Inga Sæland er klár í slaginn Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2017 10:18 Bjarni horfir á forsætisráðuneytið renna sér úr greipum og nú er horft til arftaka. Inga Sæland hlýtur að teljast með þeim sem koma til álita sem forsætisráðherra eftir næstu kosningar. „Þetta er ótrúleg staða sem komin er upp. Ég fylgist spennt með gangi mála. Eins og við öll. Öll þjóðin stendur á öndinni, ekki bara Inga. En, við getum ekki gert neitt annað en spáð í spilin. En, við höfum engar forsendur til að sjá nákvæmlega hvað verður. En hugurinn segir mér að kosið verði fyrr en seinna. Og erum klár í þann slag,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Flokkur fólksins á ekki fulltrúa á Alþingi, en samkvæmt síðustu skoðanakönnunum myndi Inga og hennar fólk fljúga inn. Það gæti orðið fyrr en seinna. Staðan eftir síðustu alþingiskosningar var flókin, eins og sýndi sig í því hversu erfitt reyndist að skrúfa saman nýja stjórn. Sú staða er orðin að einni bendu eftir að Björt framtíð sagði sig frá stjórnarsamstarfi og í yfirlýsingu Viðreisnar í nótt er hvatt til þess að boðað verði til kosninga.Skorast ekki undan ábyrgð Þessi flókna staða, þar sem samstarf milli þeirra flokka sem á þingi eru virðist ómögulegt, þýðir einfaldlega það að Inga og Flokkur fólksins gæti hæglega verið í oddastöðu eftir næstu alþingiskosningar. Ingu nánast bregður við þegar blaðamaður Vísis spyr hana hreint út hvort hún sé tilbúin að leiða næstu ríkisstjórn. Er henni þó sjaldnast orða vant. Segir að það sé fráleitt að slá slíku upp. „Fáránlegt að segja þetta. Galið. En, Inga skorast aldrei undan neinu sem henni er treyst til að gera. Ég mun takast á við hvaða verkefni sem óskað er af mér,“ segir hún og ekki á henni að heyra að henni vaxi í augum að taka að sér að forsætisráðuneytið.Inga fer í landsmálin „Nú er spurningin hvað verður. Eðli máls samkvæmt býst maður við að Bjarni biðjist lausnar fyrir sig og ríkisstjórnina. En við sjáum hvað setur. Þetta eru óvissutímar. Maður veit ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. En Flokkur fólksins er tilbúinn að takast á við allar áskoranir. Og eðlilegast að halda kosningar sem allra fyrst.“ Inga, sem hefur verið önnum kafin við að undirbúa komandi sveitarstjórnarkosningar, segir að nú þurfi að forgangsraða. „Ég mun þá ekki fara fram í borginni, ætlaði að millilenda þar, ef til alþingiskosninga kemur, þá leiði ég flokkinn á þeim vettvangi.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira
„Þetta er ótrúleg staða sem komin er upp. Ég fylgist spennt með gangi mála. Eins og við öll. Öll þjóðin stendur á öndinni, ekki bara Inga. En, við getum ekki gert neitt annað en spáð í spilin. En, við höfum engar forsendur til að sjá nákvæmlega hvað verður. En hugurinn segir mér að kosið verði fyrr en seinna. Og erum klár í þann slag,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Flokkur fólksins á ekki fulltrúa á Alþingi, en samkvæmt síðustu skoðanakönnunum myndi Inga og hennar fólk fljúga inn. Það gæti orðið fyrr en seinna. Staðan eftir síðustu alþingiskosningar var flókin, eins og sýndi sig í því hversu erfitt reyndist að skrúfa saman nýja stjórn. Sú staða er orðin að einni bendu eftir að Björt framtíð sagði sig frá stjórnarsamstarfi og í yfirlýsingu Viðreisnar í nótt er hvatt til þess að boðað verði til kosninga.Skorast ekki undan ábyrgð Þessi flókna staða, þar sem samstarf milli þeirra flokka sem á þingi eru virðist ómögulegt, þýðir einfaldlega það að Inga og Flokkur fólksins gæti hæglega verið í oddastöðu eftir næstu alþingiskosningar. Ingu nánast bregður við þegar blaðamaður Vísis spyr hana hreint út hvort hún sé tilbúin að leiða næstu ríkisstjórn. Er henni þó sjaldnast orða vant. Segir að það sé fráleitt að slá slíku upp. „Fáránlegt að segja þetta. Galið. En, Inga skorast aldrei undan neinu sem henni er treyst til að gera. Ég mun takast á við hvaða verkefni sem óskað er af mér,“ segir hún og ekki á henni að heyra að henni vaxi í augum að taka að sér að forsætisráðuneytið.Inga fer í landsmálin „Nú er spurningin hvað verður. Eðli máls samkvæmt býst maður við að Bjarni biðjist lausnar fyrir sig og ríkisstjórnina. En við sjáum hvað setur. Þetta eru óvissutímar. Maður veit ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. En Flokkur fólksins er tilbúinn að takast á við allar áskoranir. Og eðlilegast að halda kosningar sem allra fyrst.“ Inga, sem hefur verið önnum kafin við að undirbúa komandi sveitarstjórnarkosningar, segir að nú þurfi að forgangsraða. „Ég mun þá ekki fara fram í borginni, ætlaði að millilenda þar, ef til alþingiskosninga kemur, þá leiði ég flokkinn á þeim vettvangi.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira