Síðustu tætlur af sjálfsvirðingu BF Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2017 13:23 Össur Skarphéðinsson er í miklu stuði og býður uppá gagnmerkar og snarpar stjórnmálaskýringar á Facebookvegg sínum. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi alþingismaður, segir að Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hafi óvænt fundið „síðustu tætlurnar af sjálfsvirðingu Bjartrar framtíðar.“ Össur hefur marga fjöruna sopið á hinum pólitíska vettvangi og fáir þekkja hina pólitísku refskák betur. Sviðið virðist reyndar ein rjúkandi rúst sem stendur. Össur, sem er sérlegur áhugamaður um Framsóknarflokkinn, sér ekki betur en að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður þess flokks, sé andstuttur að bjóða sig Sjálfstæðisflokknum.Andstuttur Sigurður Ingi „Um leið virðist Framsókn hafa tapað sínum. Eða hvernig á að skilja þau orð Framsóknar að flokkurinn gangi ekki inn í núverandi ríkisstjórn „án skilyrða“? - Þetta er erfitt að skilja öðru vísi en formaður Framsóknar sé andstuttur að bjóða Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn upp á hrossakaup til að blása lífsanda í líkið meðan það er enn á börunum. Skyldi Sigmundur Davíð vera sömu skoðunar?“ Reyndar kann þessi snarpa stjórnmálaskýring Össurar að vera eitthvað málum blandin, því Sigurður Ingi segir reyndar, í samtali við Heimi Má Pétursson, að Framsóknarflokkurinn sé ekki tilbúinn að stíga inn í þriggja flokka ríkisstjórn í stað Bjartrar framtíðar.Sigríður Andersen mikill örlagavaldur Stefán Bogi Sveinsson, frammámaður í Framsóknarflokknum, bendir Össuri á þetta en Össur lætur ekki slá sig svo auðveldlega út af laginu. „Birgitta drottning pírata - og mín - skildi þetta hárréttum skilningi í hádegisfréttunum, Stefán minn Bogi. Hitt er rétt að ég er öðrum fremri í pólitískri tóvinnu, og tátla stundum hrosshárið til hliðar.“ Össur er í stuði og bætti nú við nýrri færslu nú rétt í þessu, þar sem hann segir að Sigríður Andersen hafi í raun brotið niður ríkisstjórnina: „Sigríður Andersen er örlagavaldur í íslenskum stjórnmálum og tókst það sem gervallri stjórnarandstöðu síðustu ára mistókst. Hún knésetti Sjálfstæðisflokkinn, felldi Bjarna og braut niður ríkisstjórnina.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi alþingismaður, segir að Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hafi óvænt fundið „síðustu tætlurnar af sjálfsvirðingu Bjartrar framtíðar.“ Össur hefur marga fjöruna sopið á hinum pólitíska vettvangi og fáir þekkja hina pólitísku refskák betur. Sviðið virðist reyndar ein rjúkandi rúst sem stendur. Össur, sem er sérlegur áhugamaður um Framsóknarflokkinn, sér ekki betur en að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður þess flokks, sé andstuttur að bjóða sig Sjálfstæðisflokknum.Andstuttur Sigurður Ingi „Um leið virðist Framsókn hafa tapað sínum. Eða hvernig á að skilja þau orð Framsóknar að flokkurinn gangi ekki inn í núverandi ríkisstjórn „án skilyrða“? - Þetta er erfitt að skilja öðru vísi en formaður Framsóknar sé andstuttur að bjóða Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn upp á hrossakaup til að blása lífsanda í líkið meðan það er enn á börunum. Skyldi Sigmundur Davíð vera sömu skoðunar?“ Reyndar kann þessi snarpa stjórnmálaskýring Össurar að vera eitthvað málum blandin, því Sigurður Ingi segir reyndar, í samtali við Heimi Má Pétursson, að Framsóknarflokkurinn sé ekki tilbúinn að stíga inn í þriggja flokka ríkisstjórn í stað Bjartrar framtíðar.Sigríður Andersen mikill örlagavaldur Stefán Bogi Sveinsson, frammámaður í Framsóknarflokknum, bendir Össuri á þetta en Össur lætur ekki slá sig svo auðveldlega út af laginu. „Birgitta drottning pírata - og mín - skildi þetta hárréttum skilningi í hádegisfréttunum, Stefán minn Bogi. Hitt er rétt að ég er öðrum fremri í pólitískri tóvinnu, og tátla stundum hrosshárið til hliðar.“ Össur er í stuði og bætti nú við nýrri færslu nú rétt í þessu, þar sem hann segir að Sigríður Andersen hafi í raun brotið niður ríkisstjórnina: „Sigríður Andersen er örlagavaldur í íslenskum stjórnmálum og tókst það sem gervallri stjórnarandstöðu síðustu ára mistókst. Hún knésetti Sjálfstæðisflokkinn, felldi Bjarna og braut niður ríkisstjórnina.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent