Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 15. september 2017 07:00 Af ríkisráðsfundi á Bessastöðum á mánudaginn. Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta er hreinn og klár trúnaðarbrestur, milli þingflokks Bjartrar framtíðar annars vegar og forsætis- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hins vegar. Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. „Eins og allir vita hafa þessi lög um uppreist æru verið í deiglunni undanfarið og engan skal undra. Þau eru algjörlega úrelt og það er mikill vilji innan okkar raða að breyta þeim. En svo núna, þegar ljóst er að tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins leyndu þessum upplýsingum frá okkur, samráðherrum þeirra og ríkisstjórninni, í tvo mánuði, þá er ljóst að upp er kominn alvarlegur trúnaðarbrestur,“ segir Björt og vísar þar til þess að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, hafi verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra, líkt og Vísir greindi frá í gær.Sjá einnig: Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Aðspurð segist Björt ekki ætla að tjá sig um hvort ráðherrunum tveimur sé sætt í embætti. „En okkur, ráðherrum Bjartrar framtíðar, þykir okkur ekki sætt í þeirra ríkisstjórn. Það er komið í ljós að dómsmálaráðherra ákveður að deila upplýsingum með forsætisráðherra, sem ég get ekki séð að sé lögum samkvæmt – hún verður að svara fyrir það, af hverju hún gerði það og af hverju, á sama tíma, ráðuneytið hennar vildi ekki láta álíka gögn af hendi til annarra þótt eftir þeim væri óskað. Hún þarf að svara því hvort þessi vitneskja hennar um föður forsætisráðherrans hafi haft áhrif á þá ákvörðun hennar að vilja ekki láta gögnin af hendi. Hún hefur að minnsta kosti ekki treyst okkur í Bjartri framtíð fyrir því og þess vegna er ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara. Þess vegna ákváðum við að slíta samstarfinu.“ Ekki náðist í Bjarna Benediktsson né Sigríði Á. Andersen við gerð fréttarinnar.
„Þetta er hreinn og klár trúnaðarbrestur, milli þingflokks Bjartrar framtíðar annars vegar og forsætis- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hins vegar. Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. „Eins og allir vita hafa þessi lög um uppreist æru verið í deiglunni undanfarið og engan skal undra. Þau eru algjörlega úrelt og það er mikill vilji innan okkar raða að breyta þeim. En svo núna, þegar ljóst er að tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins leyndu þessum upplýsingum frá okkur, samráðherrum þeirra og ríkisstjórninni, í tvo mánuði, þá er ljóst að upp er kominn alvarlegur trúnaðarbrestur,“ segir Björt og vísar þar til þess að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, hafi verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra, líkt og Vísir greindi frá í gær.Sjá einnig: Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Aðspurð segist Björt ekki ætla að tjá sig um hvort ráðherrunum tveimur sé sætt í embætti. „En okkur, ráðherrum Bjartrar framtíðar, þykir okkur ekki sætt í þeirra ríkisstjórn. Það er komið í ljós að dómsmálaráðherra ákveður að deila upplýsingum með forsætisráðherra, sem ég get ekki séð að sé lögum samkvæmt – hún verður að svara fyrir það, af hverju hún gerði það og af hverju, á sama tíma, ráðuneytið hennar vildi ekki láta álíka gögn af hendi til annarra þótt eftir þeim væri óskað. Hún þarf að svara því hvort þessi vitneskja hennar um föður forsætisráðherrans hafi haft áhrif á þá ákvörðun hennar að vilja ekki láta gögnin af hendi. Hún hefur að minnsta kosti ekki treyst okkur í Bjartri framtíð fyrir því og þess vegna er ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara. Þess vegna ákváðum við að slíta samstarfinu.“ Ekki náðist í Bjarna Benediktsson né Sigríði Á. Andersen við gerð fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr sammála slitum stjórnar sem bökuðu Bjartri framtíð óvinsældir Leyndin fram á síðustu stundu fór fyrir brjóstið á Óttarri Proppé og öðrum meðlimum Bjartrar framtíðar. 15. september 2017 06:35 Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Óttarr sammála slitum stjórnar sem bökuðu Bjartri framtíð óvinsældir Leyndin fram á síðustu stundu fór fyrir brjóstið á Óttarri Proppé og öðrum meðlimum Bjartrar framtíðar. 15. september 2017 06:35
Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06