Ákærð fyrir ítrekaðar stórhættulegar líkamsárásir Sveinn Arnarsson skrifar 18. september 2017 06:00 Lögreglustöðin á Akureyri vísir/pjetur Kona á þrítugsaldri hefur verið ákærð fyrir nokkrar afar hættulegar líkamsárásir á síðustu misserum á Akureyri. Verði hún fundin sek af þeim ákærum gæti hún átt yfir höfði sér langa fangelsisvist. Um jólahátíðina síðustu skar konan kynsystur sína í andlitið með eggvopni þannig að fórnarlambið hlaut tvö skurðsár, annað yfir vinstra kinnbein og hitt yfir höku vinstra megin. Er þetta af ákæruvaldinu talin sérstaklega hættuleg líkamsárás sem getur leitt til dauða. Gerir fórnarlambið í málinu einkaréttarkröfu upp á fimm milljónir króna vegna þess skaða og miska sem hún hefur orðið fyrir. Einnig er konunni gert að sök að hafa, á skemmtistað í miðbæ Akureyrar, ráðist að annarri konu, rifið hana niður í gólfið og sest ofan á hana. Eftir þann atgang hafi hin ákærða sparkað að minnsta kosti sex sinnum í höfuð og brjóstkassa konunnar þegar hún var að reyna að standa upp. Þriðja alvarlega líkamsárásin sem konan er ákærð fyrir varðar einnig sérstaklega hættulega líkamsárás og hótanir með því að hafa slegið til karlmanns með sprautunál. Stakkst nálin á kaf í vinstra handarbak fórnarlambsins þegar það bar hönd fyrir höfuð sér til að verja sig. Síðan á konan að hafa hlaupið á eftir manninum með sprautuna á lofti og hótað á sama tíma að drepa hann. Ákærða var á þessum tíma smituð af lifrarbólgu C. Krefst fórnarlambið í því máli rúmlega tveggja milljóna króna í skaðabætur en maðurinn þarf að fara reglulega í blóðprufur vegna árásarinnar með sýktri sprautunál. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Kona á þrítugsaldri hefur verið ákærð fyrir nokkrar afar hættulegar líkamsárásir á síðustu misserum á Akureyri. Verði hún fundin sek af þeim ákærum gæti hún átt yfir höfði sér langa fangelsisvist. Um jólahátíðina síðustu skar konan kynsystur sína í andlitið með eggvopni þannig að fórnarlambið hlaut tvö skurðsár, annað yfir vinstra kinnbein og hitt yfir höku vinstra megin. Er þetta af ákæruvaldinu talin sérstaklega hættuleg líkamsárás sem getur leitt til dauða. Gerir fórnarlambið í málinu einkaréttarkröfu upp á fimm milljónir króna vegna þess skaða og miska sem hún hefur orðið fyrir. Einnig er konunni gert að sök að hafa, á skemmtistað í miðbæ Akureyrar, ráðist að annarri konu, rifið hana niður í gólfið og sest ofan á hana. Eftir þann atgang hafi hin ákærða sparkað að minnsta kosti sex sinnum í höfuð og brjóstkassa konunnar þegar hún var að reyna að standa upp. Þriðja alvarlega líkamsárásin sem konan er ákærð fyrir varðar einnig sérstaklega hættulega líkamsárás og hótanir með því að hafa slegið til karlmanns með sprautunál. Stakkst nálin á kaf í vinstra handarbak fórnarlambsins þegar það bar hönd fyrir höfuð sér til að verja sig. Síðan á konan að hafa hlaupið á eftir manninum með sprautuna á lofti og hótað á sama tíma að drepa hann. Ákærða var á þessum tíma smituð af lifrarbólgu C. Krefst fórnarlambið í því máli rúmlega tveggja milljóna króna í skaðabætur en maðurinn þarf að fara reglulega í blóðprufur vegna árásarinnar með sýktri sprautunál.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira