Vísar orðum forsætisráðherra til föðurhúsanna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. september 2017 14:12 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, undrast orð Bjarna Benediktssonar og segir launahækkanir tekjuhárra ríkisstarfsmanna setja nýjar kjaralínur. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra talaði meðal annars um vinnumarkaðinn og komandi kjarasamninga í stefnuræðu sinni. Sagði hann gamalgróið sundurlyndi vera þjóðinni fjötur um fót og að vinnumarkaðslíkanið sé í raun ónýtt. Hvatti Bjarni aðila til þess að sammælast um hve mikið laun geti hækkað svo stutt sé við efnahagslegan stöðugleika. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segist undrast þessi ummæli forsætisráðherra. Að frá vorinu 2016 hafi Kjararáð úrskurðað um miklar launahækkanir ráðuneytisstjóra, svo alþingismanna, ráðherra og reglulega um launahækkanir forstöðumanna einstakra stofnana. Þessar launahækkanir séu ekki í samhengi við aðrar launahækkanir í landinu og langt umfram það sem almenningur fái að njóta. „Þar sem forsætisráðherra og áður fjármálaráðherra, hefur staðfestlega neitað að taka á því máli þá verður að vísa þessum orðum hans til föðurhúsanna. Megin misklíð er vegna þess að þessi ríkisstjórn og sú síðasta hefur ekki viljað taka á þessu vandamáli," segir Gylfi. Bjarni sagði einnig í ræðu sinni að menn keppist við að lýsa yfir andláti Salek-samkomulagsins og tala það niður. Gylfi segir aftur á móti aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar vegna ákvarðana kjararáðs hafa mótað kjaralínu sem grafi undan Salek-samningalíkaninu. „Þessi ríkisstjórn vill stuðla að því að tilteknir tekjuháir hópar fái miklu meiri launahækkanir en almenningur. Við höfum látið vita af því að ef þetta er viðhorf ríkisstjórn þá sé verið að efna til ófriðar á vinnumarkaði - því það verður engin sátt um þetta,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Tengdar fréttir Sagði Bjarna skamma stéttarfélög fyrir að krefjast kjarabóta Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gaf lítið fyrir orð Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um komandi kjaraviðræður. 13. september 2017 22:08 Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00 Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra talaði meðal annars um vinnumarkaðinn og komandi kjarasamninga í stefnuræðu sinni. Sagði hann gamalgróið sundurlyndi vera þjóðinni fjötur um fót og að vinnumarkaðslíkanið sé í raun ónýtt. Hvatti Bjarni aðila til þess að sammælast um hve mikið laun geti hækkað svo stutt sé við efnahagslegan stöðugleika. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segist undrast þessi ummæli forsætisráðherra. Að frá vorinu 2016 hafi Kjararáð úrskurðað um miklar launahækkanir ráðuneytisstjóra, svo alþingismanna, ráðherra og reglulega um launahækkanir forstöðumanna einstakra stofnana. Þessar launahækkanir séu ekki í samhengi við aðrar launahækkanir í landinu og langt umfram það sem almenningur fái að njóta. „Þar sem forsætisráðherra og áður fjármálaráðherra, hefur staðfestlega neitað að taka á því máli þá verður að vísa þessum orðum hans til föðurhúsanna. Megin misklíð er vegna þess að þessi ríkisstjórn og sú síðasta hefur ekki viljað taka á þessu vandamáli," segir Gylfi. Bjarni sagði einnig í ræðu sinni að menn keppist við að lýsa yfir andláti Salek-samkomulagsins og tala það niður. Gylfi segir aftur á móti aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar vegna ákvarðana kjararáðs hafa mótað kjaralínu sem grafi undan Salek-samningalíkaninu. „Þessi ríkisstjórn vill stuðla að því að tilteknir tekjuháir hópar fái miklu meiri launahækkanir en almenningur. Við höfum látið vita af því að ef þetta er viðhorf ríkisstjórn þá sé verið að efna til ófriðar á vinnumarkaði - því það verður engin sátt um þetta,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Tengdar fréttir Sagði Bjarna skamma stéttarfélög fyrir að krefjast kjarabóta Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gaf lítið fyrir orð Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um komandi kjaraviðræður. 13. september 2017 22:08 Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00 Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Sagði Bjarna skamma stéttarfélög fyrir að krefjast kjarabóta Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gaf lítið fyrir orð Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um komandi kjaraviðræður. 13. september 2017 22:08
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00
Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00