„Ég hef áður aðallega málað stór verk sem tekur mig langan tíma að gera en mig langaði að breyta til og gera litlar myndir og ákvað að leyfa því sem vildi koma á strigann að koma. Þetta er útkoman,“ segir hún og kveðst hafa unnið myndirnar á árunum 2011 til 2017. Þær hafa ekki verið til sýnis áður.

Smámyndir er sjötta einkasýning Sigríðar Rutar sem einnig hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum. Hún er opin til 24. september frá fimmtudögum til sunnudags, frá klukkan 14 til 18.