Bungie tísti um málið í gær og sagði líkindi hanskans og fánans ekki hafa verið viljandi og að hann yrði fjarlægður. Fyrirtækið tók þó ekki fram um hvaða hanska væri að ræða. Netverjar hafa þó áttað sig á því.
Framkvæmdastjóri Bungie, Pete Parsons, tísti einnig um málið. Bæði tístin má sjá hér að neðan.
1/2 It's come to our attention that a gauntlet in Destiny 2 shares elements with a hate symbol. It is not intentional. We are removing it.
— Bungie (@Bungie) September 12, 2017
At Bungie, our company values place the highest emphasis on inclusion of all people and respect for all who work with us or play our games. https://t.co/lox0XuYhgJ
— pete parsons (@pparsons) September 12, 2017
Eins og gefur að skilja eru margir sem segja Bungie hafa gert rétt og einnig eru margir sem hafa gagnrýnt fyrirtækið.