Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2017 11:43 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á Bessastöðum í morgun að loknum fundinum með Bjarna. vísir/anton brink Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem forsetinn hélt á Bessastöðum eftir fundinn. Guðni lýsti aðdragandum að því að þingrofstillagan var lögð fram. „Á laugardaginn baðst forsætisráðherra lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Ég varð við því en bað ráðherra og ráðuneyti að sitja þar til ný ríksstjórn yrði mynduð. [...] Ég aflaði upplýsinga hjá leiðtogum flokkanna á þingi um hug þingmanna til þingrofs og kosninga. Þá kannaði ég líka möguleika á myndun meirihlutastjórnar á þingi eða þá stjórnar sem gæti að að minnsta kosti varist vantrausti en að þeim viðræðum loknum var ljóst að ekki væri hægt að mynda nýja stjórn. Þá kom líka fram ríkur stuðningur við þingrof og kosningar,“ sagði Guðni. Þá sagði hann jafnframt að hann hefði einnig sannreynt að ríkisstjórnarflokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð og Viðreisn, höfðu ekki gert með sér neitt skriflegt samkomulag um að þing yrði ekki rofið án samþykkis þeirra allra en Guðni sagði að svo hefði oft verið raunin með fyrri ríkisstjórnir. Guðni minnti jafnframt á að ráðherrunum í starfsstjórninni sem sitja mun þar til ný ríkisstjórn verður mynduð er aðeins ætlað að sinna störfum sem æðstu embættismenn þeirra málaflokka sem þeir fara fyrir, það er þeir hafa í raun ekki lengur pólitískt umboð. Að auki sagði Guðni að þing gæti setið fram að kjördegi og því geti þingmenn komið saman og unnið að málum á Alþingi. Þeir halda umboði sínu til kjördags. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni fundar með forseta á Bessastöðum Bein útsending verður á Stöð 2 og hér á Vísi frá Bessastöðum þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gengur á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, klukkan 11 í dag. 18. september 2017 10:30 Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem forsetinn hélt á Bessastöðum eftir fundinn. Guðni lýsti aðdragandum að því að þingrofstillagan var lögð fram. „Á laugardaginn baðst forsætisráðherra lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Ég varð við því en bað ráðherra og ráðuneyti að sitja þar til ný ríksstjórn yrði mynduð. [...] Ég aflaði upplýsinga hjá leiðtogum flokkanna á þingi um hug þingmanna til þingrofs og kosninga. Þá kannaði ég líka möguleika á myndun meirihlutastjórnar á þingi eða þá stjórnar sem gæti að að minnsta kosti varist vantrausti en að þeim viðræðum loknum var ljóst að ekki væri hægt að mynda nýja stjórn. Þá kom líka fram ríkur stuðningur við þingrof og kosningar,“ sagði Guðni. Þá sagði hann jafnframt að hann hefði einnig sannreynt að ríkisstjórnarflokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð og Viðreisn, höfðu ekki gert með sér neitt skriflegt samkomulag um að þing yrði ekki rofið án samþykkis þeirra allra en Guðni sagði að svo hefði oft verið raunin með fyrri ríkisstjórnir. Guðni minnti jafnframt á að ráðherrunum í starfsstjórninni sem sitja mun þar til ný ríkisstjórn verður mynduð er aðeins ætlað að sinna störfum sem æðstu embættismenn þeirra málaflokka sem þeir fara fyrir, það er þeir hafa í raun ekki lengur pólitískt umboð. Að auki sagði Guðni að þing gæti setið fram að kjördegi og því geti þingmenn komið saman og unnið að málum á Alþingi. Þeir halda umboði sínu til kjördags.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni fundar með forseta á Bessastöðum Bein útsending verður á Stöð 2 og hér á Vísi frá Bessastöðum þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gengur á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, klukkan 11 í dag. 18. september 2017 10:30 Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Bein útsending: Bjarni fundar með forseta á Bessastöðum Bein útsending verður á Stöð 2 og hér á Vísi frá Bessastöðum þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gengur á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, klukkan 11 í dag. 18. september 2017 10:30
Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08