Ákærð fyrir ítrekaðar stórhættulegar líkamsárásir Sveinn Arnarsson skrifar 18. september 2017 06:00 Lögreglustöðin á Akureyri vísir/pjetur Kona á þrítugsaldri hefur verið ákærð fyrir nokkrar afar hættulegar líkamsárásir á síðustu misserum á Akureyri. Verði hún fundin sek af þeim ákærum gæti hún átt yfir höfði sér langa fangelsisvist. Um jólahátíðina síðustu skar konan kynsystur sína í andlitið með eggvopni þannig að fórnarlambið hlaut tvö skurðsár, annað yfir vinstra kinnbein og hitt yfir höku vinstra megin. Er þetta af ákæruvaldinu talin sérstaklega hættuleg líkamsárás sem getur leitt til dauða. Gerir fórnarlambið í málinu einkaréttarkröfu upp á fimm milljónir króna vegna þess skaða og miska sem hún hefur orðið fyrir. Einnig er konunni gert að sök að hafa, á skemmtistað í miðbæ Akureyrar, ráðist að annarri konu, rifið hana niður í gólfið og sest ofan á hana. Eftir þann atgang hafi hin ákærða sparkað að minnsta kosti sex sinnum í höfuð og brjóstkassa konunnar þegar hún var að reyna að standa upp. Þriðja alvarlega líkamsárásin sem konan er ákærð fyrir varðar einnig sérstaklega hættulega líkamsárás og hótanir með því að hafa slegið til karlmanns með sprautunál. Stakkst nálin á kaf í vinstra handarbak fórnarlambsins þegar það bar hönd fyrir höfuð sér til að verja sig. Síðan á konan að hafa hlaupið á eftir manninum með sprautuna á lofti og hótað á sama tíma að drepa hann. Ákærða var á þessum tíma smituð af lifrarbólgu C. Krefst fórnarlambið í því máli rúmlega tveggja milljóna króna í skaðabætur en maðurinn þarf að fara reglulega í blóðprufur vegna árásarinnar með sýktri sprautunál. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Kona á þrítugsaldri hefur verið ákærð fyrir nokkrar afar hættulegar líkamsárásir á síðustu misserum á Akureyri. Verði hún fundin sek af þeim ákærum gæti hún átt yfir höfði sér langa fangelsisvist. Um jólahátíðina síðustu skar konan kynsystur sína í andlitið með eggvopni þannig að fórnarlambið hlaut tvö skurðsár, annað yfir vinstra kinnbein og hitt yfir höku vinstra megin. Er þetta af ákæruvaldinu talin sérstaklega hættuleg líkamsárás sem getur leitt til dauða. Gerir fórnarlambið í málinu einkaréttarkröfu upp á fimm milljónir króna vegna þess skaða og miska sem hún hefur orðið fyrir. Einnig er konunni gert að sök að hafa, á skemmtistað í miðbæ Akureyrar, ráðist að annarri konu, rifið hana niður í gólfið og sest ofan á hana. Eftir þann atgang hafi hin ákærða sparkað að minnsta kosti sex sinnum í höfuð og brjóstkassa konunnar þegar hún var að reyna að standa upp. Þriðja alvarlega líkamsárásin sem konan er ákærð fyrir varðar einnig sérstaklega hættulega líkamsárás og hótanir með því að hafa slegið til karlmanns með sprautunál. Stakkst nálin á kaf í vinstra handarbak fórnarlambsins þegar það bar hönd fyrir höfuð sér til að verja sig. Síðan á konan að hafa hlaupið á eftir manninum með sprautuna á lofti og hótað á sama tíma að drepa hann. Ákærða var á þessum tíma smituð af lifrarbólgu C. Krefst fórnarlambið í því máli rúmlega tveggja milljóna króna í skaðabætur en maðurinn þarf að fara reglulega í blóðprufur vegna árásarinnar með sýktri sprautunál.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira