Ferðumst milli tímabila og landa Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. september 2017 13:30 Jane og Björg eru samæfðar eftir árin sín í Noregi. „Við köllum tónleikana Á ferð enda má segja að við ferðumst bæði milli tímabila og landa í dagskránni,“ segir Jane Ade Sutarjo píanóleikari um fyrstu tónleikana í syrpunni 15:15 í Norræna húsinu þetta haustið. Þeir hefjast klukkan 15.15 á morgun, sunnudag. Þar spila þær saman, hún og Björg Brjánsdóttir flautuleikari. Báðar fluttu þær heim til Íslands síðasta vor eftir nám við Tónlistarháskóla Noregs, Jane með meistaragráðu og Björg einleikarapróf. Jane segir þær oft hafa komið fram sem dúó í Noregi og nú haldi þær áfram samspilinu hér á landi. Á efnisskránni í Norræna húsinu er allt frá barokktónlist eftir Bach til nýlegs verks eftir Báru Gísladóttur sem heitir Skökk stjarna. „Við spilum líka þrjú lög að austan fyrir flautu og píanó, þau eru úr segulbandasafni Stofnunar Árna Magnússonar en í útsetningu eftir Snorra Sigfús Birgisson og svo er ein geysivinsæl sónata eftir César Franck: Sónata í A dúr,“ lýsir Jane. Jane fæddist í Djakarta í Indónesíu og hóf píanónám ung að aldri hjá móður sinni. Hún flutti til Íslands 2008 og fór í Listaháskóla Íslands þar sem hún lærði á fiðlu hjá Guðnýju Guðmundsdóttur og á píanó hjá Nínu Margréti Grímsdóttur og seinna hjá Peter Máté. Hún kennir nú á píanó við Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskóla Kópavogs auk þess að starfa sem meðleikari. Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við köllum tónleikana Á ferð enda má segja að við ferðumst bæði milli tímabila og landa í dagskránni,“ segir Jane Ade Sutarjo píanóleikari um fyrstu tónleikana í syrpunni 15:15 í Norræna húsinu þetta haustið. Þeir hefjast klukkan 15.15 á morgun, sunnudag. Þar spila þær saman, hún og Björg Brjánsdóttir flautuleikari. Báðar fluttu þær heim til Íslands síðasta vor eftir nám við Tónlistarháskóla Noregs, Jane með meistaragráðu og Björg einleikarapróf. Jane segir þær oft hafa komið fram sem dúó í Noregi og nú haldi þær áfram samspilinu hér á landi. Á efnisskránni í Norræna húsinu er allt frá barokktónlist eftir Bach til nýlegs verks eftir Báru Gísladóttur sem heitir Skökk stjarna. „Við spilum líka þrjú lög að austan fyrir flautu og píanó, þau eru úr segulbandasafni Stofnunar Árna Magnússonar en í útsetningu eftir Snorra Sigfús Birgisson og svo er ein geysivinsæl sónata eftir César Franck: Sónata í A dúr,“ lýsir Jane. Jane fæddist í Djakarta í Indónesíu og hóf píanónám ung að aldri hjá móður sinni. Hún flutti til Íslands 2008 og fór í Listaháskóla Íslands þar sem hún lærði á fiðlu hjá Guðnýju Guðmundsdóttur og á píanó hjá Nínu Margréti Grímsdóttur og seinna hjá Peter Máté. Hún kennir nú á píanó við Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskóla Kópavogs auk þess að starfa sem meðleikari.
Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira