Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. september 2017 06:00 Bjarni Benediktsson segir að ákvörðun föður hans hafi valdið sér vonbrigðum. vísir/ernir Engin leið er til þess að mynda ríkisstjórn án þess að boða til kosninga, að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta var niðurstaða hans eftir að hafa rætt við forystumenn VG, Framsóknarflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í gær. „Ég mun þess vegna beita mér fyrir því að það verði kosið á Íslandi sem allra fyrst. Þessi ríkisstjórn hefur tapað meirihluta sínum í þinginu. Ég sé ekki fram á að ná að styrkja stjórnina aftur til þess að hún hafi stuðning af meirihluta þings,“ sagði Bjarni á blaðamannafundi í Valhöll í gær. Hann sagðist vilja ná sem bestri sátt í þinginu um kjördag. „Ég segi fyrir mitt leyti að ég væri að horfa til þess að við gætum kosið í nóvember,“ bætti Bjarni við. Stjórn Bjartrar framtíðar tók ákvörðun um að slíta stjórnarsamstarfinu á heimili Óttars Proppé, formanns flokksins, í fyrrakvöld eftir að fréttir bárust af því að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði skrifað undir umsagnarbréf fyrir dæmdan barnaníðing sem sótt hafði um uppreist æru. Á blaðamannafundinum gagnrýndi Bjarni stjórn Bjartrar framtíðar mikið fyrir ákvörðunina. „Ég lít á það sem mikið veikleikamerki hjá þeim stjórnmálaöflum sem bregðast við með því að hlaupa til í framhaldi af sjónvarpsfréttum, gefa sér ekki tíma til þess að setjast niður. Eru komnir í rafrænar kosningar áður en maður hefur tekið eftir því að fundurinn hefur hafist og slíta síðan stjórnarsamstarfinu í raun og veru því sem næst samstundis,“ sagði hann. Bjarni mun biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt á fundi með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan ellefu í dag. Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi verið algjör einhugur í þingflokknum um þessa niðurstöðu Bjarna. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur verið auglýstur fyrstu helgina í nóvember. Verði sátt um þá tillögu Bjarna að kjósa í nóvember mun landsfundurinn, þar sem forysta Sjálfstæðisflokksins er kjörin, að óbreyttu fara fram rétt fyrir alþingiskosningar. Hins vegar kann að vera að landsfundinum verði frestað. „Það er umræða sem við eigum eftir að taka. Menn munu taka afstöðu til tímasetningar landsfundar út frá því hver verður niðurstaðan varðandi kosningarnar. Þá þurfa menn að velta því fyrir sér út frá pólitískum og praktískum forsendum. Því mun skemmri tími sem er til kosninga, þeim mun erfiðara er að koma því við að halda landsfund á þeim tíma,“ segir Birgir. Bjarni Benediktsson segist ekki geta dæmt um stöðu sína sem formaður Sjálfstæðisflokksins. „Mér líður vel í eigin skinni. Ég hef orðið fyrir áfalli í þessu máli, út af þessum tengslum sem eru í málinu. Það var mér gríðarlega mikið áfall, en það hefur ekkert með mína stöðu sem formaður Sjálfstæðisflokksins að gera.“Ráðherrar víki straxViðreisn vill að stjórnskipunar- og eftirlitsnefndin rannsaki mál er varða veitingu uppreistar æru. Á meðan rannsóknin fari fram geti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ekki setið áfram á ráðherrastólum vegna tengsla þeirra við málið. Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þurfi jafnframt að víkja sæti. Ráðgjafaráð Viðreisnar telur að í ljósi þeirrar stöðu og trúnaðarbrests sem kominn er upp sé farsælast fyrir þjóðina að þing sé rofið og gengið sé til kosninga. Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Engin leið er til þess að mynda ríkisstjórn án þess að boða til kosninga, að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta var niðurstaða hans eftir að hafa rætt við forystumenn VG, Framsóknarflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í gær. „Ég mun þess vegna beita mér fyrir því að það verði kosið á Íslandi sem allra fyrst. Þessi ríkisstjórn hefur tapað meirihluta sínum í þinginu. Ég sé ekki fram á að ná að styrkja stjórnina aftur til þess að hún hafi stuðning af meirihluta þings,“ sagði Bjarni á blaðamannafundi í Valhöll í gær. Hann sagðist vilja ná sem bestri sátt í þinginu um kjördag. „Ég segi fyrir mitt leyti að ég væri að horfa til þess að við gætum kosið í nóvember,“ bætti Bjarni við. Stjórn Bjartrar framtíðar tók ákvörðun um að slíta stjórnarsamstarfinu á heimili Óttars Proppé, formanns flokksins, í fyrrakvöld eftir að fréttir bárust af því að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði skrifað undir umsagnarbréf fyrir dæmdan barnaníðing sem sótt hafði um uppreist æru. Á blaðamannafundinum gagnrýndi Bjarni stjórn Bjartrar framtíðar mikið fyrir ákvörðunina. „Ég lít á það sem mikið veikleikamerki hjá þeim stjórnmálaöflum sem bregðast við með því að hlaupa til í framhaldi af sjónvarpsfréttum, gefa sér ekki tíma til þess að setjast niður. Eru komnir í rafrænar kosningar áður en maður hefur tekið eftir því að fundurinn hefur hafist og slíta síðan stjórnarsamstarfinu í raun og veru því sem næst samstundis,“ sagði hann. Bjarni mun biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt á fundi með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan ellefu í dag. Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi verið algjör einhugur í þingflokknum um þessa niðurstöðu Bjarna. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur verið auglýstur fyrstu helgina í nóvember. Verði sátt um þá tillögu Bjarna að kjósa í nóvember mun landsfundurinn, þar sem forysta Sjálfstæðisflokksins er kjörin, að óbreyttu fara fram rétt fyrir alþingiskosningar. Hins vegar kann að vera að landsfundinum verði frestað. „Það er umræða sem við eigum eftir að taka. Menn munu taka afstöðu til tímasetningar landsfundar út frá því hver verður niðurstaðan varðandi kosningarnar. Þá þurfa menn að velta því fyrir sér út frá pólitískum og praktískum forsendum. Því mun skemmri tími sem er til kosninga, þeim mun erfiðara er að koma því við að halda landsfund á þeim tíma,“ segir Birgir. Bjarni Benediktsson segist ekki geta dæmt um stöðu sína sem formaður Sjálfstæðisflokksins. „Mér líður vel í eigin skinni. Ég hef orðið fyrir áfalli í þessu máli, út af þessum tengslum sem eru í málinu. Það var mér gríðarlega mikið áfall, en það hefur ekkert með mína stöðu sem formaður Sjálfstæðisflokksins að gera.“Ráðherrar víki straxViðreisn vill að stjórnskipunar- og eftirlitsnefndin rannsaki mál er varða veitingu uppreistar æru. Á meðan rannsóknin fari fram geti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ekki setið áfram á ráðherrastólum vegna tengsla þeirra við málið. Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þurfi jafnframt að víkja sæti. Ráðgjafaráð Viðreisnar telur að í ljósi þeirrar stöðu og trúnaðarbrests sem kominn er upp sé farsælast fyrir þjóðina að þing sé rofið og gengið sé til kosninga.
Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira