Þrátt fyrir að það gæti blásið og rignt dálítið í dag gerir Veðurstofan ráð fyrir tveggja stafa hitatölum um nánast allt land.
Þannig gæti hitinn farið í 18 stig norðaustantil þar sem jafnframt verður bjartviðri. Góða veðrið virðist því ekki alveg vera tilbúið að kveðja Seyðisfjörð þar sem mældist 23,4 stiga hiti um helgina.
Í öðrum landshlutum verður rigning með köflum og 5 til 10 metra vindhraði á sekúndu. Þó gert sé ráð fyrir hægari vindi á morgun verða áfram skúrir í flestum landshlutum. Þá mun einnig kólna lítillega.
Nánar á veðurvef Vísis.
Veðurhorfur á landinu næstu daga.
Á þriðjudag:
Suðlæg og síðar breytileg átt 3-8 m/s og skúrir eða dálítil rigning víða um land. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á miðvikudag:
Gengur líklega í hvassa austlæga átt með rigningu, talsverð úrkoma á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast suðvestanlands.
Á fimmtudag og föstudag:
Suðaustan kaldi eða strekkingur og rigning með köflum, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 13 stig, hlýjast fyrir norðan.
Á laugardag:
Útlit fyrir hvassa suðaustanátt með rigningu. Hiti 10 til 15 stig.
Á sunnudag:
Ákveðin sunnanátt með vætu, en léttir til á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 13 stig.
Gert ráð fyrir 18 stiga hita

Tengdar fréttir

23,4°C á Seyðisfirði í dag
Hlýtt hefur verið á landinu í dag og í gær. HItinn fór mest í 23,4°C á Seyðisfirði í dag en það er hærri hiti en hefur mælst í Reykjavík í allt sumar.