Handbolti

Loksins sigur hjá strákunum hans Alfreðs Gísla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, í leiknum í kvöld.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, í leiknum í kvöld. Vísir/Getty
THW Kiel endaði tveggja leikja taphrinu í þýsku bundesligunni í handbolta í kvöld með heimasigri á DHfK Leipzig.

Kiel vann þriggja marka sigur, 29-26, eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik, 15-14.

Kiel var búið að tapa fyrir Hannover-Burgdorf og MT Melsungen í síðustu tveimur leikjum sínum og var óvenju neðarlega í töflunni eftir fyrstu fjórar umferðirnar.

Þýski landsliðsmaðurinn Steffen Weinhold var markahæstur hjá Kiel í kvöld en hann skoraði 7 mörk úr 8 skotum. Næstmarkahæstur var Slóveninn Miha Zarabec með sex mörk úr sjö skotum.

Danski markvörðurinn Niklas Landin varði líka mjög vel í marki Kiel en hann fékk 18 skot varin í tölfræði þýska sambandsins.

Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×