Tólfumenn vilja farga treyjum sínum vegna Henson-merkingar Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2017 11:27 Treyjurnar leika stórt hlutverk í starfi Tólfunnar en nokkrir þeirra vilja ekki klæðast treyjum sem merktar eru Henson. visir/vilhelm Hörðustu stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, þeir í Tólfunni, eru í standandi vandræðum vegna þess að treyjur félagsskaparins eru kyrfilega merktar Henson. Vilja sumir ganga svo langt að farga treyjunum. „Ég fæ æluna þegar ég sé þetta Henson merki. Ruslið verður það,“ segir einn þeirra, Auðunn Freyr Kristjánsson á netinu.Einkennisbúningur Tólfunnar.Tólfan klæðist treyjum sem framleiddar eru af fyrirtæki Halldórs Einarssonar, Henson, og eru kyrfilega merktar sem slíkar. Eins og Vísir greindi frá er Halldór er einn þeirra sem er ábekingur Roberts Downey á umsókn hans um uppreist æru.Halldór hefur tjáð Vísi að hann harmi að tengjast málinu. Á netinu hefur borið á harðorðum ummælum þess efnis að sniðganga beri Henson vegna málsins. Og Halldór, sem jafnan er nefndur Henson og var áður í hávegum hafður meðal knattspyrnuáhugamannanna, nú virðist það liðin tíð. Gaui Þorsteins, körfuboltafrömuður með meiru á Ísafirði, leggur orð í belg vegna þessa. Sitt sýnist hverjum. Um er að ræða eitt helsta hitamáli samfélagsins í dag, mál sem meðal annars setti mark sitt á umræður á Alþingi í gærkvöldi þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína. Katrín Jakobsdóttir formaður VG var til að mynda meðal þeirra sem gerði sér mat úr því í ræðu sinni við það tækifæri. Og forseti Íslands gerði þetta að einu helst atriði í sinni ræðu við setningu þingsins. Málið fer þannig um alla stigu samfélagsins og hefur margvísleg áhrif. Tólfan tengist þessu sem fyrr segir og eru nú heitar umræður um þetta innan þeirra raða. Enda spila treyjurnarstórt hlutverk í öllum aðgerðum félagsskaparins.„Hvað er svo framhaldið? Setja tippex yfir þetta eða beint í ruslið? Manni þykir nú ansi vænt um þessa treyju,“ segir Auðunn Freyr Kristjánsson á Facebook. Félagi hans í Tólfunni, Gunnar Örn Jóhannsson, er klár í sinni afstöðu: „Sorry, ég fer ekki aftur í mína,“ segir hann og Auðunn Freyr tekur undir þetta: Það er nefnilega málið. Pálmi Gunnlaugur Hjaltason segir að sem Tólfumaður vilji hann ekki hafa afskipti af stjórnmálum og það tengist ekki íslenska landsliðinu. „Tólfan er meira en treyja,“ segir hann. Og Jóhann Ingi Norðfjörð segir algert dómgreindarleysi að skrifa undir þessa umsókn Róberts. En, „Halldór er toppmaður sem ég efast ekki um að neinn sem hefur honum kynnst geti annað sagt. Sé ekki ástæðu til að taka Henson merkið af lífi hér á netinu heldur bíða og sjá.“ Vísi hefur ekki tekist að ná tali af forsvarsmönnum Tólfunnar til að fá úr því skorið hvort fyrir liggi formleg afstaða félagsins til þessa álitaefnis. Uppreist æru Tengdar fréttir Halldór harmar að hafa blandast inn í mál Robert Downey: „Ég er sjálfur faðir“ Halldór Einarsson eigandi Hanson var einn þeirra þriggja sem skrifuðu umsögn um Robert Downey þegar hann óskaði eftir uppreist æru. 12. september 2017 20:30 Æskuvinir vottuðu fyrir Robert Downey Dómsmálaráðuneytið birti rétt í þessu gögn varðandi uppreist æru Robert Downey. 12. september 2017 17:51 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Hörðustu stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, þeir í Tólfunni, eru í standandi vandræðum vegna þess að treyjur félagsskaparins eru kyrfilega merktar Henson. Vilja sumir ganga svo langt að farga treyjunum. „Ég fæ æluna þegar ég sé þetta Henson merki. Ruslið verður það,“ segir einn þeirra, Auðunn Freyr Kristjánsson á netinu.Einkennisbúningur Tólfunnar.Tólfan klæðist treyjum sem framleiddar eru af fyrirtæki Halldórs Einarssonar, Henson, og eru kyrfilega merktar sem slíkar. Eins og Vísir greindi frá er Halldór er einn þeirra sem er ábekingur Roberts Downey á umsókn hans um uppreist æru.Halldór hefur tjáð Vísi að hann harmi að tengjast málinu. Á netinu hefur borið á harðorðum ummælum þess efnis að sniðganga beri Henson vegna málsins. Og Halldór, sem jafnan er nefndur Henson og var áður í hávegum hafður meðal knattspyrnuáhugamannanna, nú virðist það liðin tíð. Gaui Þorsteins, körfuboltafrömuður með meiru á Ísafirði, leggur orð í belg vegna þessa. Sitt sýnist hverjum. Um er að ræða eitt helsta hitamáli samfélagsins í dag, mál sem meðal annars setti mark sitt á umræður á Alþingi í gærkvöldi þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína. Katrín Jakobsdóttir formaður VG var til að mynda meðal þeirra sem gerði sér mat úr því í ræðu sinni við það tækifæri. Og forseti Íslands gerði þetta að einu helst atriði í sinni ræðu við setningu þingsins. Málið fer þannig um alla stigu samfélagsins og hefur margvísleg áhrif. Tólfan tengist þessu sem fyrr segir og eru nú heitar umræður um þetta innan þeirra raða. Enda spila treyjurnarstórt hlutverk í öllum aðgerðum félagsskaparins.„Hvað er svo framhaldið? Setja tippex yfir þetta eða beint í ruslið? Manni þykir nú ansi vænt um þessa treyju,“ segir Auðunn Freyr Kristjánsson á Facebook. Félagi hans í Tólfunni, Gunnar Örn Jóhannsson, er klár í sinni afstöðu: „Sorry, ég fer ekki aftur í mína,“ segir hann og Auðunn Freyr tekur undir þetta: Það er nefnilega málið. Pálmi Gunnlaugur Hjaltason segir að sem Tólfumaður vilji hann ekki hafa afskipti af stjórnmálum og það tengist ekki íslenska landsliðinu. „Tólfan er meira en treyja,“ segir hann. Og Jóhann Ingi Norðfjörð segir algert dómgreindarleysi að skrifa undir þessa umsókn Róberts. En, „Halldór er toppmaður sem ég efast ekki um að neinn sem hefur honum kynnst geti annað sagt. Sé ekki ástæðu til að taka Henson merkið af lífi hér á netinu heldur bíða og sjá.“ Vísi hefur ekki tekist að ná tali af forsvarsmönnum Tólfunnar til að fá úr því skorið hvort fyrir liggi formleg afstaða félagsins til þessa álitaefnis.
Uppreist æru Tengdar fréttir Halldór harmar að hafa blandast inn í mál Robert Downey: „Ég er sjálfur faðir“ Halldór Einarsson eigandi Hanson var einn þeirra þriggja sem skrifuðu umsögn um Robert Downey þegar hann óskaði eftir uppreist æru. 12. september 2017 20:30 Æskuvinir vottuðu fyrir Robert Downey Dómsmálaráðuneytið birti rétt í þessu gögn varðandi uppreist æru Robert Downey. 12. september 2017 17:51 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Halldór harmar að hafa blandast inn í mál Robert Downey: „Ég er sjálfur faðir“ Halldór Einarsson eigandi Hanson var einn þeirra þriggja sem skrifuðu umsögn um Robert Downey þegar hann óskaði eftir uppreist æru. 12. september 2017 20:30
Æskuvinir vottuðu fyrir Robert Downey Dómsmálaráðuneytið birti rétt í þessu gögn varðandi uppreist æru Robert Downey. 12. september 2017 17:51