem við öndum að okkur, hafi sem færir okkur fæðu og hagvöxt. Plastmengun ógnar nú hafinu og ef fram heldur sem horfir, verður þar meira af plasti en fiski árið 2020. Við þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það. Hreinasta land í heimi? Margir halda því fram að Ísland sé hreinasta land í heimi. Vissulega er loftið hreint og vatnið gott en þrátt fyrir það notar hver Íslendingur að meðaltali 40 kíló af plastumbúðum á ári. Aðeins lítill hluti skilar sér til endurvinnslu eða endurnýtingar og er meiri hluti þess annaðhvort grafinn í jörðu og urðaður eða endar í hafinu. Plastið sjálft eyðist ekki, heldur brotnar niður í örplast á óralöngum tíma. Það þýðir, að allt plast sem ekki hefur verið brennt frá upphafsárum plastvinnslu, er enn til. Árlega eru framleidd um 300 milljón tonn af plasti. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hversu gífurlegt magn það er en þetta samsvarar um það bil heildarþyngd allra Jarðarbúa! Plast á diskinn þinn? En hvaða áhrif hefur plastmengun á lífríkið? Sjávarlífverur eins og t.d. fuglar, fiskar og skjaldbökur geta ekki alltaf gert greinarmun á plasti og fæðu. Þær éta sig saddar af plasti, sem stíflar svo meltingarveginn. Dýr drepast þannig úr næringarskorti, pakksödd. Einnig geta dýrin flækt sig í plastnet, plasthringi af flöskum og annað plastrusl, sem dregur úr vexti og getur skorist inn í hold þeirra þegar þau stækka. Í plastinu eru einnig stundum eitruð íblöndunarefni sem leka út úr því og eitra þannig fyrir dýrum. Örplast í sjó og vatni verkar eins og segull á alls kyns eiturefni og getur þannig orðið margfalt eitraðra en vatnið sem umlykur það. Einnig geta sjúkdómsvaldandi örverur sogast að örplastinu sem gefur þessum örverum nýjar leiðir til að berast á milli staða og dreifa sér. Þegar fiskar og aðrar lífverur éta örplastið þá fylgja eiturefnin og örverurnar með í „kaupbæti“ og geta valdið þeim skaða. Það sem er sérstaklega óhugnanlegt er að þessir fiskar lenda iðulega á matardiskinum okkar. Sjórinn tekur ekki lengur við Hér áður fyrr var oft sagt „lengi tekur sjórinn við“ en nú vitum við að það er alls ekki svoleiðis. Lífverur sem finnast dauðar hér við land eru alveg jafn fullar af plasti og annars staðar. Rannsókn á sjófuglum á Íslandi leiddi meðal annars í ljós að plastagnir fundust í 79 prósentum fýla sem skoðaðir voru. Hvað get ég gert? En hvað er hægt að gera í þessu? Hvað getur ein manneskja gert? Jú, við getum gert heilan helling! Til dæmis getum við notað minna plast, keypt minna plast og sóað minna af plasti. Við getum notað fjölnota burðarpoka, drukkið úr glasinu í stað þess að nota plaströr. Einnig getum við endurunnið plast og komið þannig í veg fyrir að það sé urðað. Síðast en ekki síst getum við hreinsað umhverfi okkar og fjörur landsins. Landvernd hvetur hópa, einstaklinga og fyrirtæki til að draga úr plastnotkun og skipuleggja sína eigin strandhreinsun. Í ár ber Alþjóðastrandhreinsunardaginn upp á Dag íslenskrar náttúru sem haldinn er hátíðlegur þann 16. september ár hvert. Það er því tilvalið að taka til hendinni í september. Hægt er að fá góð ráð og skrá eigin hreinsun á hreinsumisland.is. Margrét Hugadóttir er sérfræðingur hjá Landvernd. Dr. Rannveig Magnúsdóttir er verkefnastjóri hjá Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Margrét Hugadóttir Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Ísland er umkringt hafi. Hafi sem færir okkur golfstrauminn og gerir eyjuna okkar lífvænlega. Hafi sem færir okkur meirihluta þess súrefnis sem við öndum að okkur, hafi sem færir okkur fæðu og hagvöxt. Plastmengun ógnar nú hafinu og ef fram heldur sem horfir, verður þar meira af plasti en fiski árið 2020. Við þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það. Hreinasta land í heimi? Margir halda því fram að Ísland sé hreinasta land í heimi. Vissulega er loftið hreint og vatnið gott en þrátt fyrir það notar hver Íslendingur að meðaltali 40 kíló af plastumbúðum á ári. Aðeins lítill hluti skilar sér til endurvinnslu eða endurnýtingar og er meiri hluti þess annaðhvort grafinn í jörðu og urðaður eða endar í hafinu. Plastið sjálft eyðist ekki, heldur brotnar niður í örplast á óralöngum tíma. Það þýðir, að allt plast sem ekki hefur verið brennt frá upphafsárum plastvinnslu, er enn til. Árlega eru framleidd um 300 milljón tonn af plasti. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hversu gífurlegt magn það er en þetta samsvarar um það bil heildarþyngd allra Jarðarbúa! Plast á diskinn þinn? En hvaða áhrif hefur plastmengun á lífríkið? Sjávarlífverur eins og t.d. fuglar, fiskar og skjaldbökur geta ekki alltaf gert greinarmun á plasti og fæðu. Þær éta sig saddar af plasti, sem stíflar svo meltingarveginn. Dýr drepast þannig úr næringarskorti, pakksödd. Einnig geta dýrin flækt sig í plastnet, plasthringi af flöskum og annað plastrusl, sem dregur úr vexti og getur skorist inn í hold þeirra þegar þau stækka. Í plastinu eru einnig stundum eitruð íblöndunarefni sem leka út úr því og eitra þannig fyrir dýrum. Örplast í sjó og vatni verkar eins og segull á alls kyns eiturefni og getur þannig orðið margfalt eitraðra en vatnið sem umlykur það. Einnig geta sjúkdómsvaldandi örverur sogast að örplastinu sem gefur þessum örverum nýjar leiðir til að berast á milli staða og dreifa sér. Þegar fiskar og aðrar lífverur éta örplastið þá fylgja eiturefnin og örverurnar með í „kaupbæti“ og geta valdið þeim skaða. Það sem er sérstaklega óhugnanlegt er að þessir fiskar lenda iðulega á matardiskinum okkar. Sjórinn tekur ekki lengur við Hér áður fyrr var oft sagt „lengi tekur sjórinn við“ en nú vitum við að það er alls ekki svoleiðis. Lífverur sem finnast dauðar hér við land eru alveg jafn fullar af plasti og annars staðar. Rannsókn á sjófuglum á Íslandi leiddi meðal annars í ljós að plastagnir fundust í 79 prósentum fýla sem skoðaðir voru. Hvað get ég gert? En hvað er hægt að gera í þessu? Hvað getur ein manneskja gert? Jú, við getum gert heilan helling! Til dæmis getum við notað minna plast, keypt minna plast og sóað minna af plasti. Við getum notað fjölnota burðarpoka, drukkið úr glasinu í stað þess að nota plaströr. Einnig getum við endurunnið plast og komið þannig í veg fyrir að það sé urðað. Síðast en ekki síst getum við hreinsað umhverfi okkar og fjörur landsins. Landvernd hvetur hópa, einstaklinga og fyrirtæki til að draga úr plastnotkun og skipuleggja sína eigin strandhreinsun. Í ár ber Alþjóðastrandhreinsunardaginn upp á Dag íslenskrar náttúru sem haldinn er hátíðlegur þann 16. september ár hvert. Það er því tilvalið að taka til hendinni í september. Hægt er að fá góð ráð og skrá eigin hreinsun á hreinsumisland.is. Margrét Hugadóttir er sérfræðingur hjá Landvernd. Dr. Rannveig Magnúsdóttir er verkefnastjóri hjá Landvernd.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun