Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2017 00:06 Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, þegar þremenningarnir skrifuðu undir stjórnarsáttmálann í janúar síðastliðnum. vísir/ernir Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. Í tilkynningu frá Bjartri framtíð segir að ástæðan sé alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar.Hér má lesa viðtal Vísis við stjórnarformann Bjartrar framtíðar, Guðlaugu Kristjánsdóttur, þar sem hún segir frá ástæðum slitanna. Boðað var til stjórnarfundarins í ljósi nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru en greint var frá því fyrr í dag að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Dómsmálaráðherra Sigríður Á. Andersen greindi Bjarna frá því í júlí að Benedikt faðir hans hefði mælt með uppreist æru fyrir Hjalta. Mánuði fyrr tilkynnti dómsmálaráðuneytið að það mæti það sem svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila. Ríkisstjórnarsamstarf Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins hafði eins manns meirihluta á Alþingi. 32 þingmenn gegn 31 þingmanni úr stjórnarandstöðunni. Björt framtíð fékk fjóra menn á þing í kosningunum í fyrra. Tilkynning Bjartrar framtíðar í heild sinni:Stjórn Bjartrar framtíðar hefur ákveðið að slíta samstarfi við ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Ástæða slitanna er alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar. F.hönd stjórnar Bjartrar framtíðar,Guðlaug Kristjánsdóttir stjórnarformaður Bjartrar framtíðarFréttin hefur verið uppfærð.
Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. Í tilkynningu frá Bjartri framtíð segir að ástæðan sé alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar.Hér má lesa viðtal Vísis við stjórnarformann Bjartrar framtíðar, Guðlaugu Kristjánsdóttur, þar sem hún segir frá ástæðum slitanna. Boðað var til stjórnarfundarins í ljósi nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru en greint var frá því fyrr í dag að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Dómsmálaráðherra Sigríður Á. Andersen greindi Bjarna frá því í júlí að Benedikt faðir hans hefði mælt með uppreist æru fyrir Hjalta. Mánuði fyrr tilkynnti dómsmálaráðuneytið að það mæti það sem svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila. Ríkisstjórnarsamstarf Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins hafði eins manns meirihluta á Alþingi. 32 þingmenn gegn 31 þingmanni úr stjórnarandstöðunni. Björt framtíð fékk fjóra menn á þing í kosningunum í fyrra. Tilkynning Bjartrar framtíðar í heild sinni:Stjórn Bjartrar framtíðar hefur ákveðið að slíta samstarfi við ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Ástæða slitanna er alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar. F.hönd stjórnar Bjartrar framtíðar,Guðlaug Kristjánsdóttir stjórnarformaður Bjartrar framtíðarFréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Miklar efasemdir í grasrót Bjartrar framtíðar um ríkisstjórnarsamstarfið Stjórn Bjartrar framtíðar fundaði í kvöld og ræddi stöðuna vegna nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru. 14. september 2017 22:54 Eiginhagsmunir ráðherra kornið sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Fleiri fréttir Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Sjá meira
Miklar efasemdir í grasrót Bjartrar framtíðar um ríkisstjórnarsamstarfið Stjórn Bjartrar framtíðar fundaði í kvöld og ræddi stöðuna vegna nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru. 14. september 2017 22:54
Eiginhagsmunir ráðherra kornið sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent