Eiginhagsmunir ráðherra kornið sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2017 00:43 Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar stendur hér á milli Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og Sigríðar Á. Andersen að loknum ríkisráðsfundi þegar ráðuneyti Bjarna tók við völdum í janúar síðastliðnum. Nú hefur Björt framtíð slitið ríkisstjórnarsamstarfinu vegna þess sem þau segja trúnaðarbrest Bjarna og Sigríðar. vísir/anton brink Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. Kosið var rafrænt, 70 prósent stjórnar tóku þátt í kosningunni og kusu 87 prósent með því að slíta samstarfinu. Ástæðan er alvarlegur trúnaðarbrestur í ríkisstjórninni að sögn Guðlaugar þar sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra.Vísir greindi fyrst frá málinu í dag og segir Guðlaug fréttirnar hafa hreyft við fólki í flokknum. „Það komu bara fjölmargar óskir og hvatningar um að stjórnin myndi hittast í framhaldi af fréttum sem komu í fjölmiðlum í dag. Það er óhætt að segja að þetta hafi hreyft við fólki. Um klukkustund eftir að þetta birtist á fjölmiðlum þá hafi 50 af 80 stjórnarmönnum sýna eitthvað lífsmark varðandi það að það þyrfti að taka samtal,“ segir Guðlaug.Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar.Trúnaðarbrestur forsætisráðherra og dómsmálaráðherra Hún segir samtalið á fundinum í kvöld hafa verið mjög samhljóða. „Við erum mjög seinþreytt til vandræða og við erum vandvirkt og viljum klára það sem við byrjum á. En það er bara þessi trúnaðarbrestur sem verður og þessi breytni ráðherra þar sem að okkar mati er verið að vinna í eigin hagsmunum frekar en almannahag. Þetta er bara lína í sandinum sem við gátum ekki stigið yfir.“Hvaða ráðherra ertu þá að tala um? „Ég er að tala um forsætisráðherra og dómsmálaráðherra.“Að þau hafi þá frekar unnið í eigin þágu heldur en almennings? „Miðað við það að það hafi legið fyrir að þau hafi bæði haft upplýsingar um mál sem hafa verið í umræðunni núna í margar vikur í lok júlí, og síðan frétta samstarfsráðherrar þeirra og flokkar í ríkisstjórn þetta á fréttamiðlum um miðjan september.“ Aðspurð hvort hún viti hvað tekur við núna segir Guðlaug að ráðherrar flokksins, Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, og Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, muni vilja ræða sitt samstarfsfólk sem þau hafi unnið með undanfarið. „Þetta er bara ákvörðun stjórnar sem liggur fyrir núna og svo verður bara að taka næstu skref og vinna úr henni í framhaldinu.“ Ekki náðist í Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem málfarsvilla var í upphaflegu fyrirsögninni. Alþingi Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Þetta eru málin sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram Alls eru 188 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir þing sem var að hefjast. 14. september 2017 12:45 Miklar efasemdir í grasrót Bjartrar framtíðar um ríkisstjórnarsamstarfið Stjórn Bjartrar framtíðar fundaði í kvöld og ræddi stöðuna vegna nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru. 14. september 2017 22:54 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. Kosið var rafrænt, 70 prósent stjórnar tóku þátt í kosningunni og kusu 87 prósent með því að slíta samstarfinu. Ástæðan er alvarlegur trúnaðarbrestur í ríkisstjórninni að sögn Guðlaugar þar sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra.Vísir greindi fyrst frá málinu í dag og segir Guðlaug fréttirnar hafa hreyft við fólki í flokknum. „Það komu bara fjölmargar óskir og hvatningar um að stjórnin myndi hittast í framhaldi af fréttum sem komu í fjölmiðlum í dag. Það er óhætt að segja að þetta hafi hreyft við fólki. Um klukkustund eftir að þetta birtist á fjölmiðlum þá hafi 50 af 80 stjórnarmönnum sýna eitthvað lífsmark varðandi það að það þyrfti að taka samtal,“ segir Guðlaug.Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar.Trúnaðarbrestur forsætisráðherra og dómsmálaráðherra Hún segir samtalið á fundinum í kvöld hafa verið mjög samhljóða. „Við erum mjög seinþreytt til vandræða og við erum vandvirkt og viljum klára það sem við byrjum á. En það er bara þessi trúnaðarbrestur sem verður og þessi breytni ráðherra þar sem að okkar mati er verið að vinna í eigin hagsmunum frekar en almannahag. Þetta er bara lína í sandinum sem við gátum ekki stigið yfir.“Hvaða ráðherra ertu þá að tala um? „Ég er að tala um forsætisráðherra og dómsmálaráðherra.“Að þau hafi þá frekar unnið í eigin þágu heldur en almennings? „Miðað við það að það hafi legið fyrir að þau hafi bæði haft upplýsingar um mál sem hafa verið í umræðunni núna í margar vikur í lok júlí, og síðan frétta samstarfsráðherrar þeirra og flokkar í ríkisstjórn þetta á fréttamiðlum um miðjan september.“ Aðspurð hvort hún viti hvað tekur við núna segir Guðlaug að ráðherrar flokksins, Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, og Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, muni vilja ræða sitt samstarfsfólk sem þau hafi unnið með undanfarið. „Þetta er bara ákvörðun stjórnar sem liggur fyrir núna og svo verður bara að taka næstu skref og vinna úr henni í framhaldinu.“ Ekki náðist í Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem málfarsvilla var í upphaflegu fyrirsögninni.
Alþingi Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Þetta eru málin sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram Alls eru 188 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir þing sem var að hefjast. 14. september 2017 12:45 Miklar efasemdir í grasrót Bjartrar framtíðar um ríkisstjórnarsamstarfið Stjórn Bjartrar framtíðar fundaði í kvöld og ræddi stöðuna vegna nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru. 14. september 2017 22:54 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Þetta eru málin sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram Alls eru 188 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir þing sem var að hefjast. 14. september 2017 12:45
Miklar efasemdir í grasrót Bjartrar framtíðar um ríkisstjórnarsamstarfið Stjórn Bjartrar framtíðar fundaði í kvöld og ræddi stöðuna vegna nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru. 14. september 2017 22:54
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent