Ferðumst milli tímabila og landa Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. september 2017 13:30 Jane og Björg eru samæfðar eftir árin sín í Noregi. „Við köllum tónleikana Á ferð enda má segja að við ferðumst bæði milli tímabila og landa í dagskránni,“ segir Jane Ade Sutarjo píanóleikari um fyrstu tónleikana í syrpunni 15:15 í Norræna húsinu þetta haustið. Þeir hefjast klukkan 15.15 á morgun, sunnudag. Þar spila þær saman, hún og Björg Brjánsdóttir flautuleikari. Báðar fluttu þær heim til Íslands síðasta vor eftir nám við Tónlistarháskóla Noregs, Jane með meistaragráðu og Björg einleikarapróf. Jane segir þær oft hafa komið fram sem dúó í Noregi og nú haldi þær áfram samspilinu hér á landi. Á efnisskránni í Norræna húsinu er allt frá barokktónlist eftir Bach til nýlegs verks eftir Báru Gísladóttur sem heitir Skökk stjarna. „Við spilum líka þrjú lög að austan fyrir flautu og píanó, þau eru úr segulbandasafni Stofnunar Árna Magnússonar en í útsetningu eftir Snorra Sigfús Birgisson og svo er ein geysivinsæl sónata eftir César Franck: Sónata í A dúr,“ lýsir Jane. Jane fæddist í Djakarta í Indónesíu og hóf píanónám ung að aldri hjá móður sinni. Hún flutti til Íslands 2008 og fór í Listaháskóla Íslands þar sem hún lærði á fiðlu hjá Guðnýju Guðmundsdóttur og á píanó hjá Nínu Margréti Grímsdóttur og seinna hjá Peter Máté. Hún kennir nú á píanó við Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskóla Kópavogs auk þess að starfa sem meðleikari. Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Við köllum tónleikana Á ferð enda má segja að við ferðumst bæði milli tímabila og landa í dagskránni,“ segir Jane Ade Sutarjo píanóleikari um fyrstu tónleikana í syrpunni 15:15 í Norræna húsinu þetta haustið. Þeir hefjast klukkan 15.15 á morgun, sunnudag. Þar spila þær saman, hún og Björg Brjánsdóttir flautuleikari. Báðar fluttu þær heim til Íslands síðasta vor eftir nám við Tónlistarháskóla Noregs, Jane með meistaragráðu og Björg einleikarapróf. Jane segir þær oft hafa komið fram sem dúó í Noregi og nú haldi þær áfram samspilinu hér á landi. Á efnisskránni í Norræna húsinu er allt frá barokktónlist eftir Bach til nýlegs verks eftir Báru Gísladóttur sem heitir Skökk stjarna. „Við spilum líka þrjú lög að austan fyrir flautu og píanó, þau eru úr segulbandasafni Stofnunar Árna Magnússonar en í útsetningu eftir Snorra Sigfús Birgisson og svo er ein geysivinsæl sónata eftir César Franck: Sónata í A dúr,“ lýsir Jane. Jane fæddist í Djakarta í Indónesíu og hóf píanónám ung að aldri hjá móður sinni. Hún flutti til Íslands 2008 og fór í Listaháskóla Íslands þar sem hún lærði á fiðlu hjá Guðnýju Guðmundsdóttur og á píanó hjá Nínu Margréti Grímsdóttur og seinna hjá Peter Máté. Hún kennir nú á píanó við Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskóla Kópavogs auk þess að starfa sem meðleikari.
Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira