Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson mun eiga fundi með forystumönnum stjórnmálaflokka, sem eiga fulltrúa á Alþingi, á Bessastöðum á morgun að loknum fundi með Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsetaembættinu en Guðni fundar með Bjarna klukkan 11.
Hann mun síðan funda með forystumönnum Vinstri grænna, Pírata, Framsóknarflokksins, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar eftir hádegi.
Guðni boðar forystumenn stjórnmálaflokkanna til funda

Tengdar fréttir

Bjarni um aðkomu föður síns að máli Hjalta: „Það var mér áfall að heyra af því“
Þetta sagði Bjarni Benediktsson á fundi í Valhöll í dag.