Tímamótasamningur í íslenskri rappútgáfu Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. september 2017 10:00 Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds auk Jóns Diðriks, forstjóra Senu, við stofnun Öldu Music. Fréttablaðið/Eyþór „Þetta er almennur samstarfssamningur en þetta snýst í raun um að við erum „partner“ fyrir 300 á Íslandi og við stefnum á að verða það líka fyrir Skandinavíu. Í praxís þýðir þetta að okkar listamenn eru á þeirra „roadmappi“ og við erum dreifingaraðili fyrir þeirra tónlist hér á Íslandi og vonandi víðar. Það þýðir líka að við erum að „teyma upp“ með þeirra taktsmiðum jafnvel fyrir íslenska rappara, þeir fá fyrsta möguleika á þeim listamönnum sem við skrifum undir með hérna heima – við erum í raun virkur „partner“ fyrir þá hérna heima. Þetta er í raun algjör „game changer“ fyrir framtíð Öldu,“ segir Sölvi Blöndal, annar stjórnenda Öldu Music, en fyrirtækið skrifaði undir samstarfssamning við bandaríska hipphoppútgáfufyrirtækið 300 Entertainment nú á dögunum. Sölvi segir samninginn geta þýtt það að íslenskir hipphopplistamenn eigi kost á samvinnu með listamönnum 300 útgáfunnar – en meðal þeirra sem eru undir samningi hjá fyrirtækinu eru Íslandsvinirnir Migos og Young Thug, Fetty Wap, Riff Raff og fleiri. Alda Music var stofnað í fyrra og eru það þeir Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds sem eru í brúnni. Þeir gáfu til að mynda út nýjustu plötu Úlfur Úlfur, Kristalsplötu Páls Óskars og plötu með Ella Grill.Íslandsvinurinn Young Thug er meðal þeirra listamanna sem er á snærum 300 Entertainment.Vísir/Getty300 Entertainment Útgáfufyrirtæki stofnað árið 2012 af Lyor Cohen, Roger Gold, Kevin Liles og Todd Moscowitz. Fyrirtækið fókusar aðallega á hipphopptónlist og eru margir af þeim stærstu í þeim bransa á samningi hjá fyrirtækinu. Lyor Cohen, einn af forsvarsmönnum fyrirtækisins, yfirgaf það nýlega og stjórnar nú tónlistardeild YouTube. Hann er einn af þeim allra stærstu bak við tjöldin í rappbransanum og byrjaði feril sinn hjá umboðsfyrirtækinu Rush þar sem hann landaði sveitum eins og A Tribe Called Quest, EPMD og De La Soul. Hann á einnig heiðurinn af ódauðlegu samstarfi Run-DMC og Adidas auk þess að vera einn af stofnendum Def Jam. Tengdar fréttir Alda Music og 300 Entertainment í eina sæng Bandaríska Hip Hop útgáfan 300 Entertainment og Alda Music hafa gert með sér samkomulag um samstarf. 12. september 2017 17:00 Nýtt nafn í útgáfubransanum Í hlutafélagaskrá kemur það fram að stjörnuparið Pálmi Ragnar Ásgeirsson, StopWaitGo-maður, og Dóra Júlía Agnarsdóttir plötusnúður eru að stofna félagið Rok Records ehf. 29. júní 2017 13:00 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta er almennur samstarfssamningur en þetta snýst í raun um að við erum „partner“ fyrir 300 á Íslandi og við stefnum á að verða það líka fyrir Skandinavíu. Í praxís þýðir þetta að okkar listamenn eru á þeirra „roadmappi“ og við erum dreifingaraðili fyrir þeirra tónlist hér á Íslandi og vonandi víðar. Það þýðir líka að við erum að „teyma upp“ með þeirra taktsmiðum jafnvel fyrir íslenska rappara, þeir fá fyrsta möguleika á þeim listamönnum sem við skrifum undir með hérna heima – við erum í raun virkur „partner“ fyrir þá hérna heima. Þetta er í raun algjör „game changer“ fyrir framtíð Öldu,“ segir Sölvi Blöndal, annar stjórnenda Öldu Music, en fyrirtækið skrifaði undir samstarfssamning við bandaríska hipphoppútgáfufyrirtækið 300 Entertainment nú á dögunum. Sölvi segir samninginn geta þýtt það að íslenskir hipphopplistamenn eigi kost á samvinnu með listamönnum 300 útgáfunnar – en meðal þeirra sem eru undir samningi hjá fyrirtækinu eru Íslandsvinirnir Migos og Young Thug, Fetty Wap, Riff Raff og fleiri. Alda Music var stofnað í fyrra og eru það þeir Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds sem eru í brúnni. Þeir gáfu til að mynda út nýjustu plötu Úlfur Úlfur, Kristalsplötu Páls Óskars og plötu með Ella Grill.Íslandsvinurinn Young Thug er meðal þeirra listamanna sem er á snærum 300 Entertainment.Vísir/Getty300 Entertainment Útgáfufyrirtæki stofnað árið 2012 af Lyor Cohen, Roger Gold, Kevin Liles og Todd Moscowitz. Fyrirtækið fókusar aðallega á hipphopptónlist og eru margir af þeim stærstu í þeim bransa á samningi hjá fyrirtækinu. Lyor Cohen, einn af forsvarsmönnum fyrirtækisins, yfirgaf það nýlega og stjórnar nú tónlistardeild YouTube. Hann er einn af þeim allra stærstu bak við tjöldin í rappbransanum og byrjaði feril sinn hjá umboðsfyrirtækinu Rush þar sem hann landaði sveitum eins og A Tribe Called Quest, EPMD og De La Soul. Hann á einnig heiðurinn af ódauðlegu samstarfi Run-DMC og Adidas auk þess að vera einn af stofnendum Def Jam.
Tengdar fréttir Alda Music og 300 Entertainment í eina sæng Bandaríska Hip Hop útgáfan 300 Entertainment og Alda Music hafa gert með sér samkomulag um samstarf. 12. september 2017 17:00 Nýtt nafn í útgáfubransanum Í hlutafélagaskrá kemur það fram að stjörnuparið Pálmi Ragnar Ásgeirsson, StopWaitGo-maður, og Dóra Júlía Agnarsdóttir plötusnúður eru að stofna félagið Rok Records ehf. 29. júní 2017 13:00 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Alda Music og 300 Entertainment í eina sæng Bandaríska Hip Hop útgáfan 300 Entertainment og Alda Music hafa gert með sér samkomulag um samstarf. 12. september 2017 17:00
Nýtt nafn í útgáfubransanum Í hlutafélagaskrá kemur það fram að stjörnuparið Pálmi Ragnar Ásgeirsson, StopWaitGo-maður, og Dóra Júlía Agnarsdóttir plötusnúður eru að stofna félagið Rok Records ehf. 29. júní 2017 13:00