Almannatengill segir Benedikt hafa brugðist rétt við Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2017 18:50 Andrés Jónsson almannatengill gefur yfirlýsingu Benedikts, sem hann sendi frá sér 43 mínútum eftir að nafn hans kom fram, góða einkunn. Vísir Andrés Jónsson almannatengill segir að Benedikt Sveinsson hafi brugðist rétt við með yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í dag. Þetta kom fram í spjalli hans í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag en þáttastjórnendur báðu Andrés um að gefa sitt álit á atburðum dagsins út frá hans reynslu í starfi sem almannatengill. Vísir greindi frá því síðdegis að Benedikt hefði veitt Hjalta Sigurjóni Haukssyni meðmæli um uppreist æru. Hjalti hlaut fimm og hálfs árs fangelsisdóm árið 2004 fyrir ítrekuð kynferðisbrot á dóttur sinni.Stundin birti á sjötta tímanum í dag bréf Benedikts til dómsmálaráðuneytisins. Bréfið sem Benedikt segir Hjalta hafa skrifað og hann sett nafn sitt við.Mér er bæði ljúft og skylt að staðfesta að ég hef á umliðnum misserum fylgst með Hjalta Sigurjóni Haukssyni, (...), og komist að raun um að hann hefur tekið á sínu lífi með miklum sóma og þráir innilega að lifa heiðvirðu og heilbrigðu lífi. Öll hans framganga er til fyrirmyndar. Virðingarfyllst, Benedikt Sveinsson. Benedikt Sveinsson segist hafa þekkt Hjalta í gegnum kunningjafólk sitt. Hjalti hafi skrifað bréf sem Benedikt hafi svo skrifað undir.visir/hariVísir hafði samband við Benedikt um tíuleytið í morgun og spurði hann út í málið. Bendikt vildi hvorki játa því né neita að hann hefði veitt Hjalta meðmæli. Hann sagðist mögulega myndu senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins, eða ekki. Vísir greindi frá því klukkan 15:45 að Hjalti hefði fengið meðmæli Benediks og 43 mínútum síðar sendi Benedikt frá sér yfirlýsingu. Þar bað hann alla þá sem ættu um sárt að binda vegna málsins afsökunar að hafa hjálpað Hjalta.Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Bjarni Benediktsson hefði vitað af því að faðir hans væri meðal meðmælenda í júlí þegar Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði honum frá því. Þá staðfesti dómsmálaráðherra sömuleiðis að ekkert virkt eftirlit væri með því hvort þeir sem skrifuðu meðmælabréf hefðu í raun og veru gert það.Átti að vera lítið góðverk „Hjalti Sigurjón Hauksson var um tíma tengdur kunningjafólki okkar hjóna frá skólaárum. Hann hefur í nokkur skipti leitað aðstoðar hjá mér, fyrst og fremst vegna fjárhagsmála eða í tengslum við atvinnuleit. Engin önnur tengsl hafa verið á milli okkar,“ sagði í yfirlýsingu Benedikts. „Á síðasta ári leitaði Hjalti til mín um meðmæli vegna uppreistar æru. Hann kom til mín með bréf, tilbúið til undirritunar. Ég skrifaði undir bréfið og hef ekki vitað af málinu síðan, fyrr en það kom til opinberrar umfjöllunar nú í sumar. Ég ræddi ekki meðmælabréfið við nokkurn mann, hvorki í stjórnkerfinu né annars staðar, og hef aldrei verið spurður frekar út í málið. Allur aðdragandi og umbúnaður málsins var sá að verið væri að ganga frá formsatriði fyrir umsókn til stjórnsýslunnar.“ Hann hefði aldrei litið svo á að uppreist æru væri annað en lagalegt úrræði fyrir dæmda brotamenn til að öðlast að nýju tiltekin borgaraleg réttindi. Sá hugur hafi ekki búið i að baki að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. Hann hafi sagt Hjalta að horfast í augu við gjörðir sínar og iðrast þeirra „Það sem átti hér að vera lítið góðverk við dæmdan mann hefur snúist upp í framhald harmleiks brotaþola. Á því biðst ég enn og aftur afsökunar.“Viðtalið við Andrés Jónsson í Reykjavík síðdegis má heyra hér að neðan.Finnst Benedikt hafa brugðist rétt við Andrés Jónsson almannatengill segir mikilvægast í þeirri erfiðu stöðu sem Benedikt hafi verið kominn í að biðjast afsökunar. Enginn sé að saka hann né son hans um neitt saknæmt. Það fari illa í fólk í slíkum afsökunarbeiðnum ef settir eru varnaglar, „sorry, not so sorry“ eins og Andrés komst að orði í spjalli við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það er eins með þetta mál eins og önnur sem valda reiði. Það sem er mesti vandinn er að svara fyrir reiðina. Ekki svara því sem houm þykir vera ósanngjarnt. Faðir forsætisráðherra eða forsætisráðherra hafa ekki fram neinn glæp. En þeir eru röngu megin við þá gagnrýni sem verið hefur á þetta kerfi.“ Benedikt segist í yfirlýsingunni ekki vilja veita viðtöl vegna málsins. Andrés segir að í yfirlýsingunni svari Benedikt mikilvægum spurningum. „Vissi Bjarni Benediktsson sonur þinn af þessu? Var dómsmálaráðuneytið tregara til að veita upplýsingar af því þau vissu af þessu? Ég myndi segja að hann hafi brugðist rétt við,“ segir Andrés.Þá sagði Andrés málið sérstaklega óþægilegt fyrir sjálfstæðisflokkinn enda kominn flokkspólitískur blær á það. Sérstaklega í ljósi þess að þingmenn flokksins í allsherjarnefnd vildu ekki kynna sér gögn er sneru að uppreist æru annars dæmds kynferðisbrotamanns, Roberts Downey, í ágúst.Pólitískir skandalar væru í flestum tilvikum ekki til komnir vegna mistaka stjórnmálamanna heldur viðbragða þeirra við slíkum málum. Uppreist æru Tengdar fréttir Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45 Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira
Andrés Jónsson almannatengill segir að Benedikt Sveinsson hafi brugðist rétt við með yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í dag. Þetta kom fram í spjalli hans í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag en þáttastjórnendur báðu Andrés um að gefa sitt álit á atburðum dagsins út frá hans reynslu í starfi sem almannatengill. Vísir greindi frá því síðdegis að Benedikt hefði veitt Hjalta Sigurjóni Haukssyni meðmæli um uppreist æru. Hjalti hlaut fimm og hálfs árs fangelsisdóm árið 2004 fyrir ítrekuð kynferðisbrot á dóttur sinni.Stundin birti á sjötta tímanum í dag bréf Benedikts til dómsmálaráðuneytisins. Bréfið sem Benedikt segir Hjalta hafa skrifað og hann sett nafn sitt við.Mér er bæði ljúft og skylt að staðfesta að ég hef á umliðnum misserum fylgst með Hjalta Sigurjóni Haukssyni, (...), og komist að raun um að hann hefur tekið á sínu lífi með miklum sóma og þráir innilega að lifa heiðvirðu og heilbrigðu lífi. Öll hans framganga er til fyrirmyndar. Virðingarfyllst, Benedikt Sveinsson. Benedikt Sveinsson segist hafa þekkt Hjalta í gegnum kunningjafólk sitt. Hjalti hafi skrifað bréf sem Benedikt hafi svo skrifað undir.visir/hariVísir hafði samband við Benedikt um tíuleytið í morgun og spurði hann út í málið. Bendikt vildi hvorki játa því né neita að hann hefði veitt Hjalta meðmæli. Hann sagðist mögulega myndu senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins, eða ekki. Vísir greindi frá því klukkan 15:45 að Hjalti hefði fengið meðmæli Benediks og 43 mínútum síðar sendi Benedikt frá sér yfirlýsingu. Þar bað hann alla þá sem ættu um sárt að binda vegna málsins afsökunar að hafa hjálpað Hjalta.Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Bjarni Benediktsson hefði vitað af því að faðir hans væri meðal meðmælenda í júlí þegar Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði honum frá því. Þá staðfesti dómsmálaráðherra sömuleiðis að ekkert virkt eftirlit væri með því hvort þeir sem skrifuðu meðmælabréf hefðu í raun og veru gert það.Átti að vera lítið góðverk „Hjalti Sigurjón Hauksson var um tíma tengdur kunningjafólki okkar hjóna frá skólaárum. Hann hefur í nokkur skipti leitað aðstoðar hjá mér, fyrst og fremst vegna fjárhagsmála eða í tengslum við atvinnuleit. Engin önnur tengsl hafa verið á milli okkar,“ sagði í yfirlýsingu Benedikts. „Á síðasta ári leitaði Hjalti til mín um meðmæli vegna uppreistar æru. Hann kom til mín með bréf, tilbúið til undirritunar. Ég skrifaði undir bréfið og hef ekki vitað af málinu síðan, fyrr en það kom til opinberrar umfjöllunar nú í sumar. Ég ræddi ekki meðmælabréfið við nokkurn mann, hvorki í stjórnkerfinu né annars staðar, og hef aldrei verið spurður frekar út í málið. Allur aðdragandi og umbúnaður málsins var sá að verið væri að ganga frá formsatriði fyrir umsókn til stjórnsýslunnar.“ Hann hefði aldrei litið svo á að uppreist æru væri annað en lagalegt úrræði fyrir dæmda brotamenn til að öðlast að nýju tiltekin borgaraleg réttindi. Sá hugur hafi ekki búið i að baki að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. Hann hafi sagt Hjalta að horfast í augu við gjörðir sínar og iðrast þeirra „Það sem átti hér að vera lítið góðverk við dæmdan mann hefur snúist upp í framhald harmleiks brotaþola. Á því biðst ég enn og aftur afsökunar.“Viðtalið við Andrés Jónsson í Reykjavík síðdegis má heyra hér að neðan.Finnst Benedikt hafa brugðist rétt við Andrés Jónsson almannatengill segir mikilvægast í þeirri erfiðu stöðu sem Benedikt hafi verið kominn í að biðjast afsökunar. Enginn sé að saka hann né son hans um neitt saknæmt. Það fari illa í fólk í slíkum afsökunarbeiðnum ef settir eru varnaglar, „sorry, not so sorry“ eins og Andrés komst að orði í spjalli við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það er eins með þetta mál eins og önnur sem valda reiði. Það sem er mesti vandinn er að svara fyrir reiðina. Ekki svara því sem houm þykir vera ósanngjarnt. Faðir forsætisráðherra eða forsætisráðherra hafa ekki fram neinn glæp. En þeir eru röngu megin við þá gagnrýni sem verið hefur á þetta kerfi.“ Benedikt segist í yfirlýsingunni ekki vilja veita viðtöl vegna málsins. Andrés segir að í yfirlýsingunni svari Benedikt mikilvægum spurningum. „Vissi Bjarni Benediktsson sonur þinn af þessu? Var dómsmálaráðuneytið tregara til að veita upplýsingar af því þau vissu af þessu? Ég myndi segja að hann hafi brugðist rétt við,“ segir Andrés.Þá sagði Andrés málið sérstaklega óþægilegt fyrir sjálfstæðisflokkinn enda kominn flokkspólitískur blær á það. Sérstaklega í ljósi þess að þingmenn flokksins í allsherjarnefnd vildu ekki kynna sér gögn er sneru að uppreist æru annars dæmds kynferðisbrotamanns, Roberts Downey, í ágúst.Pólitískir skandalar væru í flestum tilvikum ekki til komnir vegna mistaka stjórnmálamanna heldur viðbragða þeirra við slíkum málum.
Uppreist æru Tengdar fréttir Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45 Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira
Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45
Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34
Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45