Píratar sakaðir um að rægja land og þjóð á erlendum vettvangi Jakob Bjarnar skrifar 18. september 2017 13:56 Prófessorinn segir það ótrúlegt framferði að rægja land og þjóð erlendis. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, telur víst að heimspressan sé mötuð af vafasömum upplýsingum og fölskum upplýsingum niðurrifsmanna og vafasamra álitsgjafa. Víst er að myndin sem dregin er upp af Íslandi og stjórnmálaástandinu hér fer mjög fyrir brjóstið á stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins. Og ekki að ófyrirsynju. Rauður þráður af fregnum sem birst hafa af því að stjórnarsamstarfið er sprungið í loft upp er að barnaníðingur hafi orðið stjórninni að falli og við er svo mynd af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins.Þjóðníðingar og niðurrifsmenn Hannes Hólmsteinn segir vinum sínum og félögum á Facebook að þeir verði að gera sér grein fyrir því hvaðan slík mynd komi, hverjir það eru sem eru að mata hina erlendu blaðamenn á fölskum upplýsingum. „Menn þurfa að átta sig á, að upplýsingar í útlöndum um íslensk stjórnmál koma aðallega frá Íslendingum. Sumir virðast því miður vera önnum kafnir við að rægja land sitt og þjóð við útlendinga. Sagan er síðan komin alla leið, í heilan hring, þegar íslenskir fjölmiðlar segja fréttir af erlendum fréttum. Þetta eru ekki erlendar raddir, heldur bergmál frá Íslandi,“ segir Hannes á Facebooksíðu sinni. Stóru orðin eru ekki spöruð í athugasemdum en þar er talað um „föðurlandssvik“ og „þjóðníðinga“ og Ómar Valdimarsson lögmaður, staðfestir orð Hannesar: „Eftir að 8 ára starf hjá Bloomberg News - sem nota bene er ein stærsta fréttastofa veraldar - get ég kvittað upp á þetta hjá þér 100%.“Böndin berast að PírötumFrétt Vísis í gærkvöldi, er svo sem til að staðfesta kenningar prófessorsins og skoðanabræðra hans, og tengja þennan meinta róg um land og þjóð beint við Pírataflokkinn. Þar greinir frá því að uppljóstrarinn Edward Snowden rangtúlki atburði á hinu pólitíska sviði á Íslandi. Ekki þarf frekari vitnanna við. Hannes tengir við þá frétt og segir einfaldlega: „Snowden sækir auðvitað visku sína til Pírata. Ótrúlegt framferði að rægja land og þjóð erlendis.“ Uppfært klukkan 16:08Smári McCarthy hefur svarað Hannesi og undirstrikar að heiðarleiki og sanngirni séu sér hjartans mál. „Nú er ansi ógeðfeld orðræða komin í gang, þar sem tíst mitt frá því á fimmtudaginn sl. er mjög vísvitandi rangtúlkað á þann hátt að ég sé að væna Bjarna Benediktsson um einhvern viðbjóð. Slíkt myndi ég aldrei gera. Ef það hefði verið meiningin mín þá hefði ég bara sagt það. Þeir sem þekkja mig vita að ég tala ekki undir rós um svonalagað.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Edward Snowden rangtúlkar atburði á Íslandi í röð tísta Bandaríski uppljóstrarinn virðist hafa fengið bjagaða mynd af atburðunum sem leiddu til stjórnarslita á Íslandi. 17. september 2017 22:29 Erlenda pressan: „Barnalokkari“ varð stjórninni að falli Erlendir miðlar spara sig hvergi í umfjöllun um Ísland og hina föllnu ríkisstjórn. 15. september 2017 11:25 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Erlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, telur víst að heimspressan sé mötuð af vafasömum upplýsingum og fölskum upplýsingum niðurrifsmanna og vafasamra álitsgjafa. Víst er að myndin sem dregin er upp af Íslandi og stjórnmálaástandinu hér fer mjög fyrir brjóstið á stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins. Og ekki að ófyrirsynju. Rauður þráður af fregnum sem birst hafa af því að stjórnarsamstarfið er sprungið í loft upp er að barnaníðingur hafi orðið stjórninni að falli og við er svo mynd af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins.Þjóðníðingar og niðurrifsmenn Hannes Hólmsteinn segir vinum sínum og félögum á Facebook að þeir verði að gera sér grein fyrir því hvaðan slík mynd komi, hverjir það eru sem eru að mata hina erlendu blaðamenn á fölskum upplýsingum. „Menn þurfa að átta sig á, að upplýsingar í útlöndum um íslensk stjórnmál koma aðallega frá Íslendingum. Sumir virðast því miður vera önnum kafnir við að rægja land sitt og þjóð við útlendinga. Sagan er síðan komin alla leið, í heilan hring, þegar íslenskir fjölmiðlar segja fréttir af erlendum fréttum. Þetta eru ekki erlendar raddir, heldur bergmál frá Íslandi,“ segir Hannes á Facebooksíðu sinni. Stóru orðin eru ekki spöruð í athugasemdum en þar er talað um „föðurlandssvik“ og „þjóðníðinga“ og Ómar Valdimarsson lögmaður, staðfestir orð Hannesar: „Eftir að 8 ára starf hjá Bloomberg News - sem nota bene er ein stærsta fréttastofa veraldar - get ég kvittað upp á þetta hjá þér 100%.“Böndin berast að PírötumFrétt Vísis í gærkvöldi, er svo sem til að staðfesta kenningar prófessorsins og skoðanabræðra hans, og tengja þennan meinta róg um land og þjóð beint við Pírataflokkinn. Þar greinir frá því að uppljóstrarinn Edward Snowden rangtúlki atburði á hinu pólitíska sviði á Íslandi. Ekki þarf frekari vitnanna við. Hannes tengir við þá frétt og segir einfaldlega: „Snowden sækir auðvitað visku sína til Pírata. Ótrúlegt framferði að rægja land og þjóð erlendis.“ Uppfært klukkan 16:08Smári McCarthy hefur svarað Hannesi og undirstrikar að heiðarleiki og sanngirni séu sér hjartans mál. „Nú er ansi ógeðfeld orðræða komin í gang, þar sem tíst mitt frá því á fimmtudaginn sl. er mjög vísvitandi rangtúlkað á þann hátt að ég sé að væna Bjarna Benediktsson um einhvern viðbjóð. Slíkt myndi ég aldrei gera. Ef það hefði verið meiningin mín þá hefði ég bara sagt það. Þeir sem þekkja mig vita að ég tala ekki undir rós um svonalagað.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Edward Snowden rangtúlkar atburði á Íslandi í röð tísta Bandaríski uppljóstrarinn virðist hafa fengið bjagaða mynd af atburðunum sem leiddu til stjórnarslita á Íslandi. 17. september 2017 22:29 Erlenda pressan: „Barnalokkari“ varð stjórninni að falli Erlendir miðlar spara sig hvergi í umfjöllun um Ísland og hina föllnu ríkisstjórn. 15. september 2017 11:25 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Erlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Edward Snowden rangtúlkar atburði á Íslandi í röð tísta Bandaríski uppljóstrarinn virðist hafa fengið bjagaða mynd af atburðunum sem leiddu til stjórnarslita á Íslandi. 17. september 2017 22:29
Erlenda pressan: „Barnalokkari“ varð stjórninni að falli Erlendir miðlar spara sig hvergi í umfjöllun um Ísland og hina föllnu ríkisstjórn. 15. september 2017 11:25