Óttarr: „Prinsipp í mannréttindum mikilvægari en stólar og völd“ Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 16. september 2017 13:20 Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. vísir/ernir „Við ákváðum að taka ekki auðveldu leiðina og sætta okkur við svona vinnubrögð sem okkur þykja óásættanleg. Þetta er prinsippmál fyrir okkur – prinsipp í mannréttindum eru mikilvægari en bara einhverjir stólar eða völd.“ Þetta sagði Óttarr Proppé í samtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni í dag. Óttarr svaraði gagnrýni sjálfstæðismanna, þess efnis að framganga Bjartrar framtíðar hefði einkennst af heigulshætti, fullum hálsi. „Nei, þvert á móti. Ég tel einmitt að við höfum þorað þegar þurfti.“ Að sögn Óttars var flokkurinn sleginn vegna upplýsinganna sem komu fram í dagsljósið á fimmtudaginn og raunar umræðunni sem hefur verið í deiglunni í allt sumar. „Við fórum inn í erfitt samstarf en ákváðum að axla ábyrgð með því að fara inn í ríkisstjórn með svo tæpan meirihluta. Við þurftum að miðla mörgum málum og lögðum þetta upp með miklu trausti,“ sagði Óttarr. Hann bætti þó við að stjórnarsamstarfið hafi gengið vel að mörgu leyti. „Okkur tókst að draga Sjálfstæðisflokkinn inn á miðjuna hvað varðar bæði efnahagsmál og græn mál, þ.e. umhverfismál.“Eitraður kúltúr í SjálfstæðisflokknumTalið berst að menningu innan stjórnmálaflokka. Óttarr nefnir að valdastrúktúrinn innan Sjálfstæðisflokksins sé ekki í takt við tímann. „Það er einhver strúktur í þessum flokki sem byggir á því að leiðtoginn ræður öllu og allt stjórnast af hans hagsmunum, svo dansa allir eftir því. Það er ekki andi nútímans að það sé bara „pabbi“ sem ráði öllu,“ sagði hann. Aðrir viðmælendur þáttarins, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Logi Már Einarsson, tóku undir sjónarmið Óttars og viðruðu sjónarmið sín þess efnis að tímabært væri að koma Sjálfstæðisflokki frá völdum. „Sjálfstæðisflokkurinn þarf tíma til þess að setjast niður og hugsa sinn gang og endurskoða þennan kúltúr,“ fullyrti Logi Már. „Það eru margir góðir einstaklingar í Sjálfstæðisflokknum en kúltúrinn er eitraður,“ svaraði Óttarr. Stj.mál Tengdar fréttir Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Einhugur er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að boða til nýrra kosninga. Formaðurinn leggur til að kosið verði í nóvember. Hann segir það áfall að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing. 16. september 2017 06:00 Fólkið sem felldi ríkisstjórnina: Málinu er ekki lokið Fjölskylda Nínu Rúnar Bergsdóttur hefur stutt dyggilega við hana frá því snemma í sumar þegar það varð ljóst að Robert Downey hefði hlotið uppreist æru. Þau eru sammála um að málinu sé ekki lokið. 16. september 2017 09:00 Birgitta hættir á þingi Birgitta tilkynnti um ákvörðun sína í morgun. 16. september 2017 10:19 Bjarni hefur beðist lausnar og starfsstjórn situr áfram Forsetinn mun hitta formenn allra stjórnmálaflokka í dag. 16. september 2017 11:30 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
„Við ákváðum að taka ekki auðveldu leiðina og sætta okkur við svona vinnubrögð sem okkur þykja óásættanleg. Þetta er prinsippmál fyrir okkur – prinsipp í mannréttindum eru mikilvægari en bara einhverjir stólar eða völd.“ Þetta sagði Óttarr Proppé í samtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni í dag. Óttarr svaraði gagnrýni sjálfstæðismanna, þess efnis að framganga Bjartrar framtíðar hefði einkennst af heigulshætti, fullum hálsi. „Nei, þvert á móti. Ég tel einmitt að við höfum þorað þegar þurfti.“ Að sögn Óttars var flokkurinn sleginn vegna upplýsinganna sem komu fram í dagsljósið á fimmtudaginn og raunar umræðunni sem hefur verið í deiglunni í allt sumar. „Við fórum inn í erfitt samstarf en ákváðum að axla ábyrgð með því að fara inn í ríkisstjórn með svo tæpan meirihluta. Við þurftum að miðla mörgum málum og lögðum þetta upp með miklu trausti,“ sagði Óttarr. Hann bætti þó við að stjórnarsamstarfið hafi gengið vel að mörgu leyti. „Okkur tókst að draga Sjálfstæðisflokkinn inn á miðjuna hvað varðar bæði efnahagsmál og græn mál, þ.e. umhverfismál.“Eitraður kúltúr í SjálfstæðisflokknumTalið berst að menningu innan stjórnmálaflokka. Óttarr nefnir að valdastrúktúrinn innan Sjálfstæðisflokksins sé ekki í takt við tímann. „Það er einhver strúktur í þessum flokki sem byggir á því að leiðtoginn ræður öllu og allt stjórnast af hans hagsmunum, svo dansa allir eftir því. Það er ekki andi nútímans að það sé bara „pabbi“ sem ráði öllu,“ sagði hann. Aðrir viðmælendur þáttarins, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Logi Már Einarsson, tóku undir sjónarmið Óttars og viðruðu sjónarmið sín þess efnis að tímabært væri að koma Sjálfstæðisflokki frá völdum. „Sjálfstæðisflokkurinn þarf tíma til þess að setjast niður og hugsa sinn gang og endurskoða þennan kúltúr,“ fullyrti Logi Már. „Það eru margir góðir einstaklingar í Sjálfstæðisflokknum en kúltúrinn er eitraður,“ svaraði Óttarr.
Stj.mál Tengdar fréttir Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Einhugur er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að boða til nýrra kosninga. Formaðurinn leggur til að kosið verði í nóvember. Hann segir það áfall að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing. 16. september 2017 06:00 Fólkið sem felldi ríkisstjórnina: Málinu er ekki lokið Fjölskylda Nínu Rúnar Bergsdóttur hefur stutt dyggilega við hana frá því snemma í sumar þegar það varð ljóst að Robert Downey hefði hlotið uppreist æru. Þau eru sammála um að málinu sé ekki lokið. 16. september 2017 09:00 Birgitta hættir á þingi Birgitta tilkynnti um ákvörðun sína í morgun. 16. september 2017 10:19 Bjarni hefur beðist lausnar og starfsstjórn situr áfram Forsetinn mun hitta formenn allra stjórnmálaflokka í dag. 16. september 2017 11:30 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Einhugur er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að boða til nýrra kosninga. Formaðurinn leggur til að kosið verði í nóvember. Hann segir það áfall að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing. 16. september 2017 06:00
Fólkið sem felldi ríkisstjórnina: Málinu er ekki lokið Fjölskylda Nínu Rúnar Bergsdóttur hefur stutt dyggilega við hana frá því snemma í sumar þegar það varð ljóst að Robert Downey hefði hlotið uppreist æru. Þau eru sammála um að málinu sé ekki lokið. 16. september 2017 09:00
Bjarni hefur beðist lausnar og starfsstjórn situr áfram Forsetinn mun hitta formenn allra stjórnmálaflokka í dag. 16. september 2017 11:30