Bjarni sagði Benedikt og Óttari frá meðmælunum á mánudag Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. september 2017 06:09 Benedikt Jóhannesson vill að þingheimur endurnýi umboð sitt Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, greindi öðrum flokksformönnum ríkisstjórnarinnar frá því á mánudag að faðir hans hefði veitt meðmæli í máli tengdu uppreist æru. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að Bjarni hafi þó ekki greint nánar frá því hvaða máli meðmælin tengdust og þvertók hann fyrir að það kynni að gera hann vanhæfan í einhverjum málum. Hann hefði ekki komið nálægt málinu sjálfur. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hringdi í Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og tilkynnti honum að stjórnarsamstarfinu væri lokið skömmu eftir miðnætti. 87 prósent þeirra stjórnarmanna Bjartrar framtíðar sem tóku afstöðu kusu að slíta stjórnarsamstarfinu. Að neðan má heyra viðtal við Benedikt úr Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann upplifir ekki sama trúnaðarbrest og Björt framtíð eftir samtal sitt við Bjarna Ben í gærkvöldi.Benedikt segir í samtali við Ríkisútvarpið að hann virði ákvörðun Bjartrar framtíðar, hver taki ákvörðun fyrir sig þegar menn eigi í samstarfi og allir verði að stjórna sér sjálfir. Hann bætir við að stjórnarslit höfðu ekki verið formlega rædd innan Viðreisnar þó einstaka flokks- eða þingmenn kunni að hafa velt því fyrir sér.Sjá einnig: Eiginhagsmunir ráðherrans dropinn sem fyllti mælinn Hann segist ekki hafa upplifað fregnir af því að dómsmálaráðherra hafi tjáð Bjarna í júlí að faðir hans hafi veitt dæmdum barnaníðingi meðmæli sem trúnaðarbrest eins og stjórn Bjartrar framtíðar. Hann hafi rætt málið við forsætisráðherra og af skýringum hans að dæma upplifi Benedikt málið ekki þannig. Hann hafi þó ekkert vitað um samskipti dóms- og forsætisráðherra fyrr en að hann heyrði af þeim í fréttum í gærkvöldi.Viðreisn sendi frá sér yfirlýsingu í nótt þar sem fram kom að flokkurinn vill kosningar sem fyrst. Eftir átta vikna stapp við að berja saman ríkisstjórnarsamstarf í vor sé það rökréttast að þingheimur endurnýi umboð sitt. Fáir aðrir kostir séu í stöðunni.Einhver verði að stjórna landinu Benedikt hló í samtali við Ríkisútvarpið spurður um hvort dagskrá þingsins, þar sem fjallað verður um fjárlög á morgun, komi til með að standast í ljósi tíðinda næturinnar. „Ég satt að segja veit það nú ekki. Það getur nú verið að menn hafi um annað að ræða núna á eftir. Við skulum sjá til hvað verður úr því en það verður auðvitað að undirbúa fjárlög. Það verður að vera einhver stjórn á landinu,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni í allan dag.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, greindi öðrum flokksformönnum ríkisstjórnarinnar frá því á mánudag að faðir hans hefði veitt meðmæli í máli tengdu uppreist æru. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að Bjarni hafi þó ekki greint nánar frá því hvaða máli meðmælin tengdust og þvertók hann fyrir að það kynni að gera hann vanhæfan í einhverjum málum. Hann hefði ekki komið nálægt málinu sjálfur. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hringdi í Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og tilkynnti honum að stjórnarsamstarfinu væri lokið skömmu eftir miðnætti. 87 prósent þeirra stjórnarmanna Bjartrar framtíðar sem tóku afstöðu kusu að slíta stjórnarsamstarfinu. Að neðan má heyra viðtal við Benedikt úr Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann upplifir ekki sama trúnaðarbrest og Björt framtíð eftir samtal sitt við Bjarna Ben í gærkvöldi.Benedikt segir í samtali við Ríkisútvarpið að hann virði ákvörðun Bjartrar framtíðar, hver taki ákvörðun fyrir sig þegar menn eigi í samstarfi og allir verði að stjórna sér sjálfir. Hann bætir við að stjórnarslit höfðu ekki verið formlega rædd innan Viðreisnar þó einstaka flokks- eða þingmenn kunni að hafa velt því fyrir sér.Sjá einnig: Eiginhagsmunir ráðherrans dropinn sem fyllti mælinn Hann segist ekki hafa upplifað fregnir af því að dómsmálaráðherra hafi tjáð Bjarna í júlí að faðir hans hafi veitt dæmdum barnaníðingi meðmæli sem trúnaðarbrest eins og stjórn Bjartrar framtíðar. Hann hafi rætt málið við forsætisráðherra og af skýringum hans að dæma upplifi Benedikt málið ekki þannig. Hann hafi þó ekkert vitað um samskipti dóms- og forsætisráðherra fyrr en að hann heyrði af þeim í fréttum í gærkvöldi.Viðreisn sendi frá sér yfirlýsingu í nótt þar sem fram kom að flokkurinn vill kosningar sem fyrst. Eftir átta vikna stapp við að berja saman ríkisstjórnarsamstarf í vor sé það rökréttast að þingheimur endurnýi umboð sitt. Fáir aðrir kostir séu í stöðunni.Einhver verði að stjórna landinu Benedikt hló í samtali við Ríkisútvarpið spurður um hvort dagskrá þingsins, þar sem fjallað verður um fjárlög á morgun, komi til með að standast í ljósi tíðinda næturinnar. „Ég satt að segja veit það nú ekki. Það getur nú verið að menn hafi um annað að ræða núna á eftir. Við skulum sjá til hvað verður úr því en það verður auðvitað að undirbúa fjárlög. Það verður að vera einhver stjórn á landinu,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni í allan dag.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48 Finnst fráleitt að Hjalti hafi sjálfur skrifað bréfið sem faðir forsætisráðherra undirritaði Kona sem sætti kynferðisofbeldi af hálfu Hjalta Sigurjóns Haukssonar segir það sýna hversu fáránlegt umsóknarferlið um uppreist æru sé að ekki hafi verið gengið úr skugga um að faðir forsætisráðherra hefði í raun skrifað meðmæli. 15. september 2017 06:00 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Sjá meira
Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43
Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48
Finnst fráleitt að Hjalti hafi sjálfur skrifað bréfið sem faðir forsætisráðherra undirritaði Kona sem sætti kynferðisofbeldi af hálfu Hjalta Sigurjóns Haukssonar segir það sýna hversu fáránlegt umsóknarferlið um uppreist æru sé að ekki hafi verið gengið úr skugga um að faðir forsætisráðherra hefði í raun skrifað meðmæli. 15. september 2017 06:00
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06