Eyríki í Karíbahafi fylgjast nú grannt með hitabeltisstorminum Maríu sem talið er að gæti orðið að fellibyl í dag. Sum ríkjanna urðu illþyrmilega fyrir barðinu á fellibylnum Irmu fyrir minna en hálfum mánuði.
Samkvæmt frétt Reuters-fréttastofunnar var María 655 kílómetrum suðaustur af Hléborðseyjum kl. 18 að íslenskum tíma. Vindstyrkur hennar var þá um 28 m/s samkvæmt Fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna.
Spá miðstöðvarinnar er að María sæki í sig veðrið á næstu tveimur sólahringjum. Hún verði að fellibyl síðar í dag eða í kvöld. Varaði hún við að yfirvöld á Bresku og Bandarísku Jómfrúareyjum og Púertó Ríkó ætti að fylgjast með þróun stormsins.
Búist er við að María gangi á land á Púertó Ríkó á þriðjudag og hafa yfirvöld þegar gert ráðstafanir þar.
Að minnsta kosti 84 fórust þegar Irma gekk yfir Karíbahafið og suðaustanverð Bandaríkin. Meira en helmingur þeirra fórst í Karíbahafi.
