Nokkrir möguleikar í stöðunni fyrir forsetann Birgir Olgeirsson skrifar 15. september 2017 10:17 Bjarni Benediktsson og Guðni Th. Jóhannesson þegar forsetinn veitti stjórnarmyndunarumboðið í fyrra. Vísir/Eyþór Lítið annað virðist vera í stöðunni fyrir Bjarna Benediktsson en að fara á fund forseta Íslands og biðjast lausnar, segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur um þá stöðu sem er uppi í stjórnmálunum hér á landi í dag. Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn í gærkvöldi. Sigurbjörg segir að fari það svo að Bjarni fari á Bessastaði til að biðjast lausnar hafi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, nokkra kosti í stöðunni.Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur.VísirÓvissa með stöðu Bjartrar framtíðar í ríkisstjórn Hann gæti beðið Bjarna myndi sitja áfram og að Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð og Viðreisn verði áfram sem starfsstjórn. Óvíst er þó hvort ráðherrar Bjartrar framtíðar sætti sig við það og þá hefur þingflokkur Viðreisnar gefið út að hann vilji kjósa sem fyrst. Ljóst sé hins vegar að á landinu verði að vera starfandi ríkisstjórn í einhverjum formi. „Ef sú staða kemur upp að enginn hjá Bjartri framtíð situr áfram með þessum ráðherra getur margt verið í stöðunni. Hvort aðrir flokkar myndi tímabundna stjórn með Sjálfstæðisflokknum, og eða hvort forsetinn taki það skref að skipa utanþingsstjórn uns það verður kosið að nýju,“ segir Sigurbjörg.Forsetinn bendlaður við málið sem sprengdi ríkisstjórnina Mörgum er enn í fersku minni þegar Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, neitaði að skrifa undir lausnarbeiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forseta Íslands, í apríl árið 2016 í miðju Wintris-málinu. Sigurbjörg telur ólíklegt að slíka staði komi upp miðað við það sem á undan er gengið á síðustu dögum, fari svo að Bjarni fari á fund forsetans á Bessastöðum og biðjist lausnar.Þetta þóttu helstu möguleikar á ríkisstjórnarmyndun eftir kosningarnar í fyrra. Þá neituðu flokkar að vinna með Framsóknarflokknum sem fyrir vikið er ekki á meðal möguleikanna að ofan.„Mér finnst það ekki líklegt, svona miðað við ræðu forsetans á þingsetningu og hvernig hann er bendlaður við það mál sem síðar varð til þessarar niðurstöðu sem við erum að verða vitni að í dag.“Guðni var ómyrkur í máli vegna uppreistar æru í ræðu sinni við setningu Alþingis í vikunni og sagði að við óbreytt ástand yrði ekki unað.Kosningar í lok október ef boðað yrði til þeirra í dag Ef ákveðið yrði að boða til kosninga í dag segir Sigurbjörg að þær gætu farið fram í lok október eða byrjun nóvember. Þá kæmi upp svipuð staða og í fyrra þegar kosningabaráttan fór fram í miðri umræðu um fjárlagafrumvarp.Traustið hrundi með bönkunum Hún segir málið sem sprengdi þessa ríkisstjórn vera pólitískan skandal. „Og við erum að sjá þá nokkuð tíða í kjölfar hrunsins.“ Sigurbjörg segir allar rannsóknir og kannanir sýna að traust almennings til stjórnmálamanna og opinberra stofnanna hafa hrunið með bönkunum árið 2008 og hafi ekki náð því stigi sem sást fyrir hrun. Ekki séu miklar líkur á því að það muni nokkurn tíma ná því stigi aftur. „Við erum að horfa á allt annan almenning sem er miklu meðvitaðri um það hverjar þessar birtingarmyndir spillingar eru sem þarf að vera vakandi fyrir og taka eftir.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr sammála slitum stjórnar sem bökuðu Bjartri framtíð óvinsældir Leyndin fram á síðustu stundu fór fyrir brjóstið á Óttarri Proppé og öðrum meðlimum Bjartrar framtíðar. 15. september 2017 06:35 Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55 Þingfundi aflýst og flokkar funda Á dagskrá var umræða um fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar sem kynnt var á þriðjudagsmorgun. 15. september 2017 09:52 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Lítið annað virðist vera í stöðunni fyrir Bjarna Benediktsson en að fara á fund forseta Íslands og biðjast lausnar, segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur um þá stöðu sem er uppi í stjórnmálunum hér á landi í dag. Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn í gærkvöldi. Sigurbjörg segir að fari það svo að Bjarni fari á Bessastaði til að biðjast lausnar hafi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, nokkra kosti í stöðunni.Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur.VísirÓvissa með stöðu Bjartrar framtíðar í ríkisstjórn Hann gæti beðið Bjarna myndi sitja áfram og að Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð og Viðreisn verði áfram sem starfsstjórn. Óvíst er þó hvort ráðherrar Bjartrar framtíðar sætti sig við það og þá hefur þingflokkur Viðreisnar gefið út að hann vilji kjósa sem fyrst. Ljóst sé hins vegar að á landinu verði að vera starfandi ríkisstjórn í einhverjum formi. „Ef sú staða kemur upp að enginn hjá Bjartri framtíð situr áfram með þessum ráðherra getur margt verið í stöðunni. Hvort aðrir flokkar myndi tímabundna stjórn með Sjálfstæðisflokknum, og eða hvort forsetinn taki það skref að skipa utanþingsstjórn uns það verður kosið að nýju,“ segir Sigurbjörg.Forsetinn bendlaður við málið sem sprengdi ríkisstjórnina Mörgum er enn í fersku minni þegar Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, neitaði að skrifa undir lausnarbeiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forseta Íslands, í apríl árið 2016 í miðju Wintris-málinu. Sigurbjörg telur ólíklegt að slíka staði komi upp miðað við það sem á undan er gengið á síðustu dögum, fari svo að Bjarni fari á fund forsetans á Bessastöðum og biðjist lausnar.Þetta þóttu helstu möguleikar á ríkisstjórnarmyndun eftir kosningarnar í fyrra. Þá neituðu flokkar að vinna með Framsóknarflokknum sem fyrir vikið er ekki á meðal möguleikanna að ofan.„Mér finnst það ekki líklegt, svona miðað við ræðu forsetans á þingsetningu og hvernig hann er bendlaður við það mál sem síðar varð til þessarar niðurstöðu sem við erum að verða vitni að í dag.“Guðni var ómyrkur í máli vegna uppreistar æru í ræðu sinni við setningu Alþingis í vikunni og sagði að við óbreytt ástand yrði ekki unað.Kosningar í lok október ef boðað yrði til þeirra í dag Ef ákveðið yrði að boða til kosninga í dag segir Sigurbjörg að þær gætu farið fram í lok október eða byrjun nóvember. Þá kæmi upp svipuð staða og í fyrra þegar kosningabaráttan fór fram í miðri umræðu um fjárlagafrumvarp.Traustið hrundi með bönkunum Hún segir málið sem sprengdi þessa ríkisstjórn vera pólitískan skandal. „Og við erum að sjá þá nokkuð tíða í kjölfar hrunsins.“ Sigurbjörg segir allar rannsóknir og kannanir sýna að traust almennings til stjórnmálamanna og opinberra stofnanna hafa hrunið með bönkunum árið 2008 og hafi ekki náð því stigi sem sást fyrir hrun. Ekki séu miklar líkur á því að það muni nokkurn tíma ná því stigi aftur. „Við erum að horfa á allt annan almenning sem er miklu meðvitaðri um það hverjar þessar birtingarmyndir spillingar eru sem þarf að vera vakandi fyrir og taka eftir.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr sammála slitum stjórnar sem bökuðu Bjartri framtíð óvinsældir Leyndin fram á síðustu stundu fór fyrir brjóstið á Óttarri Proppé og öðrum meðlimum Bjartrar framtíðar. 15. september 2017 06:35 Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55 Þingfundi aflýst og flokkar funda Á dagskrá var umræða um fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar sem kynnt var á þriðjudagsmorgun. 15. september 2017 09:52 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Óttarr sammála slitum stjórnar sem bökuðu Bjartri framtíð óvinsældir Leyndin fram á síðustu stundu fór fyrir brjóstið á Óttarri Proppé og öðrum meðlimum Bjartrar framtíðar. 15. september 2017 06:35
Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55
Þingfundi aflýst og flokkar funda Á dagskrá var umræða um fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar sem kynnt var á þriðjudagsmorgun. 15. september 2017 09:52
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06