Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æru Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2017 16:15 Maðurinn sótti um uppreist æru í mars 2016 og fékk samþykkt með undirskrift forsta Íslands í Reykjavík 8. ágúst sama ár. Vísir/Vilhelm Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla á Gló, og myndlistamaðurinn Tolli Morthens, veittu umsagnir fyrir mann sem sótti um uppreist æru í mars árið 2016 og fékk 8. ágúst í fyrra. Maðurinn sótti um uppreist æru vegna tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut árið 1998 en þar var hann fundinn sekur um nauðgun.Tolli Morthens lýsir manninum sem ungum og traustum.Vísir/GVAÁbyrgur og traustur Þorlákur Morthens gengur jafnan undir nafninu Tolli Morthens. Í bréfinu sem hann ritar undir, sem dagsett er 8. mars 2016, kemur fram að það sé honum bæði ljúft og skylt að votta að hann hafi verið samferða manninum undanfarin ár. „Og hef þar kynnst ábyrgum og traustum manni sem hefur lagt á sig mikla og heiðarlega vinnu í sjálfan sig og er í dag það sem við köllum, traustur samborgari,“ segir í bréfinu. „Mér er það því ánægju efni að geta stutt hann með þessu bréfkorni til þess að hann hljóti uppreist æru okkur öllum til heilla,“ segir einnig í bréfinu en að lokum er tekið fram að ef frekari upplýsinga þarfnast sé sjálfsagt að veita það þegar hentar.Solla hefur þekkt manninn í þrjátíu ár. Um fallegan vinskap er að ræða, segir Solla í bréfinu.Vísir/VilhelmFallegur þrjátíu ára vinskapur Í bréfinu sem Sólveig ritar undir, sem dagsett er 5. mars 2016, kemur fram að til hennar hafi leitað vinur hennar sem hún hefur þekkt í nær þrjátíu ár vegna umsóknar hans um að fá uppreist æru. Hún segir fallegan vinskap hafa orðið á milli þeirra frá því þau hittust fyrst sem hefur haldist síðan. „Og ég er sannfærð um að muni aldrei rofna,“ skrifar Sólveig. Hún segir manninn vera einstaklega opinn og hjartahlýjan, sem og góðan föður og afa eftir því sem hún veit best. Sólveig segist hafa fengið að sjá manninn vaxa og dafna frá því dómur féll yfir honum. „Og verða fallegri og stærri einstakling á öllum sviðum.“ Hún segir hann traustan, heiðarlegan og góðan vin með einstaklega sterka réttlætiskennd. „Hann er greiðvikinn og vinamargur enda leita margir til hans í okkar sameiginlega vinahóp.“Maðurinn fékk uppreist æru þann 8. ágúst í fyrra.Ekki nafngreindur í dómnum Í bréfinu mælir hún eindregið með því að hann fái uppreist æru, þar sem hann hefur með framkomu sinni og viðmóti, eftir að hann tók út refsingu sína, ekki sýnt henni né öðrum sem hann umgengst, neitt nema góða vináttu og virðingu. „Hann á það að mínu mati einfaldlega skilið og hefur fyllilega til þess unnið,“ segir að lokum. Umsókn mannsins er á meðal þeirra gagna sem dómsmálaráðuneytið afhenti fjölmiðlum sem varða má þeirra sem hafa fengið uppreist æru frá 1995 til 2016. Er nafn mannsins afmáð vegna þess að viðkomandi dómstóll sem hafði mál hans til meðferðar ákvað að dómur skyldi birtur án nafns. Yfirleitt eru nöfn dæmdra manna birt í dómum nema í þeim tilfellum þegar þau eru afmáð til að vernda brotaþola. Í þeim tilfellum eru oftast tengsl milli hins dæmda og þolanda í málinu. Hins vegar koma nöfn meðmælenda fram í umsókn mannsins, sem er hluti af þeim gögnum sem dómsmálaráðuneytið hefur veitt fjölmiðlum aðgang að, og er þar að finna nöfn Sólveigar og Þorláks. Uppreist æru Tengdar fréttir Segir frétt Vísis sýna hversu fáránlegt verklagið var við afgreiðslu umsókna um uppreist æru Sigríður Andersen sagði föður Bjarna Ben verða að eiga það við sig ef hún braut trúnað gegn honum. 17. september 2017 13:09 Fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta fékk uppreist æru Sigurður Ágúst Þorvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður meistarflokks KR, var á meðal þeirra sem fékk uppreist æru í september síðastliðnum. Sigurður Ágúst var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2010. 16. september 2017 19:48 Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla á Gló, og myndlistamaðurinn Tolli Morthens, veittu umsagnir fyrir mann sem sótti um uppreist æru í mars árið 2016 og fékk 8. ágúst í fyrra. Maðurinn sótti um uppreist æru vegna tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut árið 1998 en þar var hann fundinn sekur um nauðgun.Tolli Morthens lýsir manninum sem ungum og traustum.Vísir/GVAÁbyrgur og traustur Þorlákur Morthens gengur jafnan undir nafninu Tolli Morthens. Í bréfinu sem hann ritar undir, sem dagsett er 8. mars 2016, kemur fram að það sé honum bæði ljúft og skylt að votta að hann hafi verið samferða manninum undanfarin ár. „Og hef þar kynnst ábyrgum og traustum manni sem hefur lagt á sig mikla og heiðarlega vinnu í sjálfan sig og er í dag það sem við köllum, traustur samborgari,“ segir í bréfinu. „Mér er það því ánægju efni að geta stutt hann með þessu bréfkorni til þess að hann hljóti uppreist æru okkur öllum til heilla,“ segir einnig í bréfinu en að lokum er tekið fram að ef frekari upplýsinga þarfnast sé sjálfsagt að veita það þegar hentar.Solla hefur þekkt manninn í þrjátíu ár. Um fallegan vinskap er að ræða, segir Solla í bréfinu.Vísir/VilhelmFallegur þrjátíu ára vinskapur Í bréfinu sem Sólveig ritar undir, sem dagsett er 5. mars 2016, kemur fram að til hennar hafi leitað vinur hennar sem hún hefur þekkt í nær þrjátíu ár vegna umsóknar hans um að fá uppreist æru. Hún segir fallegan vinskap hafa orðið á milli þeirra frá því þau hittust fyrst sem hefur haldist síðan. „Og ég er sannfærð um að muni aldrei rofna,“ skrifar Sólveig. Hún segir manninn vera einstaklega opinn og hjartahlýjan, sem og góðan föður og afa eftir því sem hún veit best. Sólveig segist hafa fengið að sjá manninn vaxa og dafna frá því dómur féll yfir honum. „Og verða fallegri og stærri einstakling á öllum sviðum.“ Hún segir hann traustan, heiðarlegan og góðan vin með einstaklega sterka réttlætiskennd. „Hann er greiðvikinn og vinamargur enda leita margir til hans í okkar sameiginlega vinahóp.“Maðurinn fékk uppreist æru þann 8. ágúst í fyrra.Ekki nafngreindur í dómnum Í bréfinu mælir hún eindregið með því að hann fái uppreist æru, þar sem hann hefur með framkomu sinni og viðmóti, eftir að hann tók út refsingu sína, ekki sýnt henni né öðrum sem hann umgengst, neitt nema góða vináttu og virðingu. „Hann á það að mínu mati einfaldlega skilið og hefur fyllilega til þess unnið,“ segir að lokum. Umsókn mannsins er á meðal þeirra gagna sem dómsmálaráðuneytið afhenti fjölmiðlum sem varða má þeirra sem hafa fengið uppreist æru frá 1995 til 2016. Er nafn mannsins afmáð vegna þess að viðkomandi dómstóll sem hafði mál hans til meðferðar ákvað að dómur skyldi birtur án nafns. Yfirleitt eru nöfn dæmdra manna birt í dómum nema í þeim tilfellum þegar þau eru afmáð til að vernda brotaþola. Í þeim tilfellum eru oftast tengsl milli hins dæmda og þolanda í málinu. Hins vegar koma nöfn meðmælenda fram í umsókn mannsins, sem er hluti af þeim gögnum sem dómsmálaráðuneytið hefur veitt fjölmiðlum aðgang að, og er þar að finna nöfn Sólveigar og Þorláks.
Uppreist æru Tengdar fréttir Segir frétt Vísis sýna hversu fáránlegt verklagið var við afgreiðslu umsókna um uppreist æru Sigríður Andersen sagði föður Bjarna Ben verða að eiga það við sig ef hún braut trúnað gegn honum. 17. september 2017 13:09 Fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta fékk uppreist æru Sigurður Ágúst Þorvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður meistarflokks KR, var á meðal þeirra sem fékk uppreist æru í september síðastliðnum. Sigurður Ágúst var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2010. 16. september 2017 19:48 Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Segir frétt Vísis sýna hversu fáránlegt verklagið var við afgreiðslu umsókna um uppreist æru Sigríður Andersen sagði föður Bjarna Ben verða að eiga það við sig ef hún braut trúnað gegn honum. 17. september 2017 13:09
Fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta fékk uppreist æru Sigurður Ágúst Þorvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður meistarflokks KR, var á meðal þeirra sem fékk uppreist æru í september síðastliðnum. Sigurður Ágúst var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2010. 16. september 2017 19:48
Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30