„Í villtustu bíómynd eða rugluðustu skáldsögu þá hefði manni ekki getað dottið þetta í hug“ Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 14. september 2017 20:50 Bergur Þór Ingólfsson, faðir stúlku sem Robert Downey braut gegn, á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar á dögunum þegar málið var þar til umfjöllunar. vísir/ernir Bergur Þór Ingólfsson, faðir stúlku sem Robert Downey braut gegn, segir að auðvitað hafi aðstandendum og brotaþolum dottið ýmislegt í hug þegar þau upplifðu tregðuna í kerfinu við að veita upplýsingar um uppreist æru Roberts sem hann fékk í september í fyrra. Robert var árið 2008 dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum ungum stúlkum. Fyrr í vikunni úrskurðaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál að dómsmálaráðuneytinu bæri að birta gögn í máli Roberts Downey, en með takmörkunum þó, eftir að fjölmiðlar kærðu ákvörðun ráðuneytisins um að birta ekki gögnin. Gögnin voru birt í vikunni og þar á meðal þeir sem vottuðu fyrir góða hegðun Roberts Downey.Faðir Bjarna vottaði fyrir dæmdan kynferðisbrotamann Í dag var svo greint frá því að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, hefði vottað fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson sem einnig fékk uppreist æru í september í fyrra og er dæmdur kynferðisbrotamaður. Hann hlaut árið 2004 fimm og hálfs árs langan fangelsisdóm fyrir áralöng kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Rætt var við Berg Þór í fréttum Stöðvar 2 í kvöld um þessa þróun mála. „Auðvitað dettur manni ýmislegt í hug. Það er öll þessi tregða í kerfinu og svo kemur þetta í ljós. Í villtustu bíómynd eða rugluðustu skáldsögu hefði manni ekki geta dottið þetta í hug,“ sagði Bergur.Málið komið í allt annað samhengi Þá var einnig rætt við þingmenn stjórnarandstöðunnar, þær Svandísi Svavarsdóttur, þingmann Vinstri grænna, og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata. Þær segja málið núna komið í allt annað samhengi. „Sérstaklega hvað varðar leyndina og leyndarhyggjuna sem umvefur þetta mál allt saman. Við í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd óskuðum eftir gögnunum sem vörðuðu Robert Downey, það var mikið viðnám gegn því að við fengum þau gögn og að lokum var það þannig að hluti stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar neitaði að sjá gögnin,“ sagði Svandís. Þórhildur Sunna sagði að sér þætti þetta grafalvarlegt mál. „Mér finnst hræðilegt hvernig þetta mál allt saman er búið að fara og ótrúlegt til þess að hugsa að mögulega hafi þessi tengsl verið ástæða þess að ráðherra hafi ákveðið að fara á svig við upplýsingalög að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi farið í einhvers konar leynimakksleik um meðmælendur í hinu málinu til að skapa ekki fordæmi fyrir því að uppljóstra ekki um þetta mál. Ég á ennþá bara svolítið erfitt með að trúa þessu.“Segir ekki rétt að tala um leyndarhyggju Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, var í viðtali í beinni útsendingu hjá Heimi Má Péturssyni í fréttatímanum. Hún sagði það ekki rétt að tala um leyndarhyggju í þessum efnum. „Við fengum í júní ósk um gögn í máli Roberts Downey og tókum strax ákvörðun um það ráðuneytið, lögum samkvæmt, að neita því vegna þess að í þeim kynnu að vera ákveðnar persónuupplýsingar sem kynnu að þurfa að fara leynt,“ sagði Sigríður. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hafi þá fengið málið til umfjöllunar og svo skilað greinargóðum úrskurði í fyrradag. „Þar er fallist á þessi sjónarmið dómsmálaráðuneytisins að þarna séu upplýsingar sem eðlilegt er að ekki sé veittur aðgangur að. Við höfum tekið fullt tillit til þess og birt gögn í máli Roberts Downey með þeim tilmælum sem úrskurðarnefndin kveður á um og við erum að gera það í öðrum málum og ætlum að birta þessi gögn öll.“Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ítarlega umfjöllun frétta Stöðvar 2 í kvöld um uppreist æru. Uppreist æru Tengdar fréttir Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45 Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Bjarni fékk að vita það í lok júlí að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila. 14. september 2017 18:48 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Bergur Þór Ingólfsson, faðir stúlku sem Robert Downey braut gegn, segir að auðvitað hafi aðstandendum og brotaþolum dottið ýmislegt í hug þegar þau upplifðu tregðuna í kerfinu við að veita upplýsingar um uppreist æru Roberts sem hann fékk í september í fyrra. Robert var árið 2008 dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum ungum stúlkum. Fyrr í vikunni úrskurðaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál að dómsmálaráðuneytinu bæri að birta gögn í máli Roberts Downey, en með takmörkunum þó, eftir að fjölmiðlar kærðu ákvörðun ráðuneytisins um að birta ekki gögnin. Gögnin voru birt í vikunni og þar á meðal þeir sem vottuðu fyrir góða hegðun Roberts Downey.Faðir Bjarna vottaði fyrir dæmdan kynferðisbrotamann Í dag var svo greint frá því að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, hefði vottað fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson sem einnig fékk uppreist æru í september í fyrra og er dæmdur kynferðisbrotamaður. Hann hlaut árið 2004 fimm og hálfs árs langan fangelsisdóm fyrir áralöng kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Rætt var við Berg Þór í fréttum Stöðvar 2 í kvöld um þessa þróun mála. „Auðvitað dettur manni ýmislegt í hug. Það er öll þessi tregða í kerfinu og svo kemur þetta í ljós. Í villtustu bíómynd eða rugluðustu skáldsögu hefði manni ekki geta dottið þetta í hug,“ sagði Bergur.Málið komið í allt annað samhengi Þá var einnig rætt við þingmenn stjórnarandstöðunnar, þær Svandísi Svavarsdóttur, þingmann Vinstri grænna, og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata. Þær segja málið núna komið í allt annað samhengi. „Sérstaklega hvað varðar leyndina og leyndarhyggjuna sem umvefur þetta mál allt saman. Við í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd óskuðum eftir gögnunum sem vörðuðu Robert Downey, það var mikið viðnám gegn því að við fengum þau gögn og að lokum var það þannig að hluti stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar neitaði að sjá gögnin,“ sagði Svandís. Þórhildur Sunna sagði að sér þætti þetta grafalvarlegt mál. „Mér finnst hræðilegt hvernig þetta mál allt saman er búið að fara og ótrúlegt til þess að hugsa að mögulega hafi þessi tengsl verið ástæða þess að ráðherra hafi ákveðið að fara á svig við upplýsingalög að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi farið í einhvers konar leynimakksleik um meðmælendur í hinu málinu til að skapa ekki fordæmi fyrir því að uppljóstra ekki um þetta mál. Ég á ennþá bara svolítið erfitt með að trúa þessu.“Segir ekki rétt að tala um leyndarhyggju Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, var í viðtali í beinni útsendingu hjá Heimi Má Péturssyni í fréttatímanum. Hún sagði það ekki rétt að tala um leyndarhyggju í þessum efnum. „Við fengum í júní ósk um gögn í máli Roberts Downey og tókum strax ákvörðun um það ráðuneytið, lögum samkvæmt, að neita því vegna þess að í þeim kynnu að vera ákveðnar persónuupplýsingar sem kynnu að þurfa að fara leynt,“ sagði Sigríður. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hafi þá fengið málið til umfjöllunar og svo skilað greinargóðum úrskurði í fyrradag. „Þar er fallist á þessi sjónarmið dómsmálaráðuneytisins að þarna séu upplýsingar sem eðlilegt er að ekki sé veittur aðgangur að. Við höfum tekið fullt tillit til þess og birt gögn í máli Roberts Downey með þeim tilmælum sem úrskurðarnefndin kveður á um og við erum að gera það í öðrum málum og ætlum að birta þessi gögn öll.“Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ítarlega umfjöllun frétta Stöðvar 2 í kvöld um uppreist æru.
Uppreist æru Tengdar fréttir Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45 Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Bjarni fékk að vita það í lok júlí að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila. 14. september 2017 18:48 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45
Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34
Bjarni fékk að vita það í lok júlí að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila. 14. september 2017 18:48